Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1969, Blaðsíða 12
10*
Manntalið 1960
14. livers konar starf í „nóvembervikunniíl: Tilgreina skal tegund þess starfs, sem
hlutaðeigandi liefur í því fyrirtæki eða við þá starfsemi, er um ræðir í lið 12
liér fyrir ofan. Þegar um er að ræða handiðnað, skal upplýsa, livort hlutaðeig-
andi er mcistari, sveinn, iðnnemi eða verkamaður.
15. Atvinna í marz og/eða júlí 1960: Tilgrcina skal atvinnugrein og tcguud starfs í
marz og/eða júlí 1960. Sé um fleiri en eitt starf að ræða, tilfærist það starfið,
sem hlutaðeigandi var lengst við í viðkomandi mánuðum, hvorum uin sig. Ef
um starfsleysi var að ræða, skal það tekið fram.
16. Nám: Upplýsa skal, hvers konar nám á gagnfræðastigi eða þar fyrir ofan
einstaklingur er í þegar manntal fcr frain, svo og um þátttöku í námskeiði
og þ. u. 1.
17. Almennl próf: Tilgreina skal hæsta alinennt próf, sem tekið liefur verið (stúdents-
próf, gagnfræðapróf, laudspróf, unglingapróf, o.s. frv.).
18. Sérgreint próf: Tilgreina skal próf frá sérskóla eða námskeiði, sem útlieimtir
miunst 5 mánaða fullt nám. Tegund prófs, skóli og grein tilfærist, svo og próf-
land, ef það er erlent. Sé um að ræða tvær eða fleiri mismunandi greinar —
sem hver útlieimtir minnst 5 mánaða fullt nám — tilgreinast öll prófin á sama
liátt.
1 skýringum á manntalseyðublaðinu og í sérstöku leiðbeiniugarliefti fyrir
teljara inauntalsins var skilgreining hugtaka og nánari fyrirmæli um framkvæmd
þess. Er hér m. a. um að ræða skilgreiningu á lögheimili (sem er grundvöllur stað-
setningar manna í umdæmi), ó heimili (cinkalieimili og stofnunarlieimih) og á
fjölskyldukjarna. Er fjallað um þessi hugtök í kafla C hér í innganginum.
B. Úrvinnsla manntalsins.
Processing of census material.
Þjóðskráin tekur til allra íbúa landsins og í henni eru á hverjum tíma tiltækar
upplýsingar um nafn og fullt lögheimili lncrs borgara, urn fæðingardag og -ór,
fjölskyldustöðu (að vissu marki), hjúskaparstétt, fæðingarstað, trúfélag og ríkis-
borgararétt, svo og um aðsetur án lögheimilis, ef um það er að ræða. Allt eru þetta
upplýsingaratriði, sem jafnan hafa verið skráð við aðalmanntöl, og svo var að sjálf-
sögðu einnig við manntalið 1960. Til hagræðingar og starfsöryggis þótti rétt að
liagnýta þjóðskróna til liins ýtrasta til úrvinnslu manntalsins. Var það gert á þann
liátt, að afrit var tekið af öllum persónuspjöldum þjóðskrár 1. desember 1960 og
upplýsingar þcirra um ofan greind atriði að vissu marki látin gilda við úrvinnslu
manntalsins. Þegar um var að ræða ósamræmi milli þjóðskrár og maimtals, var
annað livort fært til samræmis við liitt, að fram farinni atliugun. Við þessar upplýs-
ingar þjóðskrár —leiðréttar þcgar svo har undir — bættust svo upplýsingar mann-
talsins um stöðu á hcimili og í fjölskyldu, um atvinnu, nám og tekin próf, svo og
um húsnæði, en niðurstöður manntals 1960 um það eru birtar í sérstakri liagskýrslu
(nr. II, 43).
Hér á eftir er sýnt, hvaða breytingar voru gerðar á bráðabirgðaíbúatölu 1. des-
ernbcr 1960 til þess, að fram kæmi endanleg íbúatala þaun dag samkvæmt þjóðskrá: