Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Qupperneq 15
Umræða 15
Ég er ekki sú karlremba sem
ég er sagður vera
Ég spangóla sjaldnast
á fullu tungli
Berum ábyrgð á
okkar eigin lífi
Einar Guðmundsson kortlagði tunglið og gerir dagatal. – DVJóhanna S. Hannesdóttir skrifaði bókina 100 heilsuráð til langlífis. – DV
Vikublað 16.–18. desember 2014
Mest lesið
á DV.is
1 Hóf einsöng í kassaröð-inni í Krónunni Viðskipta-
vinir vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið
þegar kona ein hóf fallegan einsöng
í kassaröðinni í verslun Krónunnar í
Lindum síðastliðinn sunnudag. Lagið
könnuðust líklega allir þeirra við; Nóttin
var sú ágæt ein.
Lesið: 49.153
2 „Ég næ ekki einu sinni að ná þessari obboðslega
fínu launatölu sem þú nefnir
á Alþingi“ Halldór R. Bergvinsson,
almennur læknir á Landspítalanum,
skrifaði Bjarna Benediktssyni, efna-
hags- og fjármálaráðherra, opið bréf
og sagði launaútreikninga Bjarna ekki
samræmast launaseðlinum sínum.
Lesið: 41.305
3 „Ég var á mjög slæmri leið“ Pétur Örn Guðmundsson
tónlistarmaður tók bestu ákvörðun
lífs síns og hætti að drekka. „Ég veit
hreinlega ekki hvar ég væri í dag ef ég
hefði haldið þessu áfram. Ég var á mjög
slæmri leið og á verri stað andlega en ég
hafði nokkurn tímann verið,“ segir hann í
helgarblaði DV.
Lesið: 31.825
4 Lemstraður lögmaður Hæstaréttarlögmaðurinn
Sigurður G. Guðjónsson þurfti að leita
á slysadeild eftir að hafa dottið illa á
reiðhjóli sem hann var að prófa.
Lesið: 25.813
5 Tony á götunni og betlar sér til matar „Ég veit ekki
hvað ég hef gert til þess að eiga þessa
framkomu stjórnvalda skilið,“ segir Tony
Omos. Hann heldur til á lestarstöð í
Mílanó á Ítalíu. Tony hefur verið ólögleg-
ur innflytjandi á Ítalíu í rúmt ár og hefur
því átt erfitt með að framleyta sér. „Nú
þarf ég að finna leiðir til þess að lifa af.
Ég betla fyrir mat.“
Lesið: 23.506
Guðni Ágústsson segir bók sína um Hallgerði vera bleika til staðfestingar um femínisma hans. – Akureyri Vikublað
T
jáningarfrelsið er þungamiðj-
an i siðuðu samfélagi. Hug-
takið höfðar jafnt til vitsmuna
sem tilfinninga og hverfist um
og skilgreinir sjálfa mennsk-
una. Innan tíðar mun dómur falla
í Hæstarétti sem varðar möguleika
fólks til að tjá sig og þanþol tjáningar-
innar, innan sem utan listaheimsins.
Málið er sérstætt að því leyti að dóms-
orðið mun verða vatn á myllu sköp-
unarkraftsins sama hver niðurstað-
an verður – „win win“ eins og það er
orðað á vondri íslensku. Þessu má lýsa
svona í stuttu máli: Ef stefndi vinnur
málið verður gefið grænt ljós á að tjá
sig með dónaskap og ærumeiðingum
um starfsheiður fólks ef menn vilja
það viðhafa. Verði hins vegar niður-
staða stefnanda í vil fæst viðurkenn-
ing á því fyrir dómstólum að heimilt
sé að vinna að hvers kyns sköpun með
klassískum aðferðum listarinnar.
Háskalegur fótaskortur
Upptök þessa furðulega máls má rekja
til greinaskrifa í Morgunblaðinu á vor-
mánuðum 2013 sem fjölluðu um fram-
tíð Listaháskóla Íslands. Einn ást-
sælasti myndhöggvari þjóðarinnar,
Kristinn E. Hrafnsson, fann sig knúinn
til að veitast að starfsheiðri nýráðins
rektors, Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur, í
blaðagrein með fyrirsögninni Og/eða.
Ásmundur Ásmundsson, virkur lista-
maður af yngri kynslóð, gekk fram fyrir
skjöldu henni til varnar með greininni
Góður drengur/rétt manneskja. Krist-
inn sneri þá viðbrögðum sínum alfar-
ið að Ásmundi í greininni Þverfræði og
vandar kollega sínum ekki kveðjurn-
ar og uppnefnir hann „þvergirðing,“
„kverúlant,“ „gamaldags“ og „ráðs-
mann.“ Þetta eru út af fyrir sig mein-
laus og brosleg ummæli en Kristni vex
svo ásmegin og „orðhefndin“ fer al-
gerlega úr böndunum, svo vitnað sé
í lögfræðina, þegar hann fullyrðir að
Ásmundur sé „kunnastur fyrir að eyði-
leggja listaverk annarra listamanna.“
Myndhöggvaranum verður svo enn
fótskortur á tungunni í vitnaleiðslum
í héraðsdómi þar sem hann áréttar,
án minnstu vísbendinga um iðrun, að
listaverk Ásmundar séu ekkert annað
en glæpaverk og listsköpun hans sé í
rauninni refsivert athæfi.
