Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Síða 2
2 Fréttir Jólablað 23. desember 2014
1 matsk. safieða 1 hylki.
F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i .
Jafnvægi og vellíðan
lifestream™
nature’s richest superfoods
„Fékk aldrei tækifæri
til að gefa mitt álit“
Nýtt tölvukerfi í ferðaþjónustu fatlaðs fólks fór ekki í útboð
Þ
að var ekkert samband haft
við mig, bara ekki neitt,“
segir Bjarni Einar Einarsson
kerfisfræðingur sem séð
hefur um hugbúnaðinn sem
notaður hefur verið í ferðaþjónustu
fatlaðs fólks í Reykjavík, Kópavogi og
Garðabæ, ásamt Akureyri, undan-
farin ár. Í nóvember síðastliðnum
var nýtt tölvukerfi tekið í notkun í
ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykja-
vík. Kerfið er frá sama hugbúnað-
arfyrirtæki og Strætó bs. hefur átt
í viðskiptum við síðastliðin átta ár.
Bjarni segir Strætó hafa fyrirvara-
laust ákveðið að taka upp nýtt tölvu-
kerfi. „Ég hafði ekki hugmynd um að
það væri einhver óánægja með hug-
búnaðinn og hef aldrei fengið neina
kvörtun. Þetta kom mér því mjög
mikið á óvart,“ segir hann.
Ástandið ennþá slæmt
DV fjallaði um óánægju notenda og
bílstjóra ferðaþjónustunnar um miðj-
an síðasta mánuð. Kerfið var sagt
ómanneskjulegt og ekki taka tillit til
sérþarfa fatlaðs fólks. Bílarnir komi
iðulega of seint og farþegar séu of
lengi í bílunum. Þá kom fyrir að alltof
margir bílar voru sendir á sama stað-
inn til þess að sækja farþegar sem
voru jafnvel á leið á sama staðinn.
Smári Ólafsson, sviðsstjóri hjá ferða-
þjónustu fatlaðs fólks, hefur viður-
kennt að ákveðin mistök hafi verið
gerð við innleiðingu kerfisins. Engu
að síður virðist fátt hafa breyst á síð-
astliðnum vikum ef marka má að-
standanda sem DV ræddi við. „Þetta
er alveg hræðilegt. Kona sem ég þekki
pantaði sér um daginn bíl klukkan
fjögur en hann kom klukkan hálf fjög-
ur. Þetta er kona sem getur ekki klætt
sig sjálf og þarf aðstoð með allt. Hún
var náttúrlega ekki tilbúin og þá var
hún bara skilin eftir. Hún varð því að
hringja á leigubíl,“ segir aðstandandi
konunnar. Hann nefnir einnig dæmi
um Alzheimer-sjúkling og fjölfatlað-
an einstakling sem voru skildir eftir á
víðavangi sökum reynsluleysis nýrra
bílstjóra. „Það er verið að brjóta á
réttindum fatlaðra. Þetta er glapræði.“
Ekkert útboð
Frá árinu 2006, þegar Trapeze-tölvu-
kerfið var tekið upp, hefur Strætó bs.
samtals greitt fyrir það og þjónustu
vegna þess rúmlega 111 milljónir
króna. Kerfið er notað vegna leiða-
kerfis, vaktakerfis, leitarkerfis og far-
þegaþjónustu. Fyrsta árið greiddi
Strætó rúmar 2,6 milljónir krónur fyr-
ir kerfið en greiðslurnar voru hæstar
árið 2012 en þá greiddi Strætó tæp-
ar 27 milljónir til Trapeze. „Á undan-
förum þremur árum hefur kostnaður
aukist nokkuð vegna innleiðingar og
reksturs nýrra lausna og munar þar
mestu um leiðarvísi Strætó sem far-
þegar geta notað til að skipuleggja
ferðir sínar,“ segir í svari Guðrún-
ar Ágústu Guðmundsdóttur, upp-
lýsingafulltrúa Strætó, við fyrirspurn
blaðamanns. Ekki fór fram útboð
áður en tölvukerfið var tekið í notk-
un heldur var árið 2004 gerð verð-
athugun. Í tengslum við það komu
fulltrúar tveggja fyrirtækja, Trapeze
og Hastus, til landsins og kynntu sín
kerfi. Á grundvelli þessa var ákveðið
að hefja viðskipti við Trapeze. DV
sendi fyrirspurn á föstudag um áætl-
aðan kostnað vegna tölvukerfisins á
næsta ári, nú þegar það hefur verið
tekið upp við ferðaþjónustu fatlaðs
fólks. Fyrirspurninni hafði ekki ver-
ið svarað þegar DV fór í prentun á
mánudag.
„Mér var ekki gefinn kostur á að
bjóða í þetta,“ segir Bjarni um málið.
