Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 10
10 ★ * * *-K ■ -Kvikindið, hann erorðinn svolítið Ijótur, segir Sólveig og dregur lítinn jólakarl upp úr veski sínu. -Hann er, eins og þú sérð, búinn til af barni, líklega þess vegna sem manni þykir svona vænt um hann. Ætli hann sé ekki búinn að tylgja mér í svona átta ár eða eitthvað svoleiðis en frumburðurinn, Sunna Líf, bjó hann til og gaf mér í jólagjöf frá leikskólanum. Þessi fer með hvert sem við förum og var meðal annars stillt upp á okkar jólum í Danmörku á meðan við vorum þar við nám, segir Sólveig. Heimsókn á Verkfræöistofuna Stoð Thelma Knútsdóttir arkitekt Englasendingar að heiman Sólveig Olga Sigurðardóttir nemi í landslagsarkitektúr Handverk frumburðarins Uppáhalds jólaskrautiö okkar Á Verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki starfa 11 IAtli Gunnar Arnórsson verkfræóingur Samvinnuverkefni okkar ömmu -Amma mín, Ragnheiður Ólafsdóttir, steypti þennan jólasvein úr gifsi að ég held og ef ég man rétt þá málaði ég hann sjálfur þegar ég var fjögurra eða fimm ára eða jafnvel eldri, man ekki nákvæmlega tímann. Þetta gerðum við svona saman ég og amma mín, útskýrir Atli. Sveinninn fer alltaf upp á jólum á heimili Atla og oftar en ekki á sama eða svipaðan stað. Aðspurður segist hann ekki hafa lagt föndrið fyrir sig. -Nei, ekki nema bara það sem maður gerði sem krakki og er sveinninn hluti af því. manns, tækniteiknarar, verkfræðingar, arkitektar, byggingarfræðingur, húsasmiðir og tæknifræðingar að ógleymdum verkfrædinema, bókhaldsstúlku og verkamanni. Jólablaóið heimsótti Stod á dögunum og fékk starfsfólkið til að grafa í geymslunni og finna þar gullin sfn í formi uppáhalds jólaskrautsins. Fjarverandi voru Jón Þór Þorvaldsson, verkamaður, og Þórður Karl Gunnarsson, nemi í tæknifræði. Karen Steindórsdóttir bókhaldari Kirkjan kom í pósti frá Svíþjóð Kirkjan er í eigu móður minnar og skipar mjög mikilvægan sess við jólaundirbúninginn. Ég man spenninginn frá því ég var lítil að fá að ná í hana uþp á háaloft og trekkja hana upp í fyrsta sinn fyrir jólin. Kirkjan kemur frá Svíþjóð en móðuramma mín senda hana til okkar í jólagjöf þaðan en hún fór 72 ára gömul sem aupair til Svíþjóðar. Amma sendi 7 kirkjur til mömmu og systkina hennar en allar nema ein brotnuðu í flutningnum en unnt var að líma þær flest allar saman aftur og er okkar kirkja því límd. -Ég er eiginlega með þrennt. Ég bjó úti í Bandarfkjunum í 14 ár en þessa engla fékk ég sem pakkaskraut frá foreldrum mínum þau jól sem ég kom ekki heim. Þeir hafa örugglega verið fleiri en ég fann þessa þrjá. Englarnir fóru beint á tréð eftir að ég hafði opnað pakkana. Ég held að það sé meira hvaðan þeir komu heldur en beint englarnir sjálfir sem varð til þess að þeir urðu í uppáhaldi. Þrátt fyrir að jólin í Bandaríkjunum væru rosalega stór þá var maður einn í þessu jólahaldi þar og því var kærkomið að fá svona sendingu að heiman, segirThelma. Bragi Þór Haraldsson tæknifræöingur Föndur frá sokkabandsárunum Eyjólfur Þ. Þórarinsson framkvæmdastj. -Frábært hugvit að baki stólnum Mitt uppáhald erjólakerling í forláta ruggustól sem búinn ertil úr klemmum en