Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Qupperneq 9

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Qupperneq 9
Manntalið 1703 7 nefndri endurtekningaskrá, enda fór manntal óvíða fram eftir fardaga. Ætti þá heldur ekki að vera meiri líkindi til, að fólk hefði fallið burt úr manntalinu við flutninga frá stöðum, þar sem manntali var ólokið, til staða þar sem manntal var um garð gengið. Þó ber þess að gæta, að ekki má skoða endurtekningaskrána sem tæmandi, því að hún var fyrst og fremst gerð vegna ómaganna, sem sérstök líkindi voru til, að taldir væru víðar en á einum stað. Það hefur því sjálfsagt ekki tekizt að útrýma endurtekningum algerlega úr manntalinu, og eins má búast við, að eitt- hvað af fólki hafi af einhverjum ástæðum aldrei komizt á manntalsblað. En það er varla ástæða til að ætla, að meira hafi verið um þetta við það manntal en síðari tíma manutöl. B. Mannfjöldinn alls. Total population. Eftir þær lagfæringar, sem gerðar voru á manntalsskýrslunum vegna endur- tekninga og vöntunar, taldist mannfjöldinn við manntalið 1703 liafa verið alls 50 358. Munar það ekki miklu frá þeirri tölu, sem Skúh Magnússon komst að, en liún var 50 444. Mismunurinn, 86, svarar aðeins ríflega til þess, sem fellt var niður af flökkurum vegna endurtekninga. Hefði mátt búast við mildu meiri mun vegna þess, sem fellt var niður vegna annarra endurtekninga (aðallega á sveitarómögum). Virðist svo sem Skúli haíi sleppt úr sveitarómögum, sem beinlínis var getið um, að ættu sveitartiltölu (eða líka sveit annars staðar) og hafi það vegið langdrægt upp á móti þeim endurtekningum, er síðar fundust, enda þótt oft væri ekki um sömu persónur að ræða.1) Mannfjöldinn á öllu landinu 1703 liefur verið réttur þriðjungur af því, sem hann var 250 árum síðar, eða árið 1953, en þá var liann rúmlega 150 000. Mann- fjöldinn 1703 var svipaður og mannfjöldinn 1953 í sveitum landsins, að meðtöldum kauptúnum og þorpum með færri íbúum en 800 manns, en öll aukning mann- fjöldans síðan 1703 hefur lent í kaupstöðum og stærri kauptúnum. Reyndar er sú fjölgun öll til komin á síðari helmingi þess tímabils, því að öll sú mannfjölgun, sem varð í 18. öldinni, nægði hvergi nærri til þess að vega upp á móti þeirri mann- fækkun, sem stafaði af drepsóttum, eldgosum, hafísum og öðrum liarðindum. Það varð því ekki fyrr en skömmu eftir 1820, að mannfjöldinn komst aftur upp úr 50 þúsundum. Ekki er vitað um mannfjölda hér á landi eftir 1703 fyrr en rúmlega 30 árum síðar, er árlegar skýrslugerðir hófust um fædda og dána. Hefur Arnljótur Ólafs- son í Skýrslum um landshagi á íslandi I. b. bls. 390—393 reiknað eftir þeim fjölgun eða fækkun fólks á hverju ári allt frá 1735 og fundið mannfjöldann í árslok hvert ár með því að reikna aftur á bak frá manntalinu 1769 og síðan áfram fram yfir miðja 19. öld. Eru hér teknar upp úr skýrslu þessari nokkur ár þangað til mann- fjöldinn komst aftur upp yfir 50 þúsund, og sýnir það stærstu sveiflurnar á mann- fjöldanum á þessu tímabili. Tölurnar eru alls staðar miðaðar við árslok, nema 1703. Þá var manntalinu lokið fyrir mitt ár, og svarar þá talan fyrir það ár líklega nánast til loka 1. ársfjórðungs það ár. 1) í ritgerð Hannesar biskups Finussonar „Um mannfækkun af hallærum á íslandi'*. sem birtist í 14. bindi Lær- dómslistafélagsritanna, sem kom út 1796, er á bls. 183 birt tafla um manntalið 1703 í hverri sýslu, sundurliðað i karla og konur, og er mannf jöldinn þar alls talinn 50 681. Vantar þar þó í Vestmannaeyjar, svo að með benni meðtaldri yrði talan rúmlega 51 þúsund. Virðist þcssi tafla ckki byggð á samtalningu Skúla Magnússonar, og Hannes biskup segir bana vera með hendi Jóns Snorrasonar sýslumanns í Skagafjarðarsýslu (f 1771).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.