Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 19
Mnnntalið 1960
17*
kvenna liafi verið gerð sæmileg skil. Þó var alloft eyða í dálki barnatölu og var þá
við úrvinnslu talið, að kona hefði ekkert harn átt, nema sérstök ástæða væri til
að ætla annað — þá var konan sett í ,,ótilgreint“ um þetta atriði. Samkvæmt
teljaraleiðbeiningum skvldi rita núll á skýrslu, ef kona hafði ekkert harn átt.
Framfœrendur og framfœrðir.
Af fólki 15 ára og cldra taldist framfært, miðað við ástand í „nóvemhervikunni“:
a) Allar sambúðarkonur, giftar og ógiftar, og jafnt virkar í atvinnulifí sem óvirkar.
Töldust þær framfærðar af maka sínum.
1>) Allir nemendur í lieimili foreldra eða venzlafólks.
c) Allir, sem sagðir voru vera við heiinilisstörf á heimili fjölskyldu sinnar eða
venzlafólks, enda þeir ekki virkir í atvinnulífi. Slíkir einstaklingar voru taldir
framfærðir af húshónda.
Aðrir 15 ára og eldri einstakhngar voru taldir eigin framfærendur (og annarra,
ef svo har undir), þar á meðal t. d. börn á heimili foreldra „starfslaus um stundar-
sakir“ eða án upplýsingar um atvinnu, en hvorki við nám né heimilisstörf, svo og
t. d. fólk á ríkisframfærslu, fangar o. fl.
Börn 14 ára og yngri töldust framfærð af foreldrum (eða húsbónda), nema þau,
sem voru vistfólk í stofnunum, um 800 talsins, og voru þau ekki tengd framfæranda.
Eins var um 250 börn framfærenda, sem höfðu 8 einstaklinga eða fleiri á framfæri
sínu. Var hér um að ræða óhapp í úrvinnslu. I sambandi við tölur um framfærða
verður að hafa í huga þau 1 052 hörn, sem hér um ræðir, og auk þess að sjálfsögðu
hinar 5 613 sambúðarkonur, sem eru virkar í atvinnulífi. Þá er og rétt að geta þess,
að 325 börn 14 ára og yngri voru virk í atvinnulífi í „nóvembervikunni" og eru því
talin framfæra sig sjálf.
í töflu 22A og B er m. a. sundurgrcining á því fólki, sem er framfært af öðrum,
en sambúðarkonur virkar í atvinnulífi eru þar ekki með, og ekki heldur fyrr greind
börn 14 ára og yngri, sem eru virk í atvinnulífi.
í töflu 25 eru sambúðarkonur virkar í atvinnulífi taldar með framfærðu fólki
og þá með í atvinnugrein framfæranda, en ekki í sinni eigin.
í töflum 50 og 52 koma fram allir framfærðir, nema fyrr greind 325 börn,
sem töldust framfæra sig sjálf, og tæplega 100 börn aðallega á framfæri starfsfólks
stofnunarheimila.
Virkir í atvinnulíji og óvirkir.
í samræmi við reglur, sem fylgt er í alþjóðlegri skýrslugerð um atvinnu, er
öllum mannfjölda hvers lands skipt í tvennt. Annars vegar þeir, sem hafa eigin
atvinnutekjur í peningum eða öðru verðmæti — annað hvort af eigin rekstri eða
fyrir vinnu í þjónustu annarra. Þessi hluti þjóðarinnar er \irkur í atvinnulífi eða
atvinnufólk. Hins vegar eru svo þeir, sem framfleyta sér með öðru en atvinnu, þ. e.
eru annað hvort framfærðir af atvinnufólki eða lifa á eftirlaunum eða livers konar
öðrum lífeyri eða á eignum. Þessi mannfjöldi er óvirkur í atvinnulífi.Þar með er
ekki sagt, að hann sé ekki starfandi, því að til hans telst allur sá fjöldi, sem telst
vinna kauplaust að heimihsstörfum á eigin heimili, og eru slík störf talin atvinnu-
störf, ef þau eru unnin — af vandafólki eða vandalausum — fyrir kaup. Hins
vegar teljast til atvinnufólks makar og börn 15 ára og eldri, sem hjálpa til við
atvinnu heimihsföður/heimilismóður, þó að ekki sé um að ræða beina kaupgreiðslu.
3