Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 18
18 Neytendur Vikublað 16.–18. desember 2014
L
ítil dós af Jólajógúrt frá MS
sem markaðssett er fyrir
börn inniheldur viðbættan
sykur sem nemur tíu sykur-
molum. Aðrar jólamjólkur-
vörur MS eru einnig drekkhlaðnar
sykri en fyrirtækjum á borð við MS
ber engin skylda til að upplýsa um
sykurinnihald á umbúðunum. For-
eldrar og forráðamenn eru því jafn-
an fullkomlega ómeðvitaðir um að
þeir séu í raun að gefa börnunum
dulbúið sælgæti, en ekki heilnæma
mjólkurvöru í millimál.
Dísætur eftirréttur
Blaðamaður var staddur í mjólkur-
kælinum í Bónus Holtagörðum á
dögunum þar sem blasti við hon-
um mannhæðarhár frístandandi
rekki með sérstökum jólavörum frá
MS. Staðsetningin var líklega engin
tilviljun, beint á móti mjólkurrekk-
anum þar sem flestir viðskiptavin-
ir stoppa. Á meðan fullorðna fólk-
ið raðar mjólk í innkaupakerruna
leita augu barnanna í litríkar jóla-
umbúðirnar sér á vinstri hönd. Þar
sem blaðamaður stóð og virti inni-
hald MS Jólajógúrtar fyrir sér heyrði
hann börn suða í foreldrum sínu
hvert af öðru. Það hljóp á snærið hjá
einum ungum dreng sem fór heim
með dós af Jólajógúrt í farteskinu
og vilyrði um að innihaldsins mætti
hann neyta eftir kvöldmat. Móðir
hans virðist því hafa verið meðvit-
uð um að innihaldið væri meira í
ætt við dísætan eftirrétt en nokkuð
annað.
Þetta vakti áhuga blaðamanns
á að endurtaka það sem DV gerði
í sumar með nokkra áberandi og
vinsæla barnadrykki og rýna í
falda sykurinn í þessum jólavörum
mjólkurrisans. Í Bónus má finna
þrjár tegundir úr sérstakri jólavöru-
línu Mjólkursamsölunnar (MS).
Hátíðarjógúrt með súkkulaði og
kókos, títtnefnda Jólajógúrt með
jarðarberjum og meðlæti og loks
Jóla-engjaþykkni með hrískúlum.
En það er smá kúnst að finna syk-
urinnihald í mjólkurvörum því taka
þarf tillit til náttúrulega mjólkur-
sykursins sem finna má í öllum
mjólkurafurðum.
Svona finnur þú
sykurinnihaldið
DV fékk þær upplýsingar frá MS fyr-
ir nokkrum árum að þumalputta-
reglan væri sú að draga 4 grömm
(eða fjögur prósent) af 100 grömm-
um af uppgefnu magni af kolvetn-
um í því magni vörunnar. Ef upp-
gefin kolvetni í 100 grömmum af
mjólkurvöru eru t.d. 27,3 grömm
þá má finna út að sykurinnihaldið,
sé 23,3 grömm sem jafngildir tæp-
lega 12 sykurmolum, sem hver er 2
grömm á þyngd.
Með þessa þumalputtareglu
var því einfalt að finna hvert magn
viðbætts sykurs væri í hverri dós af
þessum þremur jólavörum MS.
Litlu minna en í Coke
Í 180 gramma dós af Hátíðarjógúrt
nreyndust vera 15,84 grömm af
viðbættum sykri eða sem nemur
8 sykurmolum. Í jógúrtinni eru
kókos- og súkkulaðiagnir en það
síðarnefnda hefur vafalaust áhrif á
sykurinnihaldið.
Í 150 gramma dós af Jóla-engja-
þykkni eru 18,75 grömm af viðbætt-
um sykri eða sem nemur 9 sykur-
molum. Eins og flestir vita þá er
engjaþykkni þannig að jógúrtin er í
sér hólfi en hér eru súkkulaðikorn-
kúlur í aðskildu hólfi. Þessar korn-
kúlur eiga sinn þátt í að hífa upp
sykurmagnið.
