Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Blaðsíða 17
Umræða 17Jólablað 23. desember 2014
Valdið til fólksins
Þ
inghaldi fyrir jól er nú ný
lokið, með samþykkt fjár
laga fyrir næsta ár og
annarra fjárlagatengdra
mála. Margt má segja um
forgangsröðun fjárlaganna, þar
sem skattar eru hækkaðir á mat og
menningu, skorið er niður hjá Rík
isútvarpinu og aðgangur að fram
haldsskólum takmarkaður þannig
að 25 ára og eldri eru útilokað
ir frá námi. Þá er aukinn kostnað
ur lagður á herðar sjúklinga, t.d.
með aukinni greiðsluþátttöku í
sérhæfðum lyfjum. Á sama tíma er
byrðum létt af tekjuhærri hópum,
t.d. með afnámi auðlegðarskatts.
Meðal annars vegna þessara mála
hefur myndast gjá milli þings og
þjóðar á undanförnum mánuð
um, eins og fram kemur í skoðana
könnunum á fylgi ríkisstjórnarinn
ar og ríkisstjórnarflokkanna.
Rökræða í stað árása
Raunar held ég að sú gjá skýrist
einnig af því hvernig forystumenn
ríkisstjórnarinnar hafa talað til
þeirra sem eru ósammála þeim
síðan þeir tóku við völdum. Fyrir
nokkru greip forsætisráðherra til
þess bellibragðs að saka stjórnar
andstöðuna fyrirfram um að koma
til með að segja ósatt í þinginu.
Það gefur auga leið að slíkur mál
flutningur bætir ekki umræðu
hefðina á Alþingi. Sömuleiðis er
það áhyggjuefni að formaður fjár
laganefndar og þingflokksformað
ur Framsóknarflokksins skuli leynt
og ljóst tengja niðurskurð á fram
lögum til RÚV við meinta ósann
gjarna umfjöllun um flokkinn
sinn.
Verst af öllu er þó hvernig rík
isstjórnin hefur talað til þjóðar
innar sjálfrar. Þeir sem gagnrýna
ríkisstjórnina eru sagðir taka þátt
í „loftárásum“ eða byggja skoð
anir sínar á „misskilningi“. Í stað
rökræðu um forgangsröðun og
grunngildi samfélags okkar er fólki
ítrekað stillt upp í lið – „við“ og
„hinir“ – þar sem öll gagnrýni er
gerð tortryggileg og þeim sem hafa
aðra skoðun gerðar upp annar
legar hvatir.
Lýðræði á tímamótum
Framferði ríkisstjórnarinnar í
þessum efnum veldur ekki aðeins
eðlilegri gremju meðal þjóðar
innar heldur grefur það undan
lýðræðinu. Það er forsenda lýð
ræðislegrar ákvarðanatöku að
upplýsingar séu fyrir hendi og al
menningur geti tekið þátt í opin
berri umræðu án þess að vera
átalinn af valdafólki. Lýðræði þarf
líka á því að halda að til séu óháð
ir fjölmiðlar sem miðla upplýsing
um til fólksins með aðgengilegum
hætti. Í fámennu samfélagi hefur
almannaútvarpið þar feikimikil
vægu hlutverki að gegna og því
sérstakt áhyggjuefni að framlög
þess séu skert.
En til framtíðar eigum við líka
að huga að annars konar lýð
ræðisumbótum. Mikilvægt er að
efla þjóðþingið gagnvart fram
kvæmdavaldinu og styrkja þannig
fulltrúalýðræðið. Samhliða því er
líka brýnt að setja sem fyrst ákvæði
í stjórnarskrá um að tiltekinn hluti
landsmanna geti krafist þjóðar
atkvæðagreiðslu. Þannig hefði til
dæmis mátt knýja fram þjóðarat
kvæðagreiðslu um lækkun veiði
gjalda en 35 þúsund Íslendingar
skrifuðu undir áskorun til forseta
Íslands um að synja þeim lögum
samþykktar. Því miður voru lögin
hins vegar samþykkt, og það þó að
skoðanakannanir hafi sýnt að 70%
þjóðarinnar væru þeim andsnúin.
Þátttökulýðræði
Þó að mikilvægt sé að setja skýr
ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðsl
ur er einnig rétt að huga að því að
lýðræði snýst ekki einungis um
atkvæðagreiðslur. Okkur hættir
til að hugsa um lýðræði sem eitt
hvað sem gerist í kjörklefanum
en í reynd snýst það að sjálfsögðu
um að almenningur – „lýðurinn“
– taki þátt í að móta samfélag sitt.
Undanfarin ár hafa ýmsar athygl
isverðar tilraunir verið gerðar til
að auka þátttöku almennings í
opin berri stefnumótun og þar
með styrkja stoðir lýðræðisins.
Í sumum tilvikum snúast þessar
tilraunir um að kanna afstöðu al
mennings til tiltekinna mála eftir
að hafa kynnt sér málið og rætt það
til hlítar. Í öðrum tilvikum kemur
fólk saman til að móta stefnuna
beint, eins og í svokallaðri þátt
tökufjárhagsáætlanagerð. Þá hafa
verið skapaðar leiðir þannig að al
menningur geti sett mál á dagskrá
þjóðþinga og þau þannig hlot
ið umræðu. Lýðræðistilraunir af
þessu tagi hafa verið settar af stað
í ótal löndum, þar á meðal í Dan
mörku, Bandaríkjunum, Brasilíu
og Japan. Reyndar höfum við Ís
lendingar einnig verið framarlega
á þessu sviði, því sú vinna sem
fram fór í tíð síðustu ríkisstjórn
ar við gerð nýrrar stjórnarskrár
– með þjóðfundi, stjórnlagaráði
og þjóðaratkvæðagreiðslu – hef
ur vakið athygli erlendis. Við þurf
um að halda áfram á þessari leið
á næstu árum og styrkja þannig
stoðir lýðræðisins. Þannig getum
við tekið betri og lýðræðislegar
ákvarðanir.
Að lokum óska ég landsmönn
um öllum gleðilegra jóla og friðar
yfir hátíðirnar, með von um að við
sjáum frekari lýðræðisumbætur á
komandi ári. n
Katrín Jakobsdóttir
formaður VG
Kjallari
Myndin Hátíð ljóss Margir eru nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir hátíðarhöld næstu daga. Sumir kjósa að hafa síðustu daga aðventunnar rólega en aðrir vilja hlaupa á milli búða og fara í sendiferðir. Mynd sigtRygguR aRi
„ Í stað rökræðu um
forgangsröðun
og grunngildi samfélags
okkar er fólki ítrekað stillt
upp í lið – „við“ og „hinir“
– þar sem öll gagnrýni er
gerð tortryggileg og þeim
sem hafa aðra skoðun
gerðar upp annarlegar
hvatir.
Ég skarst
illa
Ársæll Þór ingvason varð fyrir aðkasti vegna litarhafts síns. – DV
Ég sá engan
detta
tanja Ýr Ástþórsdóttir um reynslu sína í Miss World. – DV
Helvítis
krabbameinið
steinar Bragi greindist með krabbamein. – DV