Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 13
Jólablað 23. desember 2014 Fréttir Erlent 13 www.itr.is ı sími 411 5000 * Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 06.30-18.00 08.00-12.30 Lokað 12.00-18.00 08.00-12.30 Lokað Breiðholtslaug 06.30-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Grafarvogslaug 06.30-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Klébergslaug 11.00-15.00 10.00-12.30 Lokað Lokað 10.00-12.30 Lokað Laugardalslaug 06.30-18.00 08.00-12.30 Lokað 12.00-18.00 08.00-12.30 12.00-18.00 Sundhöllin 06.30-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Vesturbæjarlaug 06.30-18.00 08.00-12.30 Lokað Lokað 08.00-12.30 Lokað Ylströnd 11.00-13.00 Lokað Lokað Lokað Lokað 11.00-15.00 * Heilsulindir í Reykjavík AFGREIÐSLUTÍMI SUNDSTAÐA JÓL OG ÁRAMÓT 2014-2015 SUNDKORT ER GÓÐ JÓLAGJÖF pantað heim að dyrum með einum músarsmelli. Kína uppgötvar jólin Í Yiwu gengur allt út að selja ódýr- an varning, „kínverskt drasl“ eins og það var einhvern tímann kallað. En þetta ódýra drasl átti mjög upp á pallborðið hjá neytendum víðs vegar um veröldina í kreppunni. Al- þjóðlegar sölutölur hafa lækkað eitt- hvað í ár en samkvæmt forsvars- manni Jólavöruiðnaðarráðs Yiwu, Cai Qingliang, hefur kínverski mark- aðurinn tekið verulega við sér. Kín- verjar virðast vera að meðtaka jólin. Samkvæmt breska vikublaðinu Economist þekkja fleiri Kínverjar nú jólasveininn en Jesú sjálfan. Þó að verkamennirnir sem þræla sér út í jólavöruverksmiðjum Yiwu sjái ekki björtu hliðarnar í jólahaldi hluta heimsbyggðarinnar þá eru sölumenn þar í bæ hæstánægð- ir með að búa við þessi heilsársjól. Cheng Yaping, sem rekur einn sölu- básanna segir: „Það léttir manni lundina að fá að sitja hér alla daga, umkringd- ur þessum fallegu jólaskreytingum allan daginn.“ n Blikar jólastjarnan Hér má sjá verkamann í Yiwu nostra við rekka af rauðum jólastjörnum sem síðan munu prýða heldur þrifalegri heimili en verk­ smiðjurnar sem þær voru framleiddar í. Mynd ReuteRs svona verða jólin til Í verksmiðjum jólabæjarins Yiwu verða 60% af öllu jólaskrauti veraldar til. Verkamenn þræla langa daga fyrir sultarlaun við subbulegar aðstæður sem þessar til að útbúa skrautið sem lýsir upp og fegrar hátíðarnar hjá okkur hinum. Mynd ReuteRs Aflífa 500 í kjölfar hryðjuverkaárásar Dauðarefsing tekin upp á ný í Pakistan eftir sex ára hlé P akistönsk yfirvöld hafa ákveðið að aflífa um 500 fanga á næstu vikum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar sem átti sér stað í landinu í síðustu viku. Í árás talíbana á barnaskóla í borginni Peshawar féll 141, þar af 133 börn, en um er að ræða mannskæðasta hryðjuverk í sögu landsins. Dauðarefsing var afnumin í landinu fyrir sex árum, en nú hafa yfirvöld ákveðið að leyfa hana á ný og hyggjast aflífa fangana með hengingu. Um er að ræða fanga sem hafa hlotið dóma vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi. Þegar hafa sex manns verið teknir af lífi í landinu síðan á föstudag, en fimm þeirra tengdust misheppnuðu tilræði gegn Pervez Musharraf, fyrrverandi yfir- manni herforingjastjórnar landsins, árið 2003, á meðan einn þeirra átti þátt í árás á herstöð árið 2009. Pakistönsk yfirvöld hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að at- vikið í síðustu viku hafi breytt miklu og hafa yfirvöld heitið því að efla bar- áttuna gegn öfgamönnum í landinu og eru aftökurnar liður í því. Lög- regla og herlið hafa verið sett í við- bragðsstöðu víðs vegar um landið og hefur öryggisgæsla verið hert. Mannréttindasamtök hafa þó for- dæmt ákvörðun yfirvalda í Pakistan og segja yfirvöld misnota hryðju- verkalögin. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig óskað eftir því að yfirvöld í Pakistan endurskoði þessa ákvörðun sína. n jonsteinar@dv.is Frá vettvangi árásarinnar 141 lét lífið í árásinni, þar af 133 börn. Yfir­ völd hyggjast skera upp herör gegn hryðjuverkum í landinu, meðal annars með dauðarefsingum. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.