Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 14
12
Manntalið 1960
Við samanlmrð íbúatölu mauntals og þjóðskrár fyrir einstök sveitarfélög kem-
ur í ljós, að í 36 sveitarfélögum töldust íbúar flciri í mauntali (alls 717 íbúar), en
í 191 lireppi voru íbúar samkvæmt manntali færri en eftir J)jóðskrá eða jafn margir.
Þegar persónuspjöld ]>jóðskrár 1. des. 1960 lxöfðu verið færð til samræmis við
staðsetningar í manntali eins og þær lágu fyrir cftir samanburð við þjóðskrá, var
hafizt handa um að bcra saman sameiginlcg upplýsingaratriði, þ. c. kynferði, aldur,
fæðingarstað, ríkisl>orgararétt, triifélag, hjúskaparstétt og sainbúð. Oft vantaði upp-
lýsingu í manntali, en bún var þá svo að segja ætíð fyrir hendi í þjóðskrá. Þegar
á milli bar um fæðiugartíma, var þjóðskrá yfirleitt fylgt án þcss að málið væri
athugað nánar. Misræmi í öðrum atriðum var yfirleitt athugað og reyndist upp-
lýsing þjóðskrár að jafuaði réttari. T. d. var nokkuð um það í manntalinu, að lög-
skilið fólk væri talið ógift, og einstaklingar, sem böfðu verið í óvígðri saxnbúð, en
misst maka sinn, voru stundum ranglega taldir ekklar eða ekkjur í manntali. —
Að þessum samanburði loknum voru spjöldin færð til samræmis við upplýsingar
manntals, þar sem upplýsingar þjóðskrár áttu að víkja. Þá lá næst fyrir að gata í
spjöldin þær upplýsingar um atvinnu o. fl., sein aðeins voru í manntali, en áður en
til þess kæmi þurfti að merkja manntalsskýrslurnar, þ. e. færa allar þessar upp-
lýsingar um hvern einstakling til táknmáls samkvæmt þar til gerðum flokkunar-
skrám. Þetta var gert í fjórum áföngum:
Fyrst var inerkt þátttaka eða ekki-þátttaka í atvinnustarfi, svo og tegund
starfsleysis, hvort tvcggja í ,,nóvembervikunni“, og um leið var merkt atvinna í
marz og júlí 1960 fyrir starfslausa í henni.
í næsta áfanga fór fram fullmerking atviunuupplýsinga fyrir þá, sem voru
atvinnuvirkir í nóvembervikunni, þar á meðal merking atvinnu í marz og júlí 1960.
Næst fór fram mcrking náms og tekiuna prófa, og í fjórðu og síðustu uinferð
var heimihsstöðuinerkingin framkvæmd.
Snemma í hverjum merkingaráfanga fór frani endurskoðuu á því, sem búið
var að merkja, til þess að auka starfsöryggi og samræma störf inerkjara. Var t. d.
mjög mikilvægt, að allir merkjarar leystu úr sömu vafaatriðum á sama hátt.
Mikið kvað að því, að lesa þyrfti í málið, vegna óskýrra eða vantandi upp-
lýsinga.
Þá er mcrkingu manntalsskýrslna var lokið, voru tákntölur færðar á vél-
spjald hvers einstaklings, og cftir þeirri áritun voru þær gataðar í spjaldið.
Þar með var spjaldasafn manntalsins 1960 tilbúið til vélvinnslu, en áður en
húu gæti liafizt varð að „kerfissetja“ liinar ýmsu véltöflur, er framleiddar skyldu í
skýrsluvélum. Það var mjög flókið og umfangsmikið verk — tók uni 800 vinnu-
stundir kerfisfræðings. Spjöldin voru síðan unnin hjá Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar, í vélasamstæðu IBM-1401. Villur, sem urðu við vélvinnslu
spjaldanna, var flestar hægt að leiðrétta með endurgerðum véltöflum eða á annan
hátt. En villur, sem slæðzt hafa inn í sjálf spjöldin við merkingu eða götun — og
þær eru óhjákvæmilega þó nokkrar — liafa fæstar verið leiðréttar, og má sums
staðar sjá slíkar villur í töflum, en í öðruin tilvikum er ekki Iiægt að ráða af sam-
hengi, að um villu sé að ræða.