Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 16
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Jólablað 23. desember 2014
Ég bara
grét
Erfið krísa í Rússlandi
21 árs íslensk kona um reynslu sína af hefndarklámi. – DV
R
ússland er sokkið í gjaldeyris-
krísu eins og við fundum fyrir á
Íslandi vorið 2008 og dundi svo
yfir af fullum þunga í banka-
hruninu í byrjun október. Að hluta til
er ástæðan fyrir hátt í fimmtíu pró-
senta falli rúblunnar núna refsiað-
gerðir Vesturlanda gegn Rússum
vegna Úkraínudeilunnar. Krísan er því
að þessu leyti heimatilbúin, en lækk-
andi heimsmarkaðsverð á olíu er þó
meginástæðan. Verðbólga er komin
í tveggja stafa tölu, vextir hafa verið
snarhækkaðir, landið er á barmi efna-
hagshruns.
Íslenskur sjávarútvegur er farinn
að finna fyrir þessum hremmingum
því Rússland er sá markaður fyrir ís-
lenskar sjávarafurðir sem hefur vax-
ið hvað hraðast. Áratuginn 2003 til
2013 jukust útflutningsverðmæti sjáv-
arafurða frá Íslandi til Rússlands úr
600 milljónum króna í 18,6 milljarða
króna, sem er 32-föld aukning og nú
koma 43% af útflutningsvirði heilfrysts
makríls frá Rússlandi. Óvissan um
framhald þessara viðskipta er mik-
il, stórir íslenskir fiskútflytjendur hafa
stöðvað útflutning til Rússlands og
fyrirtæki þar skulda íslenskum útflytj-
endum þrjá til fimm milljarða króna.
Efnahagsleg óvissa sem fylgir
Rússlandskrísunni er því umtals-
verð hjá okkur og mörgum nágranna-
þjóðanna sem þegar eru farnar að
ræða möguleikann á að hætta refsi-
aðgerðunum gegn Rússum. Þannig
létu utanríkisráðherrar Þýskalands og
Danmerkur áhyggjur sínar í ljós í síð-
ustu viku á að áframhaldandi aðgerðir
myndu valda óstöðugleika í Rússlandi
og François Hollande Frakklandsfor-
seti segir að Vesturlönd ættu að skoða
hvernig hægt væri að vinda ofan af
spennunni í samskiptunum við Rúss-
land. Í Danmörku ráða hér hags-
munir Carlsberg-bjórverksmiðjanna
talsverðu og í Frakklandi hergagna-
iðnaðurinn, Frakkar eru að selja Rúss-
um tvö herskip.
Ómögulegt er að spá á þessari
stundu um hvaða afleiðingar krísan
hefur á efnahags- og fjármálalíf í
Evrópu og jafnvel Kína en ljóst þykir
þó að aflétting refsiaðgerðanna myndi
rétt aðeins lina krísuna, ekki afstýra
henni.
En sennilega er þó rétt að hafa
mestar áhyggjur af pólitískum af-
leiðingum þessara þrenginga hjá
Rússum. Pólitískt er Rússland staðn-
að og frosið, rétt eins og efnahags-
lífið, sem hefur treyst um of á orku-
útflutning og hefur ekki náð að þróa
framleiðslu og þjónustugreinar og
auka framleiðni. Áframhaldandi refsi-
aðgerðir mundu fyrirsjáanlega gefa
Pútín ástæðu til að kenna Vestur-
veldunum um ófarir Rússa og valda
enn meiri kælingu samskipta.
Og innanlands í Rússlandi er
enn frekar ástæða til að fylgjast vel
með, því þar gætu mestu hætturn-
ar leynst. Fram eftir þessu ári hefur
stöðugt dökknað yfir þjóðlífinu í Rúss-
landi að því er Ivan Sukhov, blaða-
maður Moscow Times, segir í nýrri
grein. Hann lýsir árásargirni sem stig-
magnist í samfélaginu og viljaleysi til
að stemma stigu við henni. Farið sé
að bera á margs konar brestum og
sprungum í undirstöðum samfélags-
ins.
Sukhov nefnir sem dæmi að aldrei
eftir lok Sovéttímans hafi starfsfólk
þjónustustörfum sýnt af sér jafn al-
gjört skeytingarleysi gagnvart starfs-
skyldum sínum og nú. Það er eins og
allur þjónustugeirinn á einu bretti
hafi skyndilega tekið upp hinn sov-
éska sið fyrri tíma að gelta reiðilega að
viðskiptavinunum. Hann segir að þeir
Rússar sem ekki eigi þess kost að flytja
til útlanda eigi ekki annan möguleika
en þann að hugsa það í botn hvað
þurfi til að endurstilla samfélags-
gerðina. Ljóst sé að núverandi stjórn-
völd ætli ekki að gera það.
Það er því frekar sláandi að lesa
það sem Sukhov segir um framhaldið
í Rússlandi, því í rauninni stönd-
um við hér á landi enn frammi fyrir
þeirri stöðu sem hann lýsir þar: „Í lífi
allra þjóða getur sú staða komið upp
þar sem kallað er eftir skýru vali milli
breytinga til batnaðar eða stöðnun-
ar og hnignunar. Á slíkum tímum er
það aðeins sameiginlegur vilji fólks-
ins sem þrýst getur á að breytingarn-
ar hefjist.“
Og hann segir að breytingar feli
alltaf í sér áhættu, það sem byrji sem
umbætur endi oft í byltingu, heimur-
inn þekki það – frá Ferguson til Kiev –
og vonar að gætum þess í lengstu lög
að vindar breytinganna nái þó ekki
fellibylsstyrk eins og í fyrri heimsstyrj-
öldinni fyrir 100 árum. Í ferli breyting-
anna þurfi svo jafnframt af öllum
mætti að gæta þess að við gröfumst
ekki sjálf undir rústum þeirra pólitísku
og félagslegu múra sem verða og eiga
skilið að falla. n
Jón Ásgeir í
Vestur-Indíum
Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfest-
ir hélt að sögn nýlega til Kúbu
ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu
Pálmadóttur. Um var að ræða
beint flug á vegum ferðaskrifstof-
unnar Vita til karabísku eyjar-
innar.
Ekki fer neinum spurnum af
tilgangi ferðar þeirra en nokkra
athygli vakti að Jón Ásgeir var
ekki með í flugvélinni á leiðinni
til Íslands. Hermt er því að fjár-
festirinn hafi aðeins flogið aðra
leiðina, af einhverri ástæðu.
Jón Ásgeir hefur áður komið til
umræðu vegna eyja í Vestur-Ind-
íum. Árið 2008 var hann spurður
að því í sjónvarpsþættinum Silfri
Egils hvort hann kannaðist við
skattaparadísina Tortólu sem er
ein af Bresku Jómfrúaeyjunum
sem eru austan við Kúbu. Svar
fjárfestisins var nei en síðar kom í
ljós að fjárfestingarfélagið Gaum-
ur, sem hann átti og stýrði meðal
annarra, var stofnað á Tortólu.
Brotthvarf
vekur athygli
Brotthvarf Heiðu Kristínar Helga-
dóttur úr Bjartri framtíð vakti
nokkra athygli í síðustu viku. Hún
var einn stjórn-
endum flokksins,
þó ekki sæti hún
á þingi nema um
skamma hríð sem
varaþingmaður,
og eitt af andlitum
hans. Vægi henn-
ar á bak við tjöldin er svo talið
hafa verið meira en á yfirborðinu.
Heiða Kristín er ekki sú fyrsta
sem yfirgefur framvarðasveit
Bjartrar framtíðar en fyrr á ár-
inu hætti Atli Fannar Bjarkarson
sem aðstoðarmaður Guðmund-
ar Steingrímssonar af ástæðum
sem ekki hafa verið útskýrðar til
fulls. Tveir einstaklingar sem ver-
ið hafa í stjórnendateymi flokks-
ins hafa því yfirgefið hann með
tiltölulega stuttu millibili.
Spurningin er hvort einhverj-
ir samstarfsörðugleikar séu í
flokknum.
Ríkisstyrktur Hannes
Facebook er oft fundarstaður þar
sem menn takast á um stórvægileg
og smávægileg efni. Talsverð um-
ræða var á samfé-
lagsmiðlinum um
samkvæmisleik
DV um bestu rit-
höfunda þjóðar-
innar og var Einari
Kárasyni rithöf-
undi nóg boðið
þar sem einhver vel þekkt nöfn
vantaði á listann.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son skaut þá á Einar og sagði að
hann væri rithöfundur á fram-
færi þjóðarinnar. Einar skaut hins
vegar á Hannes Hólmstein á móti
og sagði hann hafa verið á fram-
færi íslensku þjóðarinnar í áratugi
í gegnum störf sín við Háskóla Ís-
lands og fleira. Fáir séu því eins
ríkisstyrktir og þessi þekktasti
postuli einkaframtaksins á Íslandi.
Leiðari
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is
Ég eyk
hreyfinguna
Silja Úlfarsdóttir íþróttaþjálfari passar að eiga fyrir kræsingunum. – DV
Þetta er svo
svakalegt
Einar Bollason hjá Íshestum á erfitt með að tjá tilfinningar sínar. – Vísir
„ Í lífi allra þjóða
getur sú staða
komið upp að kallað
er eftir skýru vali milli
breytinga til batnað-
ar eða stöðnunar og
hnignunar.
Þ
egar fjárlagafrumvarpið var
lagt fram í haust, þá leið mér
svolítið svona: Mér fannst
eins og Ísland þyrfti að taka
sér pásu í um það bil eitt
ár. Hugsa málin. Fara í saumana á
hlutunum. Gera plön. Byrja svo aft-
ur.
