Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Qupperneq 10
10 Fréttir Vikublað 16.–18. desember 2014
Bjargað úr hafinu en lokuð inni
n Haldið í lokuðum búðum mánuðum saman n Spúlaðir með köldu vatni til að stöðva útbreiðslu kláðamaurs n Börn send á heimili fyrir geðveika n Fólk geymt í yfirfullum gámum
F
ramtíð þeirra 408 flótta-
manna sem íslenska Land-
helgisgæslan bjargaði af
flutningaskipi og ferjaði
til Ítalíu í síðustu viku er
óljós. Ýmis mannréttindasam-
tök hafa á síðustu árum fordæmt
meðferð ítalskra yfirvalda á fólki
sem kemur þangað í leit að al-
þjóðlegri vernd. Fólki án skilríkja
er komið fyrir í svokölluðum stað-
festingar- og brottvísunarbúðum
[e. Identification and Expulsion
Centres] þar sem fingraför eru tekin
og þau flokkuð. Aðstæður í þessum
búðum eru oftar en ekki hryllilegar
en Amnesty International hefur
meðal annars gagnrýnt að flótta-
fólki sé komið fyrir í yfirfullum gám-
um til lengri tíma.
Myndband sem sýndi slæma
meðferð á flóttafólki í slíkri mót-
tökumiðstöð á ítölsku eyjunni
Lampe dusa, vakti gríðarlega reiði
meðal almennings á Ítalíu síðast-
liðið sumar. Þar sást hvernig flótta-
fólk var neytt til þess að afklæðast
áður en það var sprautað með köldu
vatni í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir smit á maurakláða. Borgarstjóri
Lampedusa sagði að miðstöðin liti
út eins og útrýmingarbúðir og að
Ítalía ætti að skammast sín. Undir
það tók þingmaðurinn Laura Boldr-
ini sem sagði að meðferðin sem
fólkið sætti væri ekki við hæfi í sið-
menntuðu landi. Hælisleitandinn
Osahon Okoro lýsti hörmulegum
aðstæðum flóttafólks á Ítalíu í sam-
tali við DV í janúar: „Það er komið
fram við mann eins og búfénað.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhælgisgæslunni voru börn nið-
ur í þriggja mánaða gömul á meðal
þeirra sem bjargað var. Hrafnhild-
ur Brynja Stefánsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir
að farið hafi verið með flóttafólkið til
borgarinnar Augusta á austurströnd
Sikileyjar á Ítalíu. Í úttekt La Times
frá því í júlí síðastliðnum kemur
fram flóttabörn í Augusta hafi með-
al annars verið hýst á heimilum fyr-
ir geðveika. „Skipulagið er í óreiðu,“
sagði Michele Prosperi, talskona
Save the Children á Ítalíu, í samtali
við LA Times. „Eftir að hafa farið í
gegnum Saharaeyðimörkina og ver-
ið í Líbíu án matar, var það absúrd
fyrir barn að vera sett inn á heimili
geðveikra.“
3.000 látist í ár
Það vakti mikla athygli hérlendis
þegar áhöfn varðskipsins Týs bjarg-
aði í síðustu viku 408 flóttamönnum
af flutningaskipi á Miðjarðarhafi.
Þetta var í annað skiptið á innan við
viku sem áhöfn varðskipsins bjarg-
aði stórum hópi flóttafólks á Mið-
jarðarhafi en vikuna þar á undan tók
áhöfnin þátt í björgun 390 manns af
öðru flutningaskipi. Þannig hefur ís-
lenska Landhelgisgæslan tekið þátt
í því að ferja 798 flóttamenn til Ítal-
íu það sem af er desembermánuði.
Varðskipið Týr tekur þátt í verkefn-
inu á vegum landamærastofnunar
Evrópusambandsins, Frontex.
Þeim fjölgar sífellt sem freista
þess að komast sjóleiðina frá Afríku
til Evrópu. Samkvæmt tölum í
skýrslu IOM (International Org-
anisation for Migration), frá því í
lok september, höfðu fleiri en þrjú
þúsund flóttamenn látið lífið á leið
sinni til Evrópu það sem af er ári.
