Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 12

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 12
i i irnmm ★*V* J+' Verslunarminjasafn Bardúsa Opna verkstæöi jólasveinanna á aóventunni Aðstandendur Verslunarminjasafns Bardúsa á Hvammstanga munu nú á aðventunni bjóða gestum og gangandi að líta við á vinnustofu jólasveinanna, en stofan at arna er til húsa á eftir hæð Verslunarminjasafnsins í gamla pakkhúsinu niður við höfnina á Hvammstanga. Gallerí Bardúsa er eitt af glæsilegri handverksgalleríum landsins en þar er að finna alls kyns vörur unnar af handverksfólki í Húnaþingi vestra. Það er sérstök valnefnd sem sér um að velja listamenn inn í galleríið. Baka tO í húsinu og á efri hæð þess er síðan verslunarminjasafn þar sem meðal annars má finna leifar úr verslun Sigurðar Davíðssonar. Vinnustofa jólasveinanna var fyrst opnuð á aðventunni í fyrra og tóku heimamenn, ekki síst börnin, þessari nýjung vel. Boðið verður upp á heimagerðar piparkökur að hætti jólasveinanna auk þess sem hægt var að skoða piparkökuhús sem þeir hafa dundað sér við að útbúa. -Þá munum við lesa gamlar jólasögur fyrir börnin, við höfúm byggt vinnustofú sveinanna þannig upp að hún minnir um margt á þá sjálfa og hlutina sem þeir elska. Þar má finna bjúgu frá Bjúgnakræki, hangikjötið hans Kjötkróks, Skyrgámur á þar mjólkurbrúsa að ógleymdum öllum kert- unum sem Kertasníknir hefúr sníkt í gegnum aldirnar, segir Sandra Granquist. Vinnustofan verður opin föstudaga og laugardaga í desember frá kl. 13 - 18 auk þess sem opið verður alla dagana frá föstudeginum fyrir jól og fram að jólum. Eins og sjá má á myndunum er nóg að skoða fyrir unga sem aldna að ógleymdum listmununum í galleríinu sem eru tilvaldir í jólapakkann. Þórhildur M Jónsdóttir kokkur á Hótel Varmahlíö gefur góö ráö varöandi jólasósuna Leyndarmálið á bak við hina fullkomnu sósu Sósan er alltaf best þegar hægt er aó nota soð af viðkomandi hráefni sem hún á að fara út á. Hvort sem það er svínakjöt, nautakjöt, lambakjöt, fuglakjöt o.s.frv. Rjómalagaðar sósur eru þykktar með hveiti en soð- sósur eða glærar sósur með maizena. -Til að þykkja 1 ltr. af sósu þarf ca. 1 1/2 -2 msk. af hveiti. -Til að gera smjörbollu þá er sett 2 msk. hveiti á móti 1 msk. olíu og hrært saman. -Til að þykkja 1 ltr. af soðsósu þar ca. 1 1/2 af maizena, maizenað er hrært út með vatni. Tvœr aðferðir við að þykkja sósur Aðferð 1 er að baka upp sósu og aðferð 2 er að þykkja eftir á, soðsósa er alltaf þykkt eftir á. Fyrir 1 ltr. Aðferð 1: 1. Bræða ca. 1 msk. smjör í potti og setja 1-2. msk. af hveiti saman við. 2. Hræra vel saman þar til úr verður þykk hveitibolla. 3. Bæta ca. 1 ltr. afsoði saman við í smá skömmtum og láta alltaf þykkna til fulls á milli. 4. í lokin er smakkað til með viðeigandi kryddi, salti og pipar. Aðferð 2: 1. Setja 1 ltr. af soði í pott. 2. Hita upp að suðu. 3. Setja smjörbolluna/maiz- ena saman við í mjórri bunu hægt og rólega. 4. Láta suðuna koma upp. 5. í lokin er smakkað til með viðeigandi kryddi, salt og pipar. Ef sósan verður of þykk, setja þá meira soð í hana. Ef sósan verður of þunn, þá er að þykkja hana meira. Ef sósan verður of sölt, þá er gott að setja rjóma í hana, ef það er soðsósa. Þá meira soð ef það er ekki salt annars bara kalt vatn. Ef sósan verður ekki nógu bragðmikil er um að gera setja viðeigandi kraft í hana og kannski smá salt. Hafa skal í huga að tilbúnir kraftar innihalda oft mikið salt. Ef sósan fer í kekki þá er bara að sigta hana og halda áfram. Ef ykkur grunar að sósan sé að brenna við þá skiptið strax um pott og haldið áfram. Ekki hugsa „held að hún sé að brenna við“ og þegar þið eru örugg á að hún sé að brenna við þá er það of seint. Betra að nota nokkra potta því það er næstum ógerlegt að hylja brunabragð. Ef sósan hefur ekki fallega áferð, þá er gott að nota töfrasprota, til að fá fallega áferð. Ef nota á áfengi í sósuna þá er nauðsynlegt að sjóða áfengið niður um helming áður en soðið er sett út í. I villibráðarsósu er gott að setja sætu, t.d. rifsberjahlaup. Ef það er ekki fallegur litur á sósunni þá er gott að nota sósulit, á líka við um soðsósur. Fyrir soðsósur er gott að setja kalda smjörteninga (bara nokkra) í sósuna í restina það gerir hana mýkri og sósan fær meiri fyllingu. Gott er að hafa fýrir reglu aldrei að setja salt í sósu fyrir en alveg í restina. Það borgar sig ekki að vera ragur við að reyna að bjarga sér og ekki hætta fyrr en þið eru ánægð með útkomuna. Læt fylgja eina þægilega upp- skrift Villisveppasósa 20 gr. smjör 3 stk. skalottlaukur 150 ml. Madeira 400 gr. villisveppir 500 ml. nautasoð 250 ml. rjómi Aðferð: Leggja sveppina í bleyti og saxa þá svo. Laukurinn svissaður í smjörinu þangað til hann er glær. Þá er Madeira sett saman við og soðið niður um ca. helming. Soðið sett út í ásamt sveppunum. Að lokum er rjóminn settur og síðan er sósan þykkt með smjörbollu. Smakkað til með salt og pipar Gleðilega hátíð oggcmgi ykkur vel með jólasósuna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.