Ofstopafull orðhefnd af þessu
tagi er ígildi þess að í blaðagrein um
kjaramál heilbrigðisstétta væri órök-
studd fullyrðing þess efnis að tiltekinn
læknir væri þekktastur fyrir lækna-
mistök og að hafa valdið sjúklingum
heilsutjóni og jafnvel dauða. Eða í um-
ræðum um menntamál væri haldið
fram að kennari væri kunnastur fyrir
að brjóta niður sjálfstraust barna með
andlegu ofbeldi og einelti og legði sig
fram um að grafa undan framtíðar-
möguleikum þeirra. Órökstuddar að-
dróttanir af þessu tagi sem kalla mætti
háskaleik með orð, geta leitt til mann-
orðsmorðs sem er ógerningur að
bæta fyrir, þrátt fyrir sterk og réttmæt
viðbrögð viðkomandi einstaklinga og
jafnvel starfsgreinasambanda.
Að fengnu áliti hæfustu manna var
því talið nauðsynlegt, með tjáningar-
frelsið að leiðarljósi, að fara fram á fyr-
ir dómstólum að ofangreind ummæli
Kristins um meint refsivert athæfi Ás-
mundar væru dæmd dauð og ómerk
og krafist viðeigandi miskabóta og
refsingar. Kristinn, þ.e. stefndi, var
sýknaður í héraðsdómi en málinu
áfrýjað til hæstaréttar þaðan sem
dóms er að vænta á næstu dögum.
Kosmísk palletta
Listaverk sem skipta máli koma
fram með löngu millibili. Slagkraftur
slíkra verka byggir á hárfínu efnisvali
ásamt ísmeygilegri samsetningu á lif-
andi táknmáli og óræðum vísunum.
Slík verk eru í rauninni merkingar-
þrungin táknfræðileg púðurtunna og
orkuuppspretta framtíðarinnar. Þau
hræra jafnt upp í undirmeðvitund-
inni sem og í ríkjandi hugmynda-
fræði, setja spurningarmerki við gefn-
ar leikreglur og eignarhald, varpa ljósi
í skúmaskotin, gefa hagsmunagæslu
og hræðslubandalögum langt nef, en
finna um leið smugur, marka ótroðn-
ar slóðir og kveikja neistann í kulnaðri
leikgleði.
Margt hefur gerst í listum síðustu
hundrað árin og vettvangur sköp-
unarinnar verið víkkaður og dýpkað-
ur. Óvæntu ljósi hefur verið varpað á
mannlega tilveru með beitingu nýrra
aðferða og það er nútíma klassík í
myndlist að blása lífi í hlutlaust og líf-
vana hráefni, fundna hluti eða fjölda-
framleitt góss og umbreyta því í lista-
verk. Þannig hafa myndlistarmenn
fyrir löngu sprengt af sér fjötra lita-
kassans, blindrammans og vinnu-
stofunnar. Þeir hafa þess í stað gert
nærumhvefið, eigin líkama og al-
heiminn að mögulegri pallettu í verk-
um sínum. Þessir landkönnuðir and-
ans eru óþreytandi í leit sinni að
blæbrigðum og hughrifum og bera
jöfnum höndum niður í steina-, dýra-
eða jurtaríkinu, veröld gerviefnanna,
sýndarveruleika og astral-planinu.
Kærleiksríkir samúræjar
Undirrituð vonast til að listamenn
kynni sér vel dómsorð Hæstaréttar og
nýti sér það sem áskorun til að hrista
af sér sinnuleysið og drungann. Nái
aftur vopnum sínum og sæki fram til
nýrra landvinninga í sköpunarstarfi
hvort heldur til að fínstilla tjáningar-
frelsið með klassískum aðferðum eða
til að útvíkka það á háskalegan en um
leið spennandi hátt. Allir ærlegir lista-
menn eru og verða hinir einu sönnu
samúræjar tjáningarfrelsins og þeim
er öðrum mönnum fremur treystandi
til að beita vopnum tungumálsins, á
réttum tíma og á réttum stöðum, af
dómgreind, snerpu og kærleika. n
Ásmundur Ásmundsson,
Hannes Lárusson,
Tinna Grétarsdóttir
Fallegasta orð í heimi
Myndin Vetur um allt land Síðustu daga hafa veður verið válynd um allt land með stuttum hléum. Reyndar er útlit fyrir áframhaldandi vetrarveður næstu daga, samkvæmt spánum. Mynd SiGtryGGur ari