Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 20
18*
Manntalið 1960
Spurt var um atvinnu fólks á 3 tímum á árinu 1960: í vikunni 20.—26. nóvem-
ber, í marz og í júlí. Ytarlegast var spurt um atvinnu í „nóvembervikunni“, og sá,
sem var í starfi þá (þ. e. vann a. m. k. sem svaraði þriðjungi venjulegs vinnutíma
í viðkomandi grein), flokkast í öllum atvinnutöflum samkvæmt upplýsingum um
nóvemberstarfið, nema í sértöflum um marz- og/eða júlístarf. Þeir, sem voru starfs-
lausir uin stundarsakir í nóvembervikunni, skyldu tilgreina ástæðu (frí, veikindi,
atvinnuleysi o. fl.), og auk þess upplýsa síðustu atvinnu, sem þeir voru í, og réð
húu þá flokkun. Vegna ógreinilegra og gallaðra upplýsinga í manntalsskýrslum,
varð liér að lesa mikið í málið við flokkun manna til eftirtalinna 4ra aðalskiptinga:
Atvinnugreinar, starfsstöðu, vinnustéttar og vinnuveitanda. Fimmtu skiptingunni,
eftir þjóðfélagsstöðu, var svo bætt við í vélúrvinnslu, með vissri samtengingu
starfsstöðu og vinnustéttar. — Hér er um að ræða alþjóðlegar flokkunarskrár,
gefnar út af Sameinuðu þjóðunum eða Alþjóða vinnumálastofnuninni, og verður
þeim gerð stutt skil hér á eftir.
Flokkun eftir atvinnugrein (classification by industry). Hér er um að ræða
hinar alþjóðlegu ISIC-reglur (International Standard Industrial Classification of
All Economic Activities), lagaðar til samræmis við íslenzka staðhætti (Atvinnu-
vegaflokkun Hagstofu íslands, gefin út fjölrituð, fyrst 1962, núgildandi útgáfa frá
1968). í þessari flokkun er fyrirtækjum í víðustu merkingu skipað í ákveðnar
greinar cftir tegund þeirrar starfsemi, sem höfð er um hönd. Stig atvinnuvegaflokk-
unnar Hagstofunnar cru þessi: Fyrst atvinnuvegir (divisions), sem táknaðir eru
með eius stafs tölu. Síðan cr hverjum atvinnuvegi skipt í atvinnugreinar, fyrst
aðalgrcinar (major groups), mcð tveggja stafa tákntölu, og siðan í undirgreinar
(groups), með þriggja stafa tákntölu. Dýpsta sundurliðun — eftir undirgreinum —
kemur aðeins fyrir í einni töflu, nr. 25. í töflum 23 og 24 er sundurliðun eftir atvinnu-
greinum, og cftir heilum atvinnuvegum í töflum 10, 28 og 31—35. — Aðalfrávik
atvinnuvcgaflokkunar Hagstofu frá ISIC-reglum eru þessi: Landbúnaður og fisk-
veiðar eru hér tveir sjálfstæðir atvinnuvegir (0 og 1), en í ISIC mynda þeir saman
flokk. í þess stað er ISIC-flokkur námugröftur felldur niður, og það litla, sem þar
til heyrir (aðallega sand- og malarnám), talið með iðnaði. — Atvinnuvegaflokkun
sú, sem notuð var í Manntali 1950, var í megindráttum hin sama og er í Manntali
1960. Aðalbreytingin er sú, að 1960 voru varnarliðsstörf — bæði störf í þjónustu
varnarliðsins sjálfs og í þjónustu verktaka þess — sett í sérflokk.
Starfsstöðuflokkun (classification by occupation). Hér er um að ræða flokkun
eftir því, livers konar starf einstaklingur liefur með höndum í þeirri atvinnugrein,
sem hann tillieyrir. Sú starfsstöðuflokkun, scm notuð var við úrvinnslu manntals
1960, er gerð eftir hinni alþjóðlegu starfsstöðuskrá Alþjóða vinnumálastofnunar-
innar. Fyrst er floklcur (major group), hann skiptist í aðalgreinar (minor groups),
sem síðan aftur skiptast í undirgrcinar (unit groups). Dýpsta sundurliðun starfs-
stöðu — eftir undirgreinum — er í einni töflu, nr. 27, en í töflum 18, 26, 33 og 38—
39 eru meira eða minna samandrcgnar skiptingar. Ensk þýðing á heitum starfs-
stöðuflokkunar er á bls. 207—210.
Flokkun eftir vinnustétt (classification by industrial status). Hér er einnig um
að ræða alþjóðlega flokkun, sem liefur verið breytt til samlögunar við íslenzkar
aðstæður og kemur eðli hennar fram í eftirfarandi skiptingu, sem fylgt var við
úrvinnslu manntalsins.
Atvinnurekendur:
Vinnuveitendur.
Einyrkjar.