„Ef þeir vildu breytingar þá hefði ég
alveg getað gert það sama og þeirra
hugbúnaður gerir fyrir miklu minni
pening. Ég hefði alveg getað gert kerfi
sem gerir það sama, kerfi sem tek-
ur við pöntunum, sem er óskilgreint
hverjir meðhöndla, og búið svo til al-
góritma sem hefði raðað þeim nið-
ur á bíla um hvippinn og hvappinn.
Ég hefði bara aldrei gert þetta svona
heimskulega. Mitt forrit hefði aldrei
sent fimm bíla á sama stað að sækja
fimm farþega. En ég fékk aldrei tæki-
færi á að gefa mitt álit.“ Bjarni furðar
sig enn fremur á því að Strætó kjósi að
eiga í viðskiptum við erlent fyrirtæki
þegar þjónustan er í boði hér á landi.
Ópersónulegt kerfi
Hugbúnaðurinn sem Bjarni smíðaði
sá um að raða niður farþegum í bíla
og skipuleggja ferðir. Þá samkeyrði
kerfið upplýsingarnar við viðskipta-
hugbúnað í eigu Bjarna og sá þannig
í leiðinni um alla reikninga. „Nýja
kerfið getur ekki rukkað,“ fullyrð-
ir Bjarni. „Þannig ég hef núna verið
að reyna að draga þá í land með að
rukka farþega. Það er nefnilega miklu
hærra flækjustig á þessu en þeir
gerðu sér grein fyrir. Nýja kerfið skrá-
ir ekki það sem þarf til þess að gera
reikninga, þannig ég veit ekki hvernig
þetta fer um áramótin. Þetta er bara
hreint klúður.“
Bjarni óttast einnig að nýja kerfið
sé ekki nógu persónulegt. Í gegnum
árin hafi til dæmis stundum komið
upp atvik sem valdi því að ákveðn-
ir farþegar geti ekki verið í bíl hjá
ákveðnum bílstjórum eða með öðr-
um farþegum. Nýja kerfið taki ekki
tillit til þess. „Þetta fólk er margt veikt
og það er ekki hægt að bjóða því upp
á svona ópersónulegt kerfi. Það virð-
ist vera tilgangurinn með nýja kerfinu
að fjarlægja það notendum. Það eru
ekki lengur menn sem raði á bílana
heldur tölva. Minn hugbúnaður vann
ekki þannig. Þar var reynt að koma til
móts við þarfir notenda, sem hlýtur
að vera það mikilvægasta í þjónustu
við þennan hóp. Það er í rauninni ver-
ið að skipta um hugmyndafræði.“ n
„Þetta fólk er
margt veikt og
það er ekki hægt að
bjóða þeim upp á svona
ópersónulegt kerfi.
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
25. nóvember 2014
Ferðaþjónusta
fatlaðs fólks enn í
ólestri Bílarnir koma of
seint og farþegar eru of
lengi í bílunum.
Skjaldbökur
og hvítt efni
Lögreglan á Suðurnesjum stöðv-
aði nýverið tvær kannabisræktan-
ir sem karlmaður á fertugsaldri er
grunaður um aðild að. Einnig voru
haldlögð kannabisefni í pakkning-
um, sveppir, lyf, poki með hvítu
efni og tvær skjaldbökur.
Lögreglumenn stöðvuðu í
upphafi akstur mannsins og
reyndist hann vera með útrunnin
ökuréttindi. Hann var að auki eft-
irlýstur.
Maðurinn gaf þvagsýni á lög-
reglustöð sem staðfesti neyslu
hans á amfetamíni, metam-
fetamíni og kannabis. Við leit í
bifreið hans fannst meðal annars
lítil vog með leifum af hvítu efni
og kannabis.
Lögregla fór þá í húsleit á
iðnaðarhúsnæði sem maður-
inn hafði til umráða. Þar fannst
kannabisræktun falin inni á milli
nóta, kaðla og fiskineta. Á heim-
ili hans fannst önnur kannabis-
ræktun, kannabisefnin, sveppirn-
ir, lyfin og hvíta efnið. Þar fundu
lögreglumenn að auki skjald-
bökurnar. Meindýraeyðir frá
Hafnarfjarðarbæ fjarlægði þær.
Lögreglan segist einnig hafa
fundið falskt rými undir ísskáp
þar sem meðal annars voru tvær
glerkrukkur með meintum am-
fetamínleifum, kannabismyljari
og fíkniefnaáhöld.
Útgáfa DV
Ekkert helgarblað kemur út á
fimmtudaginn, annan dag jóla.
Næsta tölublað DV verður glæsi-
legt Völvublað sem út kemur
þriðjudaginn 30. desember. Þar
verður árið gert upp auk þess
sem völvan spáir í árið sem senn
fer í hönd. Fréttaþjónusta verður
með hefðbundnu sniði yfir há-
tíðarnar á vefnum, DV.is.
DV óskar lesendum sínum,
velunnurum og landsmönn-
um öllum gleðilegrar hátíðar og
þakkar fyrir samfylgdina á árinu
sem er að líða.