Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 27

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1960, Page 27
Manntalið 1703 25 G. Aðrar upplýsingar um fólkið. Other characteristics of the population. Auk þeirra upplýsinga, sem krafizt var í bréfi nefndarmanna til sýslumanna um manntalstökuna, er mjög víða í manntalinu fleira sagt um fólkið, og þó að það sé ekki jafn rækilegt alls staðar, þá hefir þótt rétt að halda þeim lýsingum til haga, sem víða koma fyrir. En ekki má skoða þetta sem áreiðanlega talningu á ýmsum þeim fyrirbærum, sem þar koma til greina, því að þar er ekki um að ræða bein svör við fyrirmælum, heldur ýmislegt annað, sem þeir menn, er manntalið tóku, hafa talið upplýsandi um ástand fólksins, en það hefur verið undir misjöfnu mati sjálfra þeirra komið, hve langt þeir fóru í því efni. Þess vegna eru sumar af þessum upplýsingum mjög misjafnlega nákvæmar eftir sýslum. í töflu VIII (bls. 54) hefur þessum upplýsingum verið safnað saman og hefur þeim verið skipt eftir sýslum einmitt til þess að benda á, hve nákvæmlegar hefur verið farið í þessar sakir í sumum sýslum heldur en öðrum. í töflunni er þessum upplýsingum skipt í 4 kafla, um skyldleika við húsráðanda, um starf eða stétt, um heilsufar og loks aðrar lýsingar. Um starf og stétt hefur verið rætt hér á undan (sjá bls. 18), en á liina kaflana skal liér nokkuð minnzt. 1. Skyldleiki við liúsráðanda. Relationship to head of household. í skýrslu þessari eru taldir 732 karlar og 1 939 konur eða samtals 2 671 manns með ákveðnum skyldleika við húsráðanda, og eru kona hans og börn ekki þ ar með talin. En í töflu V (bls. 49) og í 7. yfirliti (bls. 19) eru ættingjar og einkaómagar taldir 3 122, þar af 895 karlar, en 2 227 konur. Eru þá eftir 163 karlar og 288 konur eða alls 451 manns, sem eru aðrir ættingjar og einkaómagar. Munu flestir þeirra vera kallaðir ómagar í manntalinu. Eru meiri líkindi til, að það séu fjarskyldari ættingjar, þó að svo þurfi ekki að vera. Af þeim, sem tilgreindir eru með ákveðn- um skyldleika við húsráðendur, eru ekki nema rúml. x/4 karlar, en fram undir 3/4 konur. Langalgengust eru systkin, bræður nál. helmingur karlmanna, en systur um 2/fi kvennanna. Litlu færri eru mæður og tengdamæður, en miklu minna er um feður og tengdafeður. Stafar það af því, að þeir eru skammlífari en mæðurnar, en sjálfsagt líka að nokkru af því, að þeir teljast stundum lengur húsráðendur heldur n þeir veita búi forstöðu. 2. Heilsufar. Health. Yíða er þess getið í manntalinu, að menn séu veikir eða vanburða, en á svo óákveðnum lýsingum á heilsufari manna virðist lítið byggjandi, enda er mis- jafnlega mikið um þær í sýslunum. í Þingeyjarsýslu eru þannig um 950 manns, eða fram undir þriðjungur allra sýslubúa, taldir vanheilir, en í næstu sýslu, Eyja- fjarðarsýslu, fá aðeins 3 manneskjur svipaðar einkunnir. Af þessu virðist ekki verða dregin önnur ályktun en sú, að í annarri sýslunni virðist engin áherzla hafa verið lögð á að skýra frá almennu heilsufari manna, en í hinni liafi það verið gert svo rækilega, að það vekur grun um, að í því felist tilraun til þess að sýna ástandið sem bágbornast, ef til vill af ótta við álögur eða kvaðir, er kynnu af þess- um manntalsráðstöfunum að leiða. Meira mun að marka, þegar tilgreindar eru ákveðnar fatlanir, svo sem sjónleysi, málleysi, holdsveiki, flogaveiki. Þeim mun

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.