Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Side 14
Jólablað 23. desember 201414 Fréttir Fljúgandi nautabani og stórslösuð börn Jólasveinn lætur sig síga niður brú til að koma jólagjöfum til fátækra barna. Skip eru sprengd í loft upp eftir veiðar utan lögsögu. Í Kína er fullklæddur hundur á röltinu með eiganda sínum og í Kína hjólar barn yfir heila breiðu af loðfeldum. Svona var helgin í heiminum.  Jólasveinninn hengdur upp á þráð Slökkviliðsmaðurinn Hector Chacona bregður sér árlega í gervi jólasveinsins og færir fátækum börnum, sem búa undir Belize-brúnni í Gvatemala. Undir brúnni búa börn með fjölskyldum sínum í mikilli fátækt. Chacona byrjaði að færa börnunum gjafir fyrir um sautján árum og fara slökkviliðsmennirnir þangað nokkrum dögum fyrir jól, gleðja börnin og huga að aðstæðum þeirra.  Nautabani Spænskur nautabani sýnir listir sínar í Cali.  Reis upp á afturfæturna Hundurinn Xiaoniu er hér klæddur upp í sitt fínasta púss. Hann gengur daglega með eiganda sínum að markaði í Shanghaí þar sem eigandinn sækir vistir. Xiaoniu ku geta gengið á afturlöppunum í klukkustund og er iðulega klæddur í mannaföt þegar þeir félagarnir eru á bæjarrölti.  Sprenging Tvö skip, skráð í Papúa Nýju-Gíneu, voru sprengd í loft upp við Amon Maluku í Indónesíu. Skipverjar voru staðnir að verki er þeir voru við veiðar utan sinnar lögsögu. Bátarnir voru gerðir upptækir og skipin eyðilögð af flughernum í Indónesíu.  Biðin Palestínskur maður stendur við girðingu milli suðurhluta Gaza og Egyptalands. Egyptaland opnaði landamæri sín við Rafah á sunnudag. Þau höfðu þá verið lokuð frá 25. október sl.  Beðið eftir aðstoð Slösuð börn bíða eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi í Sýrlandi. Börnin slösuðust í loftárásum stjórnarliða í Duma rétt við Damaskus. Loftárásir herja forsetans, Bashar al-Assad, héldu áfram um helgina.  1.469 Lítill drengur hjólar yfir hundafeldi í Chongfu í Zhejiang héraði í Kína. Á 100 ferkílómetra svæði í Zhejiang má finna stórtæka feldskera og hönnuði en þar starfa 1.469 fyrirtæki sem tengjast vinnslu á feldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.