Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 17
Manntalið 1960
15
víkur og í Ölfushreppi til Hveragerðis), en var ekki gert. — í töflum 2 og 3 er Garða-
lireppur allur talinn til þétthýlis, en í öllum öðrum töflum, þar sem mannfjölda er
skipt eftir hyggðarstigi (nr. 7, 17, 37, 42, 44—47, 56 og 57), mynda 730 íbúar Garða-
hrepps sérstakt þéttbýli, en 343 íbúar eru taldir búa í strjálbýli.
Umdœmaskipting. Varðandi hinar margvíslegu umdæmaskiptingar landsins
vísast til Tölfræðihandbókar Hagstofunnar 1967, bls. 8—12. Hér í manntalinu er
aðeins um að ræða hinar tvær grundvallarskiptingar: Eftir sveitarfélögum (töflur
4 og 31) og eftir sóknum (tafla 4), auk samdráttar annars vegar í sýslufélög (víða
í töflum, beint eða óbeint), og hins vegar í prestaköll og prófastsdæmi (tafla 5). —
Einu breytingarnar, sem urðu á skipan sveitarfélaga á undangcngnum áratug, voru
þær, að Kópavogshreppur varð Kópavogskaupstaður 1955 (lög nr. 30/1955), og að
hluti af Glæsibæjarlxrepp (Glerárþorp og 13 jarðir) \-ar samcinaður Akureyri í árs-
lok 1954 (lög nr. 107/1954). Þá fór og Sléttuhreppur í N-ísafjarðarsýslu í evði og
hvarf úr tölu sveitarfélaga 1953.
í Mannfjöldaskýrslum 1941—50 var birtur mannfjöldi í sóknum, prestaköllum
og prófastsdæmum hvert þessara ára. Síðan hefur slík skrá ekki verið birt fyrr en
hér I töflum 4 og 5. Á áratugnuin 1951—60 urðu nokkrar breytingar í skipan presta-
kalla og sókna, sbr. lög nr. 4/1952, um skipan prestakalla. Fimm ný prestaköll
bættust við: Háteigs-, Langholts- og Bústaðaprestakall, öll í Reykjavík, svo og
Kcflavíkurprestakall og Hríseyjarprestakall. Þrjú prestaköll voru lögð niður: Trölla-
tungu- Bergsstaða- og Staðarprestakall á Reykjanesi. Nýjar sóknir voru: Háteigs-,
Langholts-, Bústaða-, Kópavogs-, Drangsnes-, Hólmavíkur-, Hofsós-, Egilsstaða-
og Hafnarsókn í Hornarlirði, alls 9, en tvær voru lagðar niður: Staðarsókn á Reykja-
nesi og Furufjarðarsókn í Grunnavíkurhreppi. Allmikið var og um breytingar á
heitum og mörkum prestakalla og sókna, sjá fyrr nefnd lög.
Aldnr.
Aldur er í öllum töflum miðaður við árslok 1960. Allir fæddir í desember eru
því taldir ári eldri en venja hefur verið að telja þá í manntölum. Argangur 1960
er ekki fulltalinn í töflum, vegna þess að börn fædd í desember 1960 komu að sjálf-
sögðu ekki með í manntalið. Sem næst full aldursskipting þjóðarinnar 31/12 1960
fæst með því að bæta við misrnun lifandi fæddra í desember 1960 og þeirra, sem
dóu í desember 1960 af fæddum 1960. Sú nettóviðbót er 190 sveinar og 179 meyjar.
Þá eiga og til frádráttar öllum eldri árgöngum að koma dánir í desember 1960 úr
þeim, þ. c. 41 karl og 43 konur. — Nettóbreyting í deseinbcr vegna aðfluttra og
brottfluttra var ekki teljandi.
Fœðingarstaður.
Ekki þótti ástæða til að birta viðamiklar töflur um fólksfjöldann eftir fæðingar-
stað, cins og gert hefur verið liingað til, og eru aðeins tvær litlar töflur með þessari
skiptingu, nr. 11 og 12. Aðalástæða þessa er sú, að skipting mannfjöldans eftir
fæðingarstað segir nú orðið lítið til um flutninga innanlands, sökum þess að það
liefur farið meira og meira í vöxt, að konur ættu börn sín á sjúkrahúsi í öðru umdæmi
en þær eru búsettar. Til þess að upplýsingar um skiptingu þjóðarinnar eftir fæðingar-
stað láti í té vitneskju um fólksflutninga, þyrfti að spyrja um lögheimili móður við
fæðingu, en á því eru ýmsir annmarkar, og hefur það aldrei verið gert við manntals-
skráningu hér á landi.