Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Síða 23
 23Vikublað 16.–18. desember 2014 L73, Laugavegi 73 „Jólastellan er mætt í hús í hátíðarbúning.“Vetrarljóð S lái maður Uniimog inn í google fær maður upp United Nations Iran-Iraq Military Observer Group, stofnun sem sá um að framfylgja vopnahléi Íran og Írak eftir 1988. Allt frá Franz Ferdinand hefur það verið algengt að hljóm- sveitir sæki nöfn sín til stjórn- málasögunnar, svo sem British Sea Power eða Spring Offensi- ve, án þess endilega að það rati inn í texta. Uniimog þessi virð- ist við fyrst sýn vera súpergrúppa með Ásgeir Trausta innanborðs og Samma í Jagúar til aðstoðar, en Þorsteinn Einarsson sér að mestu um lagasmíðar. Og það er gam- an að heyra plötu þar sem nokk- uð er lagt í íslenska texta, þó að andinn sé meira í ætt við Tómas Guðmundsson en Rauða penna. Fjalla þeir flestir um náttúruna og ástina og er höfundur hrifinn af hvoru tveggja, þó einsemdin sé aldrei langt undan. Íslensk texta- gerð þessa dagana virðist frem- ur fjalla um rómantíkina (í víð- um skilningi) en þjóðmálin. Vetur konungur leikur stórt hlutverk á plötunni, eins og menn hafi vitað þegar þeir tóku hana upp að snjó- þungi væri í nánd, eða ætli þetta sé metafór fyrir þjóðarsálina? Platan byrjar vel og við tjörnina, ekki þó Reykjavíkur heldur mögulega for- sögulega, en verður fastari í rúmi þegar gengið er yfir Herðubreið til að vitja ástarinnar. Hæst rís hún á hinu gullfallega titillagi og síðan er haldið inn í draumaland sem er frekar bókstaflegt en ort gegn virkj- unum. Við göngum áfram inn í myrkrið og nóttina, en enn leynast rúsínur í pylsuenda. Hegðun skýja um vetur er, eins og nafnið bendir til, eitt best orta kvæði plötunnar, með hendingum á borð við „falið hálendið undir hvítum dúk/Snær vill stríð og af hans vörum blæs um hríð.“ Endað er á þjóðlaginu Vetr- arhríð, og á það einstaklega vel við. Það mættu vera fleiri tindar og færri dalir á plötunni, en tindarnir eru fagrir. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Yfir hafið Flytjandi: Uniimog S enn líður að áramótum og því ekki úr vegi að gera upp tónlistarárið 2014. Við hefj- um leik á þeim tíu plötum sem þóttu skara fram úr, að mati sérvalinnar dómnefndar DV Músík. Hópurinn kom úr ólíkum átt- um en hefur það sammerkt að hafa brennandi áhuga á tónlist og láta sig flest allt varða í þeim efnum. Listinn er því sannarlega fjölbreyttur. Framkvæmdin var ekki flókin. Hver og einn sendi frá sér lista með tíu plötum, ekki í neinni sérstakri röð. Þessar plötur sem hér birtast voru oftast nefndar hjá okkar fólki. 1 FKA Twigs - LP1 Með langflest atkvæða valnefnd- ar er plata FKA Twigs á toppnum sem erlenda plata ársins. Breska listakonan hefur sigrað heiminn með draumkenndu og afar listrænu rafpoppi, ímynd hennar er nokk- uð á reiki. Söngkonan er eins og einhvers konar óskilgetið afkvæmi Squarepusher og Madonnu, er allt í senn forvitnileg, skrítin auk þess að fara sínar eigin leiðir. 2 Todd Terje - It's Album Time Platan sem var valin ein af 100 bestu plötum áratugar- ins af tónlistarveitunni Pitchfork, vermir annað sætið á listanum okkar. Þar með virðist listamannin- um fyrirgefið að hafa endurunnið fjögur af eldri lögum sínum og skellt þeim á plötuna. Hljóðheimur hennar einkennist svolítið af níunda áratuginum og eru eðal pastellituð syntha-hljóð áberandi. Ótrúlega fjölbreytt plata. 