Bændablaðið - 09.07.2015, Qupperneq 1

Bændablaðið - 09.07.2015, Qupperneq 1
13. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 9. júlí ▯ Blað nr. 446 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Æðarvarp hefur gengið bærilega í sumar á norðanverðu landinu: Dúntekja yfir meðallagi − staðan á varpinu mun betri við Djúp en í fyrra, segir Salvar Baldursson, bóndi í Vigur „Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur. „Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra. Kollurnar settust upp um hálfum mánuði seinna nú en í venjulegu ári. Síðan hefur verið mikill kraftur í varpinu. Þessi staða hentar okkur reyndar mjög vel, þar sem gróður var ekki kominn mikið af stað og því ekki hætta á að hreiðrin færu á kaf í gras.“ Þegar tíðindamaður Bænda- blaðsins ræddi við Salvar í byrjun síðustu viku voru enn þó nokkuð margar kollur á hreiðrum. Æðarbændur eru yfirleitt fáorðir um umfang þess dúns sem fæst í þeirra varpi og tala frekar um dúntekjuna í víðum skilningi. „Hjá mér var dúntekjan í fyrra um 25% undir því sem gerist í meðalári. Þá var mjög leiðinlegt veður og í samanburði er það eins og svart og hvítt miðað við veðurfarið nú í sumar. Dúntekjan nú verður örugglega eins og í góðu meðalári.“ Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fluttur út dúnn fyrir 152,1 milljón (fob-verð) á tímabilinu janúar til maí árið 2014, en fyrir 210,1 milljón á sama tíma 2015. Fróðlegt verður því að sjá tölur fyrir útflutning dúns sem heimtist úr hreiðrum nú í júní. Salvar segir að annað fuglavarp í eyjunni virðist líka vera að ganga vel. Krían hafi komið upp miklum fjölda unga og sömu sögu sé að segja af lundanum sem er annar nytjastofn í Vigur ásamt æðarfuglinum og hefur verið nýttur í árhundruð. „Ég hef skoðað ábúðina fyrir Náttúrustofu Suðurlands sem heldur utan um tölur um lundann og það er yfir 90% ábúð hér í lundaholum. Sömu sögu er að segja á öðrum stöðum í Djúpinu, enda virðist vera mikið af æti og staðan góð fyrir allt fuglalíf.“ /HKr. Baldur Björnsson er vinnumaður og ungahirðir í Vigur í sumar. Þarna er hann með munaðarlausa unga sem álpast hafa úr hreiðrum eða hafa farið ofan í lundaholur. Í stað þess að setja þá á sjóinn og láta máfana éta þá eru þeir aldir heima þar til þeir geta bjargað sér sjálfir. Eru þeir heimafólki og ferðamönnum til gleði og gamans. Mynd / Björn Baldursson. 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 28–29 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 26–27

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.