Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2014, Page 21
Jólablað 23. desember 2014 Fólk Viðtal 21 Mun aldrei gleyma Glaumbæ Hljómsveitin náði toppnum árin á eftir og segir Shady að lífið hafi hverfst um æfingar, ferðalög og spila- mennsku. Lítið annað hafi komist að. „Við hreinlega strituðum,“ útskýr- ir hún. Spurð hvort einhverjir tónleikar hafi verið öðrum minnisstæðari á þessum tíma segir Shady svo vera. „Ég mun alltaf muna eftir Glaumbæ. Þetta var þegar Led Zeppelin kom hingað til lands. Allir voru mjög upp- teknir af komu þeirra, eðlilega. Sjálf vorum við að spila á balli og ég var að syngja Baby I'm Gonna Leave You þegar inn í salinn ganga Zeppelin- liðar. Þetta var „thrilling“ og ég var svo taugaóstyrk, en vá!“ segir Shady og spennan í rödd hennar leynir sér ekki. Hún kveðst finna fyrir fiðringi enn þann dag í dag við upprifjunina. „Flutningurinn, þó ég segi sjálf frá, var ótrúlegur. Ó, þetta er svo frábær minning.“ Í maí árið 1969 birtist óvænt til- kynning frá Hljómum og Flowers (sem skipuð var þeim Arnari Sigur- björnssyni, Rafni Haraldssyni, Jónasi R. Jónssyni, Karli Jóhanni Sighvats- syni, Sigurjóni Sighvatssyni auk Gunnars Jökuls Hákonarsonar). Sveitirnar höfðu tekið ákvörðun um að hætta en mynda nýja ofur- sveit setta saman úr rústunum. Nafn hennar var Trúbrot. Aðdáendur hljómsveitanna tveggja voru svarnir óvinir og olli samruninn því óneitanlega nokkurri úlfúð. Sveitirnar þóttu ekki vera sam- stíga í tónlistarsköpuninni en Shady segir þó að samruninn hafi legið leynt í loftinu um nokkurt skeið. Til að byrja með var Trúbrot kvintett skipuð þeim Gunnari Þórðarsyni, Rúnari Júlíussyni og Shady Owens, Karli Sighvatssyni og Gunnari Jökli Hákonarsyni. Þeirra fyrstu tónleikar þóttu ekki ganga nógu vel en þeir voru haldnir í Sigtúni (við Austurvöll) í júní sama ár. Strax daginn eftir hélt sveitin til New York þar hún dvaldi í hálfan mánuð og tróð upp undir nafninu Midnight Sun. Völdu Húsafell yfir Woodstock „Þetta var á sama tíma og Wood- stock var að hefjast. Þetta var hreint töfrandi tími að vera til. Stemmingin sem einkenndi þessa ferð. Við vild- um ekki koma heim, ég man það en höfðum bókað okkur í Húsafell sömu helgi og aðalhátíðarhöldin fóru fram. Við vorum svo samvisku- söm að við vildum ekki ganga á bak orða okkar,“ segir Shady og hlær. „Það var nú meiri vitleysan. Við héldum þess í stað okkar eigið Wood- stock hér heima í Húsafelli. Ég man að það var líka dásamlegt og veðrið eins og þegar best lætur. Það eru all- ir alltaf að horfa aftur til hippatímans og ég skil það vel. Það eru forréttindi að hafa upplifað þennan tíma.“ Tónlistarflutningurinn á Húsafelli þótti með besta móti og þótti kraft- urinn slíkur að annað eins hafði ekki heyrst eða sést hjá íslenskri popp- sveit. Trúbrot var komin til að vera. Shady fór þó fljótlega að ókyrrast og ævintýraþráin tók yfir á nýjan leik. Hún sagði því skilið við hljóm- sveitina árið 1970 og fluttist til Bandaríkjanna í tvö ár. Hún sneri þó aftur og í febrúar 1972 gekk hún til liðs við hljóm- sveitina Náttúru sem þá skipuðu þeir Björgvin Gíslason, Sigurður Árna- son, Ólafur Garðarsson, Áskell Más- son og Jóhann G. Jóhannsson en auk þess lék góðvinur hennar Karl Sig- hvatsson með þeim öðru hverju. Hvatvísin leiddi til Georgíu Tæpum tveimur árum síðar var kom- ið fararsnið á Shady enn á ný. „Ég hitti menn á „base“inu hvar ég kom fram á Offisera-klúbbnum. Þetta voru amerískir tónlistarmenn. Ég spilaði aðeins með þeim hér heima. Þeir voru allir á leiðinni til heim til Bandaríkjanna og buðu mér með til Atlanta. Ég var svo hvatvís þarna svo ég gerði það bara og fór. Við spiluð- um aðeins í Goergíu og Flórída hvar ég bjó svo í smá stund. Þetta var alls ekkert auðvelt og ég man við ströggl- uðum mikið. Á þessum tíma hafði mamma nýverið flutt til Seattle svo ég fór að endingu heim til hennar.