Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 18
16*
Manntalið 1960
Ríkisborgararéttur.
Töflur urn erlenda ríkisborgara (nr. 11, 13, 15) taka aðeins til útlendinga, sem
taldir eru heimilisfastir hér á landi, en sérstök tafla (nr. 16) er um útlendinga talda
heimilisfasta erlendis, og eru þeir livergi annars staðar með í töflum. í sambandi
við tölu erlendra ríkisborgara á íslandi 1960, og við samanburð við eldri manntöl,
verður að hafa það liugfast, að samkvæmt nýjum lögum um íslcnzkan ríkisborgara-
rétt (nr. 100/1952, gildistaka 1. janúar 1953) fengu erlendar konur, sem giftust
íslendinguin, ekki lengur íslenzkt ríkisfang við giftingu, heldur urðu þær, á sama
hátt og aðrir útlendingar, að sækja um að fá það með lögum.
T rúfélag.
Spurningum manntalseyðublaðsins uin trúfélag var svo að scgja alltaf svarað.
Við samanlmrð á upplýsingum manntals og þjóðskrár um trúfélag kom í Ijós mikið
ósamræmi, sem af eðlilegum ástæðum var að mestu bundið við Reykjavík og Hafnar-
fjörð ásamt nágrenni. Við eftirgrennslanir kom I ljós, að furðu inargir áttu erfitt
með að svara, livor upplýsingin væri rétt. Við úrvinnslu var upplýsing manntals
látin gilda, nema sérstök ástæða væri til að fvlgja þjóðskrá. — Trúfélagsupplýsingar
eru í töflum 19 og 20.
Hjúskaparstétt.
Upplýsingar manntals 1960 um hjúskaparstétt eiga að vera réttari en þær voru í
eldri manntölum, vegna samanburðarins við þjóðskrá, en þar er hjúskaparstétt nær
undantekningarlaust rétt skráð. — Gift fólk, sem er ekki samvistum við maka, er
með giftum í töflum. Sé fólk skilið að borði og sæng ekki talið sérstaklega í töflu,
er það talið með giftum. „Áður giftir“ í töflum eru einvörðungu ekklar eða ekkjur
og lögskilið fóllt. — íslenzkar eiginkonur varnarliðsmanna og hliðstæðra einstaklinga
(sbr. lið 7 á bls. 8*) eru taldar giftar, þó að eiginmenn þeirra séu ekki í manutalinu.
Koma þær því þar fram sem einstæðar giftar mæður með börn, þegar svo ber undir.
— Aðaltöflur um lijúskaparstétt eru nr. 6 og 7.
Sambúdarfólk.
I sambúð er allt gift fólk, sem á saman lieimili, enn fremur maður og kona,
sem eiga barn og búa saman cða á manntalsskýrslu eru sögð lieitbundin eða
þ. h., þótt þau eigi ekki barn saman. Maður og kona, sem hafa átt barn saman
ógift 1953—60 og þar af leiðandi liafa fengið tákn óvígðrar sambúðar í þjóðskrá,
eru og sambúðarfólk í manntali, ef þau búa enn saman 1960. Svo er loks um fólk í
óvígðri sambúð í þjóðskrá 1960, þó að barn eða börn séu ekki lengur bjá þeim. —
Töflur 8 og 9 eru sértöflur um fólk í sambúð.
Frjðsemi kvenna.
Spurt var um tölu allra lifandi fæddra barua, sem hver kona hefði alið. Enn
fremur var spurt um giftingarár þess hjónabands, sem konur voru í á manntalsdegi,
og um tölu lifandi fæddra barna í því. Þegar til kom, þótti ekki ástæða til að gera
töflur um hjónabandsbörn sérstaklega, né um aldur hjónabanda. Hins vegar var
gerð tafla, sem sýnir skiptingu allra kvenna, sem höfðu alið lifandi börn, eftir
barnatölu. í töflu 10 cru konur á aldrinum 15—49 ára flokkaðar eftir tölu lifandi
fæddra barna og þátttöku í atvinnulífi. — Ætla má, að spurningum um frjósemi