Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 14
Jólablað 23. desember 201414 Fréttir
Fljúgandi nautabani
og stórslösuð börn
Jólasveinn lætur sig síga niður brú til að koma jólagjöfum til fátækra barna. Skip eru sprengd í loft upp eftir veiðar utan lögsögu. Í Kína
er fullklæddur hundur á röltinu með eiganda sínum og í Kína hjólar barn yfir heila breiðu af loðfeldum. Svona var helgin í heiminum.
Jólasveinninn hengdur upp á þráð Slökkviliðsmaðurinn Hector
Chacona bregður sér árlega í gervi jólasveinsins og færir fátækum börnum, sem búa undir
Belize-brúnni í Gvatemala. Undir brúnni búa börn með fjölskyldum sínum í mikilli fátækt.
Chacona byrjaði að færa börnunum gjafir fyrir um sautján árum og fara slökkviliðsmennirnir
þangað nokkrum dögum fyrir jól, gleðja börnin og huga að aðstæðum þeirra.
Nautabani Spænskur nautabani sýnir listir sínar í Cali.
Reis upp á afturfæturna Hundurinn Xiaoniu
er hér klæddur upp í sitt fínasta púss. Hann gengur daglega með
eiganda sínum að markaði í Shanghaí þar sem eigandinn sækir vistir.
Xiaoniu ku geta gengið á afturlöppunum í klukkustund og er iðulega
klæddur í mannaföt þegar þeir félagarnir eru á bæjarrölti.
Sprenging Tvö skip, skráð í Papúa Nýju-Gíneu, voru
sprengd í loft upp við Amon Maluku í Indónesíu. Skipverjar voru
staðnir að verki er þeir voru við veiðar utan sinnar lögsögu. Bátarnir
voru gerðir upptækir og skipin eyðilögð af flughernum í Indónesíu.
Biðin Palestínskur
maður stendur við girðingu milli
suðurhluta Gaza og Egyptalands.
Egyptaland opnaði landamæri sín
við Rafah á sunnudag. Þau höfðu
þá verið lokuð frá 25. október sl.
Beðið eftir aðstoð Slösuð
börn bíða eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi
í Sýrlandi. Börnin slösuðust í loftárásum
stjórnarliða í Duma rétt við Damaskus.
Loftárásir herja forsetans, Bashar al-Assad,
héldu áfram um helgina.
1.469 Lítill drengur hjólar yfir hundafeldi í
Chongfu í Zhejiang héraði í Kína. Á 100 ferkílómetra
svæði í Zhejiang má finna stórtæka feldskera og
hönnuði en þar starfa 1.469 fyrirtæki sem tengjast
vinnslu á feldi.