Og í 165 gramma dós af títt-
nefndri Jólajógúrt var að finna
hvorki meira né minna en 29,79
grömm af viðbættum sykri eða sem
nemur ríflega 10 sykurmolum. Á
þessari dós er hólf í lokinu fyrir svo-
kallað meðlæti. Um er að ræða litlar
súkkulaðihúðaðar hrískúlur og lit-
ríkar sykurflögur sem ætlaðar eru til
íblöndunar. Án nokkurs vafa á þetta
dísæta meðlæti sinn þátt í að hækka
sykurmagnið.
Sykurbombur í jólabúningi
n Þurfa ekki að segja þér frá viðbætta sykrinum n Það mun þó brátt breytast þegar ný
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
8
sykurmolar
Hátíðarjógúrt
– með súkkulaði og kókos
n Þyngd: 180 gr
n Verð: 148 kr
n Samtals viðbættur sykur: 15,84 gr
Vikublað 13.–15. maí 2014
Vikublað 13.–15. maí 2014
Neytendur 25
24 Neytendur
SakleySiSlegar Sykurgildrur
Þ
etta er vara sem höfðar til
barna. Það er engin tilvilj-
un hvernig verslanir stilla
upp vörum sínum. Þetta er
að sjálfsögðu útpælt,“ segir
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. DV leitaði
álits hjá honum á staðsetningu Hello
Kitty-gosdrykks í verslun Hagkaupa í
Skeifunni. Þar er hann í augnhæð fyrir
lítil börn, neðarlega í hillu umkringd-
ur öðrum dísætum ávaxtadrykkjum.
Umbúðirnar eru skærbleikar með
stórri mynd af hinni ástsælu teikni-
myndapersónu framan á og eru aug-
ljóslega markaðssettar fyrir börn.
Drykkurinn er þó ekki jafn sak-
laus og teiknimyndapersónan Hello
Kitty því ein lítil dós inniheldur meiri
viðbættan sykur en í sama magni af
Coca-Cola. Óhófleg sykurneysla er
ein stærsta heilbrigðisváin sem steðj-
ar að Íslendingum í dag.
Kitty skákar Coke
Reglulega kemur upp umræða um
sykurleðjudrykki og aðra óholl-
ustu sem markaðssett er fyrir börn
en blaðamaður veitti umræddum
drykk og staðsetningu hans athygli
í verslun Hagkaupa í síðustu viku.
Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir
tilviljun eina hafa ráðið því hvar
drykkurinn endaði í hillunni.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd þá inniheldur lítil, sakleysisleg
250 millilítra dós af Hello Kitty-gos-
drykknum heil 30 grömm af sykri, eða
sem nemur 15 sykurmolum. Til sam-
anburðar þá eru „aðeins“ 27 grömm
af sykri í sama magni af Coca-Cola,
sem flestir eru meðvitaðir um að er
lítið annað en sykurvatn. Foreldrar
ættu því ekki að láta fagurbleikar um-
búðirnar og góðlátlegt andlit teikni-
myndakisunnar blekkja sig.
Ætti að vara við drykknum
Jóhannes segist þeirrar skoðunar að
það ætti að vara sérstaklega við vör-
unni vegna mikils sykurmagns og
gagnrýnir hillustaðsetninguna.
„Það fyrsta sem hvarflar að manni
er að þarna er verið að setja vöruna í
augnhæð fyrir börn og mér finnst það
ekki sæmandi sómakærri verslun.“
Í verslun Hagkaupa á Eiðistorgi á
Seltjarnarnesi var einnig hægt að fá
Hello Kitty-drykkinn en rétt er að taka
það fram að þar voru dósirnar stað-
settar ofar í rekkanum og ekki í beinni
augnhæð fyrir börn.
Óformleg og ekki tæmandi athug-
un DV í öðrum verslunum leiddi í ljós
að Hello Kitty-gosdrykkurinn er ekki
seldur í verslunum Bónuss, Krónunn-
ar eða Nettó úti á Granda en hann er
fáanlegur í Melabúðinni í Vesturbæn-
um þar sem honum er stillt upp í kæli
við afgreiðslukassa og útgang.
