Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 10
8*
Maimtalið 1960
tekningar í liðum 6 og 7 hér á cftir). Sömuleiðis skyldi skrá alla heimilisfasta
fjarverandi einstaklinga á hverjum stað.
3. Allir íslendingar við nám erlendis skyldu teknir á manntal, hvort sem þeir
teldu sig hcimilisfasta á íslandi eða ekki. Á þessu varð talsverður misbrestur,
eins og að líkum lætur. — Áhafnir og farþegar í erlendum farartækjum stödd-
um hérlendis skyldu ekki skráðir, en anuað fólk gcstkomandi í landinu (þ. e.
segir sig ciga lögheimili erlendis) var tekið á manntal. Slíkir aðkomnir einstakl-
ingar, er voru í atvinnu hér á landi, komu með í úrvinnslu eins og aðrir horg-
arar, og það jafnt þótt þeir teldu sig heimilisfasta erlendis. En aðkomið ferða-
fólk, námsfólk, sjúklingar o. fl., scm sögðu sig vera heimilisfasta erlendis,
komu ekki með í aðalúrvinnslu. Hins vegar var gerð sérstök tafla, nr. 16,
um þetta fólk.
4. Þeir, sem dóu á manntalsdegi, skyldu teknir á skýrslu, en ckki þeir, sem
fæddust á lionum. Fólk, sem aðfararnótt 1. des. 1960 var á fcrðalagi, í sjó-
róðri eða á öðrum stöðum, þar sem ekki fór fram manntalsskráning, skyldi
skráð í því húsi, sem það fyrst kæmi í 1. desember eða síðar.
5. Um svo nefnd stofnunarheimili (t. d. vistheimili ýmiss konar, sjúkrahús,
heimavistarskólar, gistihús o. fl.) skyldi gerð sérstök skýrsla fyrir hvert hús
stofnunar, og um vistfólk sér og starfsfólk sér.
6. Manntalsskráningin skyldi ekki taka til forstöðumanna erlendra scndiráða og
fjölskyldna þeirra, og ei heldur til erlends skrifstofufólks sendiráða ásamt
skylduliði. Á hinn bóginn skyldi taka með allt crlent og innlent þjónustufólk
hjá erlendu sendiráðsstarfsliði.
7. Um skráningu varnarliðsmauua og annarra útlendinga með sömu réttarstöðu
hér á Iaudi (sbr. 7. gr. í viðbót við varnarsamning frá 8/5 1951) gilti eftir-
farandi: a) Einstaklingar í liúsnæði utan varnarsvæða Bandaríkjanna hér á
landi skyldu teknir á manntal ásamt skylduliði. Þcir komu þó ekki í úrvinnslu
manntalsins — aðeins íslenzkir fjölskyldumeðlimir þeirra. b) Einstaklingar í
húsnæði á varnarsvæði Bandaríkjanna skyldu ásamt fjölskyldu vera undan-
þegnir manntalsskráningu. Þó skyldu íslenzkar konur þessara manna teknar
á manntal, og sömuleiðis sameiginleg böru þeirra, hvort sem þau væru íslenzkir
eða erlendir ríkisborgarar. c) Allir útlendingar á varnarsvæði Bandaríkjanna,
sem væru ekki varnarliðsmeun eða með sömu réttarstöðu og þeir, skyldu
tekuir á manntal.
Spurningar eyðublaðsins fara hér á eftir og er um leið gerð grein fyrir þeim,
eftir því sem ástæða er til.
1. Nafn hvers manns skal ritað fullt, og við fleirnefni skal undirstrika það nafn
(þau nöfn), sem venjulega er notað, svo og láta koma fram, með hvaða hætti
nafn er ritað.
2. Kynferði: Karl eða kona.
3. Staða á heimili: Húsbóndi, húsmóðir, barn, kjörbarn, faðir húsbónda, leigjandi,
o. s. frv. — Einn meðlimur livers lieimilis með 2 eða fleiri einstaklingum skal
ávallt talinu húsbóndi þess. Húsmóðir án rnaka er húsbóndi viðkomandi
heimilis. Þegar ekki liggur ljóst fyrir, hver er húsbóndi lieimilis, skal láta
heimilisfólkið skera úr um það.
4. Hjúskaparstétt: Ógift(ur), gift(ur), ekkill/ekkja, samvistum slitið án skilnaðar
að borði og sæng eða lögskilnaðar, skilin(n) að borði og sæng, skilin(n) að lögum.
5. Fœðingardagur, mánuður og -ár.