Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Síða 2
Vikublað 16.–18. desember 20142 Fréttir Árásin kærð „Það er búið að kæra líkamsárás og það verður rannsakað eins og okkur ber,“ segir Aldís Hilmars- dóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, um líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Sporthúsið í Smáranum í Kópavogi síðastliðið miðvikudagskvöld. Gilbert Sigurðsson greindi frá því á Facebook á fimmtudag að fimm hettuklæddir menn hefðu ráðist á Benjamín Þór Þorgríms- son, Benna Ólsara, fyrir utan Sporthúsið. Aðspurð segir Aldís engan hafa verið handtekinn eða yfir- heyrðan vegna málsins en kæran vegna árásarinnar barst undir lok dags á föstudag. Þá segist Aldís ekki geta staðfest hvort einhver sé grunaður vegna málsins og segir lögregluna ekki vita hverjir árásarmennirnir eru. DV greindi frá því síðastliðinn þriðjudag að Gilbert hefði óskað eftir friði hvað varðar harðar deil- ur sem hann hefur átt í við Hilm- ar Leifsson í um tíu mánuði. Þrír óku í vímu Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók þrjá ökumenn um helgina sem uppvísir urðu að vímu- og fíkniefnaakstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. „Tveir þeirra höfðu neytt áfeng- is og annar af þeim einnig am- fetamíns og metamfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Sá þriðji hafði neytt amfetamíns og var að auki með útrunnin ökuréttindi og án skil- ríkja.“ R úmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn mun þó ekki af- plána nema um þrjá mánuði af dómnum vegna þess hversu langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Dómari féllst ekki á skýringar lög- reglu að rannsókn málsins hefði dregist vegna anna, málið væri alvar- legt og hefði átt að rannsaka tafar- laust. Maðurinn á að greiða konunni 800 þúsund krónur, en konan krafð- ist þess að fá tvær milljónir. Í dómi kemur fram að maður- inn og brotaþoli voru skemmta sér saman á Vestfjörðum, ásamt öðru fólki, í apríl 2012. Þau voru bæði mjög ölvuð og sofnaði konan ölv- unarsvefni á skemmtistað. Sam- ferðafólk konunnar fór með hana heim og sváfu hún og maðurinn í sama rúmi þessa nótt. Maðurinn neitaði ekki að hafa haft samfarir við konuna, en sagði að það hefði verið með samþykki hennar. Konan hefði leitað á hann. Hann vissi að konan var ofurölvi en taldi að hún væri með meðvitund. Eftir um tíu mínútur hafi þau hætt vegna þess að hún var ekki í ástandi til þess að halda áfram. Fyrir dómi kom fram að konan var svo illa haldinn að vitni þurfti að slá hana utan undir og vekja hana þannig fyrr um kvöldið. Konan var meðvitundarlaus og vitnið hélt að hún andaði ekki. Frásögn vitnisins þótti styrkja vitnisburð brotaþola. Konan sagðist sjálf hafa farið að sofa þessa nótt, fullklædd. Hún hefði vaknað í stutta stund við það að mað- urinn var að nauðga henni. Hún var í miklu áfalli en sagðist ekki hafa kom- ið upp orði og hafa sofnað aftur. Hún vaknaði svo við það þegar maðurinn hélt hurð lokaðri og að vinkona henn- ar reyndi að komast inn í herbergið. Konan fór sjálf á neyðarmóttöku. Dómur taldi hafið yfir skynsam- legan vafa að konan hefði ekki ver- ið í ástandi til að samþykkja kynmök. Ákærða hefði átt að vera það ljóst. n astasigrun@dv.is Nauðgaði rænulausri konu Tveggja ára dómur, en þriggja mánaða afplánun Meðvitundarlaus Konan var illa til reika vegna áfengisdrykkju og maðurinn misnot- aði sér ástand hennar. Flugrútur áfram undan- þegnar virðisaukskatti n Þriðja umræða á Alþingi um lög um virðisaukaskatt n Sátt stjórnarandstaða F lugrúturnar, sem flytja far- þega til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, verða áfram undanþegnar virðis- aukaskatti samkvæmt frum- varpi um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem verið hefur til umræðu á Alþingi og í efnahags- og viðskiptanefnd. Starfsemi flugrút- anna, sem meðal annars rekin er af fyrirtækinu Reykjavík Excursions, verður ekki virðisaukaskattskyld þar sem breytingarnar á lögunum um virðisaukaskatt taka ekki til almenn- ingssamgangna sem áfram verða undanþegnar skattinum. Ef frumvarpið um laga- breytingarnar gengur í gegn mun það taka gildi í ársbyrjun 2016. Frumvarpið var meðal annars tek- ið til 3. umræðu á Alþingi á mánu- daginn, þann 15. desember. Eftir þá umræðu getur það orðið að lögum. Markmið að auka gjöld ferðaþjónustunnar Eitt af markmiðum frumvarps- ins er meðal annars að skattleggja með virðisaukaskatti starfsemi inn- an ferðaþjónustunnar sem hingað til hefur ekki verið virðisaukaskatt- skyld, til dæmis allar ferðir og flutningar á fólki sem kalla má af- þreyingarþjónustu. Í greinargerðinni með frum- varpinu, sem er stjórnarfrumvarp sem Bjarni Benediktsson, efna- hags- og fjármálaráðherra leggur fram, segir meðal annars: „Sú starf- semi sem felst í sölu á fólksflutn- ingum í afþreyingarskyni verður því virðisaukaskattskyld verði frum- varpið að lögum. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að starfsemi sem þessi verði felld undir lægra þrep- ið í virðisaukaskatti. Fólksflutn- ingar í afþreyingarskyni eru að stór- um hluta til þjónusta sem beinist að ferðamönnum, svo sem hvala- skoðunarferðir, hestaferðir og út- sýnisflug. Hér undir falla þó einnig tilfallandi fólksflutningar, utan áætl- unar, með hópferðabifreiðum. Þessi starfsemi er í reynd eðlisólík þeim fólksflutningum sem almennt eru kallaðir almenningssamgöngur og ekki þykja standa rök til þess að undanþiggja hana virðisaukaskatti með sama hætti.“ Virðisaukaskattur í lægra þrepi, sem rætt er um þarna, er 12 prósent. Í greinargerð með frumvarpinu er meðal annars bent á að í Danmörku séu almenningssamgöngur ekki virðisaukaskattskyldar. Flokkast sem almenn- ingssamgöngur Því má segja að verið sé að skatt- leggja í auknum mæli starfsemi sem fyrst og fremst beinist að ferða- mönnum. Starfsemi Flugrútunnar er hins vegar einnig talsvert notuð af Ís- lendingum og flokkast sem almenn- ingssamgöngur þar sem rúturnar til og frá Keflavíkurflugvelli eru á áætl- un í viku hverri og öllum opnar og því er um að ræða það sem kallast „reglubundna fólksflutninga“. Munurinn á starfsemi Flugrút- unnar og starfsemi ýmissa annarra fyrirtækja sem bjóða upp á almenn- ingssamgöngur, er að fyrirtækið er í eigu einkaaðila líkt og DV hefur fjall- að um. Stærstu eigendur fyrirtækj- anna eru eignarhaldsfélög í eigu fjölskyldna bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona í gegnum fé- lagið Alfa ehf. sem er eigandi Reykja- vík Excursions og Kynnisferða. Flug- rútan flytur mikið af erlendum ferðamönnum til og frá Reykjavík en einnig nýta íslenskir ferðalangar sér þjónustuna. Í frumvarpinu er ekki gerður greinarmunur á opinberum fyrir- tækjum sem bjóða upp á almenn- ingssamgöngur og einkafyrirtækjum sem bjóða upp á þjónustu sem skil- greind er með þeim hætti. Gagnrýni minnihlutans Efnahags- og viðskiptanefnd hefur rætt töluvert um frumvarpið og skil- aði minnihluti nefndarinnar nefnd- aráliti um það í byrjun desember. Þar sögðu þeir Árni Páll Árnason, Guð- mundur Steingrímsson og Stein- grímur J. Sigfússon meðal annars: „Fjármála- og efnahagsráðherra og meiri hlutinn leggja til að ferðaþjón- usta verði almennt felld undir virð- isaukaskattkerfið. Það er jákvætt skref og löngu tímabært […] Þó tel- ur minni hlutinn að taka hefði átt þennan þátt til athugunar í stærra samhengi til að tryggja fullnægjandi gjaldtöku af ferðaþjónustunni í stað þess að almenningur sé skattlagð- ur með nýjum álögum í þágu ferða- þjónustunnar, eins og ríkisstjórnin boðar nú með nýjum náttúrupassa. Ferðaþjónustan hefur í dag gjald- frjáls afnot af þeirri auðlind sem ís- lensk náttúra er og mikilvægt er að tengja gjaldtöku af greininni sjónar- miðum um sjálfbæran vöxt greinar- innar til að vega upp á móti afnotum og skaða sem ferðamenn kunna að valda á náttúrunni. Benda má á að víða erlendis eru lagðir umtalsverðir skattar á ferðaþjónustuna.“ Almenn ánægja virðist því vera með frumvarp Bjarna en spurt er hvort gengið sé nógu langt. Líkt og DV hefur greint frá þá ríkir nú samkeppni á milli rútufyrirtækja um flutning fólks til og frá Leifsstöð en áður gátu Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum samið við þann að- ila sem bauð best í þjónustuna og hafði viðkomandi fyrirtæki þá einka- rétt á að bjóða upp á hana. Spurn- ingin sem óhjákvæmilega má spyrja er að hvort þessi þjónusta ætti að vera virðisaukaskattskyld í ljósi þess hversu margir ferðamenn nýta sér hana til að komast til og frá Leifs- stöð. n „Þó telur minni hlutinn að taka hefði átt þennan þátt til athugunar í stærra sam- hengi til að tryggja full- nægjandi gjaldtöku af ferðaþjónustunni. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Frumvarp mælist vel fyrir Frumvarp Bjarna Benediktssonar um breytingar á virðisaukaskatti mælist ágætlega fyrir hjá minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar, meðal annars Árna Páli Árnasyni. 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.