Þó aðrar verslanir selji ekki um-
ræddan Hello Kitty-drykk, sem vissu-
lega er sláandi birtingarmynd mark-
aðssetningar óhollustu gagnvart
börnum, þá eru þær síður en svo
saklausar af því að selja sambæri-
lega óhollustu. Aðrir vinsælir ávaxta-
drykkir, drekkhlaðnir sykri, eru þar í
boði sem og víðar.
Vinsæl sykurskot
Einn vinsælasti ávaxtadrykkurinn
hjá börnum í dag er Fruit Shoot sem
einnig er fáanlegur í flestum matvöru-
verslunum. Drykkurinn er seldur í
kippum sem inniheldur fjórar flöskur
sem virðast sakleysislegar og jafnvel
innihalda eitthvað heilnæmt. Þegar
nánar er að gáð kemur í ljós að í hverri
200 millilítra flösku kippunnar leynast
22 grömm af sykri. Í hverri kippu eru
því samtals 88 grömm af sykri.
Þessi drykkur er markaðssettur
fyrir börn og meðal annars auglýstur
í sjónvarpi, útvarpi og í sérstökum
rekkum í matvöruverslunum und-
ir yfirskriftinni „Fyrir fjöruga krakka.“
Vafalaust verða þeir fjörugir í ein-
hvern ákveðinn tíma eftir 22 gramma
sykurskot.
Meira að segja hinn sívinsæli
Svali, sem einnig er markaðssettur
sérstaklega fyrir börn, inniheldur
mikið magn viðbætts sykurs.
Nota börnin
Jóhannes bendir á í þessu samhengi
að það sé heldur engin tilviljun að
verslanir hafi sælgæti við kassana.
Uppröðun í verslunum séu útpæld
vísindi til að fá viðskiptavini til að
kaupa sem mest og hafa áhrif á okkur
í gegnum börnin.
„Eitt sinn sagði bandarískur sölu-
sérfræðingur: Besta leiðin að buddu
foreldranna liggur í gegnum börn-
in. Ég held að það sé mjög margt til í
þessu, því miður.
Börnin suða í búðunum, þessi vara
höfðar til þeirra, þau fara kannski að
gráta og þá er oft þægilegasta lausnin
að kaupa sér frið. Þarna eru verslanir
að koma foreldrum í mjög erfiða stöðu.“
n Drykkjum sem drekkhlaðnir eru sykri otað að börnum n Heilnæmar teiknimyndafígúrur notaðar til að villa um fyrir þér n Hello Kitty skákar Coke
Markaðssetning sem beinist að börnum varðandi óholl matvæli á aldrei rétt á sér,“ segir Ólöf Helga Jónsdóttir,
doktor í næringarfræði. Hún segir
mjög ung börn þekkja vel vöru-
merki sem beint er að þeim og eru
oft tengd teiknimyndum sem þau
sæki í. Því miður nýti markaðurinn
sér það oft og tíðum.
„Foreldrar eru líka oft að gefa
börnum sínum einhver matvæli
sem þeir telja vera holl en eru svo
stútfull af sykri, þar sem sykur leyn-
ist í gríðarlega mörgum matvælum.“
Fjórðungur frá sætindum
Ólöf bendir á að samkvæmt
landskönnun á mataræði sex ára
barna sem Rannsóknastofa í nær-
ingarfræði framkvæmdi á árunum
2011–2012 kom fram að nær fjórð-
ungur af heildarorku barnanna
kom úr fæðu sem er tiltölulega nær-
ingarsnauð. Matvæli á borð við kex,
kökur, gos- og svaladrykki, sæl-
gæti og ís. Einnig kom fram í rann-
sókn þessari að meðalneysla á gos-
og svaladrykkjum var rúmlega 800
millilítrar á viku og þau 10 prósent
barna sem mest neyttu af gos- og
svaladrykkjum drukku um tvo lítra á
viku. Eins var neysla á kexi og kök-
um næstum þrisvar sinnum meiri
en neysla á trefjaríku brauði. Neysla
þessara barna á áðurnefndum
sætindum var sambærileg í grömm-
um talið og meðal fullorðinna
einstaklinga á aldrinum 18–80 ára.