3 D'Angelo - Black Messiah Spútnikkið fyrir þessi plötujól verður að teljast meistari D'Angelo. Þvílík og önnur eins listasmíð. Það fylgja því ákveðin gæðamerki að gefa plötuna sína út á þeim tíma að hún rétt slefi inn á topplistana. Á plötunni kveður við kunnuglegan tón og gefur hún goðsagnakenndum forvera sínum Voodoo ekkert eftir. 4 Jessie Ware - Tough Love Það er tregapoppið sem vermir fjórða sæti listans, en Jessie Ware var mörgum af okkar fólki ofarlega í huga. Platan þykir nokkuð örugg, þ.e.a.s. tónlistarkonan er ekki að uppgötva neina hluti hér. Hins vegar fetar hún hinn gullna meðalveg poppsins og það virkar, eins og alltaf. Gott popp, fínt á fóninn við flest tækifæri. 5 Flying Lotus - You're Dead Sú plata sem virðist hafa komið flestum tónlistarrýnum heims á óvart var fimmta skífa Fly- ing Lotus. Það sem er heillandi við Lótusinn er hve óhræddur hann er við að blanda saman og tengja ólíka hljóðheima saman. Plötunni mætti lýsa sem tilraunakenndri elektró- hip hop-jazz samsuðu. Ef geimverur hlusta á músík, þá er hún einhvern veginn svona. 6 Beck - Morning Phase Tólfta stúdíóplata indíkóngsins kom út í febrúar á þessu ári. Samkvæmt tilkynningu frá listamanninum er hún einhvers konar sjálfstætt fram- hald plötunnar Sea Change sem kom út árið 2002. Kunnulegt hljóð sem svíkur engan aðdáenda. 7 Schoolboy Q - Oxymoro Frábært tímalaust hip hop. 8 Aphex Twin - Syro Fáar plötur hafa vakið jafn mikla tilhlökkun og Syro. Standardinn var því nokkuð hár en það kom ekki að sök. Meistarastykki. 9 Taylor Swift - 1989 Ætti að vera mynd af þessari plötu við orðabókaskýringuna popptónlist. Algjört möst í partíið! 10 Run the Jewels - RTJ2 Þegar tveir gamlir rapphundar koma saman verða til einhverjir töfrar. Algjörlega frábær plata. 11 Avb Soul - These Days Hip hop-ið var allsráðandi. Hér er ein plata sem á fullt erindi við alla hip hop- og r&b-aðdáendur. Sexí og næs. 12 Freddie Gibbs & Madlib - Pinata Annað Old School- rapptvíeyki sem kom á óvart á árinu. Virkilega þakkar vert og gott verk. 13 Carcass - Surgical Remission / Surplus Steel EP Safnplata með sjaldgæfum og/ eða óútgefnum upptökum plötunnar Surgical Steel Sessions. Þrusurokk frá „grindcore“ konungunum. 14 Future Islands - Singles Indípopp með syntha-slikju var aldeilis uppá pall- borðið hjá okkar fólki. Enda þrusufín plata frá lipra Íslandsvininum. 15 St. Vincent - St. Vincent Skemmtilega skrítin popprokk- plata sem hittir beint í mark. 16 Banks - Goddes 17 Anna Calvi - One Breath 18 YG - My Crazy Life 19 Pharell Williams - G I R L 20 Lykke LI - I Never Learn Erlendar plötur ársins n DV Músík fékk álitsgjafa úr ólíkum áttum til liðs við sig n Þessar plötur þóttu standa upp úr María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Þessar voru líka nefndar en náðu ekki á topp 20: n NenehCherry - Blank Project n Shabazz Palaces - Lese Majesty n Diamond Versions - CI n Ratking - So it goes n Yung Lean - Unknown Memory n Behemoth - The Satanist Álitsgjafar: Haukur Viðar Alfreðsson Sigga Ólafsdóttir Stígur Helgason Þórður Ingi Jónsson Steinþór Helgi Arnsteinsson Lára Rúnarsdóttir Þóranna Björnsdóttir Bjarni Jónsson Dana Rún Hákonardóttir Birna Schram Óli Dóri Frosti Logason Jón Pétur Þorsteinsson Benedikt Freyr Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.