“ Shady sneri aftur til Íslands yfir sumartímann árið 1977. Þá höfðu þeir Gunnar Þórðarson og Björg- vin Halldórsson unnið í Bretlandi og unnu að útgáfu vísnaplötunn- ar Einu sinni var í félagi við aðra menn. Í þeirra hópi kynntist Shady eiginmanni sínum og fluttist hún til London með honum eftir sumarið. Barnleysið vonbrigði Í dag búa þau hjónin saman heilum þrjátíu og sex árum síðar, í sveitum Suffolk ásamt tveimur köttum. Þeim varð ekki barna auðið og segir Shady að hún reyni að láta það ekki á sig fá. „Nú erum við bæði sest í helgan stein. Það er besta vinna sem ég hef haft,“ segir hún og hlær. „Kettirnir eru mín börn. Því mið- ur þá bara gekk það ekki hjá okk- ur. Það einhvern veginn gerðist ekki. Ég er samt ekki ekki ein af þeim sem ætla að dvelja við það. Ég meina þú saknar ekki þess sem þú hefur ekki. Ég er ekki að segja að maður verði ekki svolítið „melancholy“ með aldrinum og það veldur mér stundum hjartasári. En eins og sagt er; þú velur þér ekki fjölskyldu. Við erum líka mjög heppin. Við höf- um það gott.“ Shady á stóra fjölskyldu hér heima á Íslandi og vonast hún til að geta heimsótt þau næsta sumar. „Það er þá sem ég væri til í að spila smá líka ef ég næði nokkrum giggum. Ég stóla á þig, María, að koma þessu til skila,“ segir hún og rekur upp rokna hlátur. Þrátt fyrir að hafa komið í stuttar heimsóknir síðustu fjóra áratugina kveðst Shady hafa misst sterkustu tenginguna við landið. Hún nefnir þar sérstaklega þá Karl J. Sighvatsson og Rúnar Júlíusson. En hún hefur þó komið og leikið á minningartónleik- um þeirra beggja. Saknar Rúna Júl „Ég kom miklu oftar þegar Rúni var á lífi. Ég vann meira að segja lítillega með honum skömmu áður en hann dó. Við skemmtum okkur alltaf svo vel saman. Ég minnist þess hvernig ég kvaddi hann í hinsta sinn á flug- vellinum,“ Shady gerir hlé á máli sínu um stund. „Maður veit aldrei neitt fyrirfram, er það? Hvað ég sakna hans. Hvað er annars að frétta af Ís- landi,“ spyr Shady blaðamann. „Músíkin er hún ekki alltaf í blóma. Ég er nokkuð viss um að ég myndi ekki þekkja mikið af því sem er í gangi þarna núna. Rúni var vanur að senda mér tónlist um jólin. Þannig fylgdist ég ágætlega með því sem var í gangi. Og hvernig er það, er ekki allt líka orðið mun stærra?“ spyr hún á ný og blaðamaður jánkar því. Hún kveðst ekki vera mjög fylgjandi því. „Ég elska smáborgarfílinginn en nú er allt orðið stórt og bæjarfélögin Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík þetta rennur saman er það ekki? Ég veit alveg að hlutirnir breytast en ég sakna samt Íslands eins og það var. Litla Ísland var eitthvað svo kósí. Ég er orðin svo mikil sveitakona í seinni tíð, eins og þú kannski heyrir.“ Shady hélt því næst áfram að spyrja frétta af Íslandi vongóð um að snúa aftur við fyrsta tækifæri. „I'll be back,“ segir hún og hlær að lokum. n „Ég fór eftir tónleik- ana og bauð þeim aðstoð mína. Þeir lofuðu að vera í sambandi við mig. Sem þeir gerðu svo ekki neitt. Ég var mjög sár við þá, virkilega vonsvikin. Óðmenn Shady segist sjá eftir því að hafa ekki verið þeim trú. Hljómar Sveitin náði áður óþekktum hæðum í vinsældum hér á landi. Hægt að panta á www.rit.is Bækurnar fást í bókaverslunum og garðvöruverslunum. Fossheiði 1 – 800 Selfoss Sími 578-4800 Tvær grænar í jólapakkann Hljómar á ferð og flugi Sveitin spilaði í Bretlandi um tíma. Trúbrot Shady stoppaði stutt við með sveitinni Trú- brot og hélt út á vit ævintýranna á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.