Þó er orkuþörf sex ára barna einung-
is um 60% af orkuþörf fullorðinna.
Sykurneysla og sjúkdómar
„Það þarf að taka það alvarlega hve
stór hluti mataræðis ungra barna
kemur úr sykurríkum og tiltölu-
lega næringarsnauðum vörum.
Mikilvægt er að grípa strax inn í og
minnka sykurneyslu barn og draga
þannig úr líkum á offitu og lífs-
stílstengdum sjúkdómum seinna á
lífsleiðinni,“ segir Ólöf. Börn þurfa
orku og næringarefni fyrir vöxt og
þroska en ef vörur sem innihalda
mikinn sykur verða of stór hluti fæðu
þeirra þá er alltaf hætta á að það taki
pláss frá næringarríkum og hollum
mat. „Ef sykur verður of stór hluti
fæðunnar er alltaf hætta á óhóflegri
þyngdaraukningu sem oft viðhelst til
fullorðinsára, og einnig verri tann-
heilsu.“
Blaðamaður hefur einnig kynnt
sér rannsóknir þar sem sykur er
tengdur, auk sykursýki II, hækk-
uðu kólesteróli sem getur leitt til
hjartasjúkdóma, sykur er talinn
auka líkur á hjartaáfalli, þvagsýru-
gigt, hækkuðum blóðþrýstingi, auk-
inni fitumyndun í lifrinni sem leiðir
til fitulifrar auk þess sem hann hef-
ur verið tengdur við krabbamein af
vísindamönnum. Það er því ljóst
að mikilvægt er að grípa strax í
taumana.
Þörf á aðgerðum
Ólöf bendir á að fæðuvenjur mótist
að miklu leyti í barnæsku og mikil-
vægt sé að börn læri snemma að
borða hollan og fjölbreyttan mat og
minna af sykurríkum vörum til að
hægt sé að sporna gegn hraðri þró-
un ofþyngdar, offitu og annarra lífs-
stílstengdra sjúkdóma. Það er mikil
þörf á markvissum íhlutunum með-
al barna í landinu sem miða að því
að bæta mataræði barna og ung-
linga. Rannsóknir hafa sýnt að
íhlutun í formi fræðslu og verkefna
í samstarfi við heimili og skóla er
áhrifarík leið til þess að auka ávaxta-
og grænmetisneyslu barna, eða
koma í veg fyrir minnkandi neyslu
með hækkandi aldri. Svipaðra að-
gerða væri þörf til að draga úr sykur-
neyslu barna á Íslandi.
*Upplýsingarnar sem Ólöf Helga
vísar til eru fengnar úr rannsókninni
„Landskönnun á mataræði sex ára
barna 2011–2012“. Höfundar: Ingi-
björg Gunnarsdóttir, Hafdís Helgadótt-
ir, Birna Þórisdóttir, Inga Þórsdóttir.
Birt í Læknablaðinu í janúar 2013.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Sakleysislegar sykurgildrur
10 sykurmolar
Svali hefur um áratugaskeið verið vinsæll
hjá íslenskum börnum. Hann inniheldur
viðbættan sykur sem samsvarar rétt tæp-
lega tíu sykurmolum en inniheldur einnig
ávaxtasafa úr þykkni sem inniheldur sykur.
Enginn við-
bættur sykur
Hér til hliðar má sjá dæmi um
þrjá drykki sem innihalda engan
viðbættan sykur. Aðeins sykur
sem er að finna í þeim ávöxtum
sem þeir eru unnir úr. Latabæj-
ar-Brazzi inniheldur 23 grömm
af náttúrulegum ávaxtasykri.
Trópí appelsínusafi inniheldur
inniheldur 28 grömm af náttúru-
legum ávaxtasykri. Flórídana
heilsusafi inniheldur 17,4 grömm
af náttúrulegum ávaxtasykri.
11 sykurmolar
Fruit Shoot er markaðssett
undir yfirskriftinni „Fyrir
fjöruga krakka“ og nýtur mik-
illa vinsælda hjá börnum.