Ásgerður ðlöf Eyjólfsdóttir föðuramma Eyjólfs, hafði fyrir því að líma hann saman og útbjó síðan kerlinguna sem situr í stólnum. -Þetta var á sínum tíma svona elliheimilisföndur eins og þau eru að gera hér og ég fékk kerlinguna síðan í jólagjöf. Ætli það séu ekki einhver 25 ár síðan égfékk kerlinguna og hefur hún farið upp á hverjum jólum síðan þar. Hún á reyndar ekki sinn fasta stað en um það bil fimmtu hver jól hef ég þurft að líma stólinn upp á nýtt. Ég er húsasmíðameistari gamall og mér finnst hugverkið á bakvið stólinn svo frábært, segir Eyjólfur. Þetta skraut útbjófrúin, Sigríður J, Andrésdóttir, við upphaf okkar búskapartíðar fyrir um 30 árum síðan, segir Bragi Þór. -Skrautið var gert í félagi við aðra en á sinn fasta stað á okkar heimili síðan þá. Á kaðlinum eru níu jólakarlar og-kerlingar og segir Bragi Þór að ekki hafi þurft að endurbæta þetta mikið í gegnum árin. -Við bara fömm svona rétt aðeins yfir þetta. Aðspurður segist Bragi Þór ekki vera mikið í jólaföndrinu en konan sé þeim mun duglegri. -Ég hjálpa nú ekki mikið til, ekki nema þá í fráganginum, segir Bragi og glottir. 600Z UI)TA3dV10f Þorvaldur E Þorvaldsson, tækniteiknari Geri bara eins og mér er sagt Jólatrésfugl er í uppáhaldi hjá Þorvaldi en hann segist muna hvað mest eftir svona fuglum á jólatré æskunnar svo eitthvað hafi þeir hreyft við manni. -Ég er ekki mikill jólaskrautsmaður og í raun bara hrein skyldurækni að ég standi í þessu jólastússi. Ég reyndar bý alltaf til jólakort með skrípamyndum til þess að stríða vinnufélögunum en reyni á annan hátt aó foröast þetta jólastúss eins og ég get þó auðvitað sinni ég því, segir Þorvaldur, -Viö getum sagt aó ég geri eins og mér er sagt, bætir hann vió. Magnús Ingvarsson byggingarfræóingur llmur af eplum voru jól útaf fyrir sig Það er ekki flókið uppáhaldsskrautiö hans Magnúsar en í hans minningu em það eplin sem komu með jólin. -Þaó var lyktin, þegar eplin vom keypt í kassavís í Gránu eða hjá Bjarna Har hér í útbænum í gamla daga. Alltaf síöustu dagana fyrir jól. Mér finnst eins og þetta hafi verið bara daginn fyrir Þorlák eóa á síðustu dögunum ég man ekki hvenær við fengum formlegt leyfi á eplin en mjög fljótlega var stolist í þau og bragðið var himneskt og hluti af jólunum, segir Magnús. I Elvar Ingijóhannesson byggingarverkfræóingur | Litaður af dönsku aðventunni | í uppáhaldi hjá Elvari er forláta flaska sem inniheldur Julebryg og er frá því herrans ári 2007. -Flaskan er úr bmgghúsi sem var lengi starfrækt í Danmörku en fór á hausinn sl. febrúar. -Húsið hét Bröckhouse og má segja í. að maður sé litaður af því að hafa eytt aðventunni í Danmörku sl. þrjú ár. Öll betri bmgghús ogverri Ifka efútíþað erfarið, em með jólabjóren þetta húsgafalltaf árgangs jólabjór á hverju ári. Þeir gefa upp að það megi geyma hann í 10 ár enda er hann alveg þrælsterkur og passar mjög vel meðöllu. Nú má ekkert drekka þetta lengur - Nei, nú er þetta bara söfnunarflaska sem er eiginlega synd því þetta er alveg voðalega gott. Hins vegar á ég fleiri svo ég geri ráö fyrir að þessi verði dmkkin einhvern tímann, segir Elvar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.