Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Side 11
Fréttir Viðskipti 11Vikublað 16.–18. desember 2014
Bjargað úr hafinu en lokuð inni
n Haldið í lokuðum búðum mánuðum saman n Spúlaðir með köldu vatni til að stöðva útbreiðslu kláðamaurs n Börn send á heimili fyrir geðveika n Fólk geymt í yfirfullum gámum
„Við erum ekki dýr“
Lýsti hryllilegum aðstæðum í varðhaldsbúðum S-Evrópu
Aðstæður flóttafólks á Ítalíu, Grikk-
landi og Möltu hafa lengi verið í
umræðunni. Aðstæður eru svipað-
ar og hafa ýmis mannréttindasam-
tök gagnrýnt þær. Í nóvember 2010
birti DV viðtal við hælisleitandann
Yassin Hassan, þar sem hann lýsti
aðstæðum sínum í varðhaldsbúð-
um á Möltu. Lýsingar hans ríma við
lýsingar annarra af reynslu sinni á
Ítalíu.
„Umhverfis okkur var stór vegg-
ur og umhverfis hann var gadda-
vírsgirðing og umhverfis hana var
önnur gaddavírsgirðing. Blaða-
menn mega koma að ystu gadda-
vírsgirðingunni en þeir mega ekki
koma að þeirri næstu vegna þess
að þar eru stórir hundar. Á daginn
eru 16 hundar á verði í kringum
búðirnar en á næturnar eru þeir
22. Þeir gefa þér rúm og teppi og
mánaðarlega gefa þeir þér sápu svo
þú getir þvegið þér og fötin þín. Þú
getur ekki hringt í fjölskylduna. Þú
getur ekki farið út. Þú getur ekki
spilað fótbolta. Það eina sem þú
getur gert er að sofa og borða.
Þú spyrð lögreglumennina
hvers vegna þú sért í haldi og þeir
segja þér að það sé vegna þess að
þú spyrjir of margra spurninga, þú
spyrð þá aftur og þeir láta hund-
inn urra á þig, ef þú heldur áfram
að spyrja taka þeir þig og setja í
lítið herbergi þar sem þú sérð ekk-
ert. Þar verður þú að standa vegna
þess að þar er of lítið pláss til þess
að setjast. Þú getur ekki farið á kló-
settið. Þú færð vatn á þriggja tíma
fresti. Þarna ertu látinn dúsa í 28
tíma þar til þér er sleppt, en þá
eru fæturnir svo dofnir að þú getur
ekki staðið. Ég man að ég hugsaði
stundum: Er þetta Evrópa í dag?“
Yassin hélt áfram: „Það sem þú
upplifir er að fólk verður geðveikt.
Það er verið að fara með fólk á spít-
alann á hverjum degi. Áður en ég
fór fyrirfóru tveir hælisleitendur
sér vegna þess að þeir vissu ekkert
hvert þeir áttu að fara eftir að um-
sókn þeirra hafði verið hafnað. Það
sem þú upplifir er að þú sérð fólk
drekka áfengi hverja einustu nótt
og þú spyrð hvað það sé eiginlega
að gera, hvers vegna það sé að eyði-
leggja líf sitt? Og fólk svarar: „Við
eigum okkur ekkert líf, það er engin
leið héðan, Evrópa ákveður þetta
allt fyrir okkur. Við getum ekki far-
ið aftur til Sómalíu, þannig að hvað
eigum við að gera? Þetta er það
eina sem við höfum.“ Þú upplifir
fullt af hlutum. Sem dæmi þá upp-
lifir þú að sjá móður sem á tveggja
ára barn hinum megin girðingar-
innar, móður sem hrópar yfir til
dóttur sinnar á hverju kvöldi af því
að hún var tekin frá móður sinni og
færð yfir í opnu búðirnar. Klikkaðar
sögur. En það fyrsta sem þú þarft að
hugsa er: Komdu þér í burtu! Farðu
og finndu þér annan stað. Það hlýt-
ur að vera til betra líf en þetta.“
Þá sagðist Yassin óska þess að
Íslendingar sem og aðrir Evrópu-
búar myndu vakna og fara að berj-
ast fyrir mannréttindum. „Við erum
ekki dýr.“
Lagaóvissa
Lögfróðir aðilar sem DV hefur rætt
við benda á að málið sé ekki svona
einfalt. Í þessu samhengi er til að
mynda bent á dóm mannréttinda-
dómstóls Evrópu í máli Hirshi
Jamaa og fleiri gegn Ítalíu. Dómur-
inn komst að því að ítalska ríkið
hefði brotið á mannréttindum
hælisleitendanna þegar herskip
ferjaði þá aftur til Líbíu. Í dómn-
um kemur fram að ef herskip eða
ríkisskip bjargi flóttamönnum um
borð gildir mannréttindasáttmál-
inn. Þannig hefði átt að ferja flótta-
fólkið til Ítalíu þar sem það átti rétt
á málsmeðferð. Í þessu samhengi
má velta því fyrir sér hvort ís-
lenska ríkið beri einhverja ábyrgð
á því fólki sem það bjargar í Mið-
jarðarhafinu.