15 sykurmolar
Í þessari 250 millilítra dós af
Hello Kitty-gosdrykknum er
sykurmagn sem samsvarar
um það bil fimmtán sykur-
molum. Meira en í sama
magni af Coca-Cola.
Flagð undir
fögru skinni
Hér má sjá dæmi um þrjá drykki sem höfða til, og eru
vinsælir meðal barna, en eru fullir af viðbættum sykri.
Hér táknar einn sykurmoli um 2 grömm af sykri.
Tilviljun segir Hagkaup
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa, segir hins
vegar að það sé tilviljun ein að um-
ræddur drykkur hafi verið í kjörhæð
fyrir lítil börn í hillum verslunarinnar.
Hann hafi bara verið settur þar sem er
pláss.
„Það er engin svona djúp hugsun
að baki hér á Íslandi. Við höfum ekki
efni á svo fínni markaðsdeild,“ segir
hann um staðsetninguna og ítrekar að
það sé ekki meðvituð ákvörðun tek-
in af versluninni Hagkaupum. Hann
viðurkennir þó að drykkir sem þessir
séu auðvitað bara eins og sælgæti.
En Hagkaup er ekki að fara að taka
drykkina úr sölu og á meðan varan
selst standi hún til boða.
„Við náttúrlega gerum út á vöru-
úrval og bjóðum upp á allt sem er
í boði á markaðnum og svo ef það
selst ekki þá dettur það út aftur,“ segir
Gunnar Ingi. Það væri ríkisvaldsins,
ekki verslana að ákveða að banna ein-
hverja vöru. „Við spilum eftir reglun-
um. Hitt væri komið út fyrir ystu mörk
ef við ættum að vera með einhverja
forsjárhyggju í versluninni.“
Þannig að Hello Kitty verður áfram
í hillunum?
„Við erum ekkert að taka hana úr
sölu ef hún er ekki ólögleg. Hún er
ekki ólöglegri en Snickers-ið í hill-
unni.“
Lærðu að lesa á umbúðir
Það er mikilvægt fyrir þá sem vilja
vera upplýstir neytendur að kunna að
lesa á umbúðir og rýna í innihalds-
lýsingar. Það dugar nefnilega ekki að
lesa bara í sykurtölurnar á umbúðun-
um því sykur er ekki það sama og við-
bættur sykur.
Hundrað prósent hreinn ávaxta-
safi, sem til dæmis er unninn úr
þykkni, inniheldur til að mynda syk-
ur en það er ekki viðbættur sykur. Það
er sykur sem er frá náttúrunnar hendi
í ávextinum sem safinn er unninn úr.
Viðbættur sykur er í flestum tilfell-
um óvinurinn. Hann má greina með
því að lesa innihaldslýsinguna. Þar
getur til dæmis verið gefið upp: Vatn,
sykur, ávaxtasafi úr þykkni. Þarna er
sykurinn viðbættur og sérstaklega til-
greindur sem slíkur. Einnig gildir um
þessa röð innihaldsefna sú þumal-
puttaregla að það sem er nefnt fyrst er
það sem mest er af og svo koll af kolli.
Ef þú þekkir þennan mun, og bæt-
ir umbúðalæsi þitt, þá getur þú betur
sneitt fram hjá viðbættum sykri, þér
og fjölskyldu þinni til heilsubótar. n
Börn þurfa ekki allan þennan sykur
n Getur aukið líkur á ýmsum sjúkdómum n Aðgerða er þörf til að draga úr sykurneyslu íslenskra barna
Aldrei réttlætanlegt Ólöf Helga
starfar sem næringarfræðingur við
Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hún segir
markaðssetningu óhollustu sem beinist að
börnum aldrei réttlætanlega.
„Besta leiðin
að buddu
foreldranna liggur
í gegnum börnin
Ætti að vara við drykknum Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna,
segir það ekki sómakærri verslun sæmandi að
halda sykurhlöðnum drykkjum á borð við Hello
Kitty-gosið svo skammlaust að börnum.