Þannig er Evrópa langhættulegasti
áfangastaðurinn fyrir flóttafólk en af
þeim 4.077 flóttamönnum sem látið
höfðu lífið um allan heim í lok sept-
ember, voru 3.072 á leið til Evrópu.
Í 216 blaðsíðna skýrslu IOM kem-
ur fram 40 þúsund hælisleitenda og
flóttamanna hafi látið lífið á ferða-
lögum sínum síðan árið 2000, af
þeim voru 22 þúsund að reyna að
komast til Evrópu.
„Það er kominn tími til að
gera meira en að telja fjölda fórn-
arlamba,“ sagði talsmaður IOM,
Lacy Swing, en samtökin vinna náið
með Sameinuðu þjóðunum.
Á ábyrgð Ítalíu
Í tilkynningu frá Landhelgisgæsl-
unni vegna björgunarinnar í síð-
ustu viku kemur fram að neyðarboð
hafi borist frá flutningaskipi síðast-
liðinn miðvikudag og var mögu-
legt að staðsetja skipið með aðstoð
eftirlitsflugvéla. „Var þá óskað var
eftir aðstoð Týs sem var skammt
frá og kom varðskipið á staðinn
um kl.11.00. Þegar komið var að
flutningaskipinu fóru fjórir varð-
skipsmenn um borð til að kanna
ástandið um borð og virtist ástand
flóttafólksins vera þokkalegt. Þar
sem engin áhöfn var til staðar á
flutningaskipinu tóku varðskips-
menn yfir stjórn skipsins og settu
stefnuna til lands ásamt Tý auk þess
sem hlúð var að flóttafólkinu.“
Skömmu síðar stöðvaðist vél
skipsins og var þá í samráði við
ítölsk yfirvöld tekin ákvörðun um
að flytja fólkið yfir í Tý og spænskt
rannsóknarskip og þaðan til hafn-
ar á Ítalíu. „Um átta klukkustundir
tók að ferja fólkið yfir í varðskipið
og rannsóknarskipið með hraðbát-
um varðskipsins.“ Líkt og komið
hefur fram segir Hrafnhildur Brynja
Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslunnar, að farið hafi
verið með flóttafólkið til borgarinn-
ar Augusta á austurströnd Sikileyj-
ar á Ítalíu. „Áhöfn varðskipsins Týs
sá alfarið um flutning úr vélarvana
flutningaskipinu yfir í rannsóknar-
skipið og varðskipið. Átta klukku-
stundir tók að flytja fólkið sem var
á aldrinum þriggja mánaða og upp
úr.“
Aðspurð hvaða verkferlar gildi ef
eitthvert þessa fólks hefði tilkynnt
starfsmönnum íslensku Land-
helgisgæslunnar að það vildi sækja
um hæli á Íslandi, segir Hrafnhild-
ur: „Varðskipið Týr tekur þátt í verk-
efninu á vegum Frontex sem er
landamærastofnun Evrópusam-
bandsins (Ísland er aðili að sam-
starfinu í gegnum Schengen). Þegar
skip starfa fyrir Frontex eins og í
þessu tilfelli, er samkomulag milli
Frontex og þess ríkis sem hýsir að-
gerðina (host country) um að ríkið
sem hýsir aðgerðina taki við fólk-
inu. Í þessu tilfelli er Týr að vinna
undir stjórn ítalskra yfirvalda og
tekur Ítalía á móti öllum þeim sem
bjargað er.“
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Fjölskyldur í varðhaldsbúðum Móðir ásamt barni sínu í varðhaldsbúðum á Grikklandi. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir harkalega að börn séu látin búa við slíkar aðstæður.
Lokaðir inni Hælisleitendur á bak við lás og slá móttökustöðvar á eyjunni Lampedusa á
Ítalíu. Á slíkum stöðum geta menn þurft að dúsa mánuðum og jafnvel árum saman. Mynd ReuteRs
Beðið eftir flutningum Hér má sjá hælisleitendur frá Norður-Afríku sem biðu þess að
komast um borð í skip sem átti að flytja þá í aðrar búðir.
Hamraborg 5, Kópavogi • Opið til 22
alla daga til jóla • Sími 564 3248