Í íslenskri þýðingu Mann-
réttindasáttmála Evrópu, 1. grein,
segir: „Samningsaðilar skulu
tryggja hverjum þeim, sem inn-
an yfirráðasvæðis þeirra dvelst,
réttindi þau og frelsi sem skilgreind
eru í I. kafla þessa samnings.“ Bjarni
Már Magnússon, lektor við laga-
deild Háskólans í Reykjavík, benti
á þýðingarvillu í íslensku útgáfu
mannréttindasáttmálans, á mál-
fundinum „Ísland, fullveldið og al-
þjóðasamfélagið“ í Háskóla Íslands
í febrúar í fyrra. „Í íslenskum lög-
um virðist hugtakið yfirráðasvæði
skilið með nokkuð samræmdum
hætti. Þar greindi Bjarni Már frá því
að í ensku og frönsku útgáfu Mann-
réttindasáttmála Evrópu væri ekki
notað hugtakið yfirráðasvæði held-
ur „jurisdiction“ eða lögsaga á ís-
lensku.
Lögsaga eða yfirráðasvæði?
„Í flestum tilfellum virðist vera
átt við landsvæði og land- og loft-
helgi en ekki efnahagslögsögu. Þó
eru til afbrigði og jafnframt virð-
ast þýðingarvillur koma við sögu.
Ég verð að nefna eitt sérkenni-
legt tilfelli sem varðar þó nokk-
uð mikilvægan málaflokk þó það
snerti umfjöllunarefnið ekki beint.
Í 1. grein íslensku þýðingarinnar
á Mannréttindasáttmála Evrópu,
sem eins og kunnugt er hefur
lagagildi, kemur fram að„[s]amn-
ingsaðilar skulu tryggja hverjum
þeim, sem innan yfirráðasvæðis
þeirra dvelst, réttindi þau og frelsi
sem skilgreind eru í I. kafla þessa
samnings.“ Í ensku og frönsku út-
gáfunni, sem eru hinar opinberu
útgáfur samningsins samkvæmt
þjóðarétti, er ekki notað hugtak-
ið yfirráðasvæði heldur „jurisdict-
ion“ eða lögsaga á íslensku,“ sagði
Bjarni Már og hélt áfram.
„Yfirráðasvæði og lögsaga, eru
ekki sami hluturinn. Ríki getur
haft lögsögu utan forráðasvæðis
þess, s.s. yfir skipum og flugvélum
sem skráð eru í viðkomandi ríki
sem og í sendiráðum sínum á er-
lendri grundu. Ég fæ því ekki bet-
ur séð en að samkvæmt orðanna
hljóðan sé landfræðilegt gildissvið
Mannréttindasáttmála Evrópu, að
íslenskum rétti, takmarkaðra en
að þjóðarétti. Þess lags textaskýr-
ing leiðir til þess að líta má svo á
að sáttmálinn gildi ekki um borð í
íslenskum skipum, flugvélum, ís-
lenskum sendiráðum eða annars
staðar þar sem íslenska ríkið hef-
ur lögsögu utan landsteinanna. Ég
er ekki frá því að skoða þurfi þetta
atriði nánar.“
Þá benti hann á að hafa verði í
huga að það sé viðurkennd regla
að norrænum rétti að skýra skuli
lög til samræmis við alþjóðasamn-
inga, sem ríki hefur staðfest eftir
því sem kostur er. Það sé því tæk
lögskýring að skýra hugtakið yfir-
ráðasvæði sem lögsaga í tilviki 1.
greinar sáttmálans. n
Komin til Ítalíu Faðir leikur sér við barn sitt þegar þau koma með ítölsku herskipi til hafnar í borginni Augusta í maí.
Bágar aðstæður Aðstæður flóttafólks á Ítalíu eru vægast sagt bágar.
Hundruðum bjargað Landhelgisgæslan
tók þátt í björgun 408 hælisleitenda af
flutningaskipi í Miðjarðarhafinu. Framtíð
þessa fólks er óljós.
Jólagjöfin hennar
fæst hjá okkur
Zebra Cosmetique
á Laugavegi 62
er með mikið úrval af
snyrtivörum á lágu verði!