Í kjörhæð fyrir börn Hinn sykurhlaðni
Hello Kitty-gosdrykkur er í augnhæð fyrir lítil
börn í Hagkaup í Skeifunni. Börnin laðast að
hinum skærbleika lit og hinni heimsþekktu
teiknimyndapersónu. Innihaldið er allt ann-
að en saklaust. MyNd SiGurður MiKAeL JóNSSoN
13. maí 2014 Fjallað var ítarlega um falinn sykur í drykkjum í DV í vor.
„Ef viðbættur syk-
ur er í vörum á það
skilyrðislaust að koma
fram á umbúðum um hve
mikið magn sé að ræða.
Þ
ó að tölvuleikir fyrir leikja-
tölvur á borð við Playstation 4
og Xbox One séu orðnir hálf-
gerð lúxusvara þegar horft er
til þess að þeir kosta flestir í kring-
um tólf til þrettán þúsund krónur þá
eru þeir engu að síður vinsæl jóla-
gjöf. Ofbeldisfullir tölvuleikir toppa
vanalega flesta vinsældalista og af
þeim sökum freistast margir foreldr-
ar og forráðamenn til að stinga þeim
í pakkann hjá börnum og ungmenn-
um þrátt fyrir aldurstakmarkanir
sem á þeim eiga að hvíla.
Vefsíðan Consumer Reports
hefur því tekið saman leiðarvís-
ir fyrir eldri kynslóðina yfir þá leiki
sem ESRB (Entertainment Software
Rating Board) telur að ekki séu ætl-
aðir börnum yngri en 17 ára og ættu
því ekki að rata í jólapakka þeirra
sem yngri eru. Í mörgum tilfellum
eru þessir leikir bannaðir innan 18
ára hér á landi.
1 Grand Theft Auto V. Einn vinsælasti en jafnframt ofbeld-
isfyllsti og umdeildasti tölvuleikur
sögunnar. Hér hafa leikmenn
fullkomið frelsi til að gera það sem
þeim sýnist hvort heldur sem það
er að fremja morð eða aðra glæpi á
borð við það að stela bílum með því
að draga ökumenn út úr þeim. Berja
gangandi vegfarendur til bana og
hirða af þeim peninga eða stunda
hvers kyns ólöglega glæpastarfsemi.
2 Watch_Dogs. Þessum leik svipar til GTA að því leytinu
til að hér hefur spilarinn frelsi til
að gera það sem honum sýnist í
hlutverki Aidens Pearce, fyrrverandi
glæpamanns og hakkara sem tekur
réttlætið í eigin hendur og leitar
hefnda vegna atburða úr fortíðinni.
Leikurinn fer inn í mörg skuggasund
tilverunnar sem ekki eru ætluð
börnum.
3 The Evil Within. Verulega óhuganlegur og hrollvekjandi
leikur sem er svo blóðugur og of-
beldisfullur að hann býður þér upp
á að setja síu á til að takmarka allan
hryllinginn. Eitt atriði er sérstaklega
nefnt þar sem aðalsögupersónan
er afhöfðuð mjög myndrænt með
keðjusög ef henni mistekst að
sleppa úr prísund sinni.
4 Assassin's Creed. Þess-ir leikir eru fyrst og fremst
bannaðir börnum vegna þess að
þeir snúast um leigumorðingja og
leikmenn þurfa að drepa fólk með
frumstæðum vopnum.
5 Sunset Overdrive. Kann að virðast saklaus á yfirborðinu
enda í teiknimyndastíl en ekki láta
barnalegt yfirbragðið blekkja þig.
Hér þarf spilarinn að drepa bæði
stökkbreytt kvikindi og fólk svo
blóðið flæðir. Hægt er að sía út
mesta hryllinginn en þessi er ekki
fyrir börn. n mikael@dv.is
Þessir eru of ofbeldisfullir fyrir börn
Fimm tölvuleikir sem ekki ættu að vera í jólapakkanum hjá krökkum
Evil Within
Aðalsögupersónan
er afhöfðuð með
keðjusög ef illa fer.
Leikurinn er ekki við
hæfi einstaklinga
undir 18 ára aldri.