Hlutirnir eru of mikið skrifaðir
aftan á umslag, eins og einn góður
vinur minn og samstarfsfélagi orð-
aði það. Sýnin er svo óskýr. Hvert
er stefnt? Þetta er allt í rassvasan-
um einhvern veginn. Tóm óreiða.
Erum við öll að fara að vinna á Sauð-
árkróki? Á ég að borga lánin mín í
framtíðinni eða ætlar ríkið að gera
það? Hvað er málið? Ætlum við að
hafa fyrsta flokks heilbrigðiskerfi
eða annars flokks? Hvert er stefnt
með skólana? Á að laga vegina eitt-
hvað, eða er í lagi að hafa þá holótta?
Á að greiða niður skuldir ríkissjóðs
eða ekki? Hvenær losnar Ísland und-
an höftum? Á að virkja allt í drasl
eða ætlum við kannski mögulega að
vernda hina óspjölluðu náttúru okk-
ar, eins og okkur ber?
Samráð við kertaljós
Trommað er fram með miklar yfir-
lýsingar. Nú skal skattkerfið einfald-
að og gert skilvirkara. Gott og vel.
Það er skynsamlegt. En svo rýnir
maður í smáa letrið. Les frumvörpin.
Fátt er gert einfaldara í raun og veru.
Enn skiptir máli, í skattalegu tilliti,
hvort vatnið í lauginni er með klór
eða ekki. Lítið er skilvirkara, nema
kannski aðförin að bókaútgáfunni.
Hún verður mögulega skilvirk. Og
áfram stundar ríkið þá miklu ósiði,
að klípa til sín hin og þessi gjöld
sem eru samningsbundin eða eiga
á grundvelli laga að renna til ýmissa
þjóðþrifamála. Ríkið reynir að redda
sér, einhvern veginn. Með alls konar
flækjum.
Svo notað sé dæmið um skattana
og gjöldin: Betra væri að setjast nið-
ur, við kertaljós kannski, þverpóli-
tískur hópur í samstarfi við vinnu-
markaðinn og aðra, og reyna að
ákveða til langrar framtíðar hvernig
við viljum, sem samfélag, haga þess-
um málum. Ég er viss um að það
myndi skapast góður samhljómur.
Tölum í markmiðum
En þetta er ekki gert. Samráð og yfir-
vegun er ekki stíll núverandi stjórn-
valda, virðist vera, þótt það standi
í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst
það miður. Ég held að Ísland sé upp-
fullt af góðum möguleikum. Það sem
helst vantar er traust og tiltrú. Traust
þarf að ríkja á milli fólks. Það kemur
ekki af sjálfu sér. Það þarf að vinna í
því. Traust skapast með samræðu og
samvinnu, þar sem ólíkar skoðanir
fá að njóta sín í þeirri vinnu að skapa
lausnir fyrir samfélagið, sem aftur
skapa trú á framtíðinni.
Björt framtíð hefur tileinkað sér
þann stíl í stjórnmálum, að tala í
markmiðum, ekki loforðum. Raun-
verulegar framfarir verða í samfé-
laginu þegar margir leggjast á eitt.
Þegar stefnan er skýr. Ég er viss
um að flest viljum við að auðlind-
ir landsins skili samfélaginu góðum
arði, sem við getum nýtt til að bæta
grunnþjónustuna við allan almenn-
ing. Ég er líka viss um að flest vilj-
um við að hið opinbera sé ekki svona
skuldsett, sem raun ber vitni. Við
viljum líka örugglega flest búa við
fyrirmyndarskólakerfi og heilbrigð-
iskerfi. Við viljum efnahagslegan
stöðugleika, geri ég ráð fyrir. Við vilj-
um lifa frjáls, í heilnæmu umhverfi
og njóta mannréttinda.
Setjumst niður
Ég veit að við tökum ekki pásu árið
2015 og veltum fyrir okkur málun-
um, en það væri að minsta kosti
einnar messu virði að setjast aðeins
niður saman og spá í það hvern-
ig við náum markmiðum um betra
samfélag, á tímamótum eftir djúpa
kreppu. Við í Bjartri framtíð teljum
raunar að mjög mikið hafi verið spáð
og spekulerað í þeim efnum, margar
vandaðar stefnumarkanir unnar
og skýrslur skrifaðar. En þær virð-
ast einhvern veginn ekki höfða til
núverandi ríkisstjórnar. Þess vegna
þarf greinilega að setjast niður með
henni.
Við kertaljós, kannski. Með jóla-
sveinahúfu. Við erum til. n
Gleðileg jól,
kæru landsmenn,
og farsælt komandi ár.
Nú skal segja
Guðmundur Steingrímsson
formaður Bjartrar framtíðar
Kjallari