Bændablaðið - 09.07.2015, Page 4

Bændablaðið - 09.07.2015, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Tónleikar á „heimsenda“ Þann 17. júlí næstkomandi verða opnunartónleikar Spilað fyrir hafið en þar mun Haukur Þórðarson gítarleikari spila ljúfa tóna daglega á Fonti á Langanesi fram til 1. ágúst. Tónleikaröðin er verkefni á vegum Langanesbyggðar og hefur menningarhluti Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra styrkt verkefnið. Langanes er einstök náttúruperla með fjölskrúðugt fuglalíf. Að keyra út á Font er þó ekki heppilegt fyrir fólksbíla enda vegurinn á köflum grýttur. Markmiðið með verkefninu er að njóta tónlistar úti í náttúrunni, í þessu einstaka umhverfi þar sem tilfinningin er að komið sé út á heimsenda, eða allavega svo langt sem komist verður á landi ísa. Yfirskriftin er að spila tónlist fyrir hafið og hugsa til alls þess sem það hefur gefið en einnig tekið. Staðsetningin er ekki hefðbundin en stundum þarf bara að hugsa aðeins út fyrir rammann. Haukur er Langnesingur í húð og hár og stundar nú nám við tónlistarskóla FÍH. Hann segir að verkefnið sé viss áskorun en finnst ekki mikið mál að rúnta þessa leið daglega í þennan tíma. Frekari upplýsingar um tónleikana má finna á heimasíðu Langanesbyggðar, langanesbyggd.is, eða á fésbókinni. /GBJ Fréttir Ný lög er varða nautgriparækt: Innflutningur erfðaefnis í holdanautgripi heimilaður − meirihluti atvinnuveganefndar vill fósturvísa og ræktun í einangrunarstöð Frumvarp sjávarútvegs- og land- búnaðar ráðherra um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum (erfðaefni holdanautgripa) var samþykkt á Alþingi 30. júní sl. Alls samþykktu 46 þingmenn frumvarpið en 7 voru á móti, einn greiddi ekki atkvæði og 9 voru fjarverandi. Í frumvarpinu er ekki tekið skýrt fram hvernig að framkvæmd málsins skuli staðið, en væntanlega verður það gert í reglugerð. Meirihlutinn vill fósturvísa og ræktun í einangrunarstöð Meirihluti atvinnuveganefndar lagði áherslu á í sinni athugasemd við frumvarpið að fyllstu varúðar verði gætt við undirbúning og framkvæmd innflutnings á erfðaefni. Þar sagði m.a.: „Meirihlutinn telur að miða skuli við tillögu A í meginatriðum hvað varðar tilhögun og kröfur til innflutnings, um framkvæmd á innflutningi erfðaefnis og kröfur til aðstöðu á einangrunarstöð en umrædd tillaga er fylgiskjal með áliti þess. Meirihlutinn telur að miða skuli við innflutning erfðaefnis með fósturvísum á einangrunarstöð og mælir ráðherra fyrir um kröfur til einangrunarstöðva í reglugerð líkt og áður hefur komið fram. Kröfur til einangrunarstöðvar setur ráðherra í reglugerð. Þar verði tekið tillit til sjónarmiða eins og nálægðar við bú er halda nautgripi og hversu stórt svæði verði að vera skepnulaust. Gripum sem fæðast af því erfðaefni verði í framhaldi heimilt að dreifa af einangrunarstöð við 9–12 mánaða aldur að undangenginni rannsókn og mati á áhættu á að með gripum geti borist sjúkdómar. Að sama skapi verði heimilt að taka sæði til frystingar af sömu gripum. Meirihlutinn telur að miða beri við að gripir verði ekki fluttir af einangrunarstöð fyrr en við 9–12 mánaða aldur en að undangengnum rannsóknum til áframeldis og kynbóta á búum bænda. Jafnframt ber að viðhafa vöktun með sjúkdómum.“ Minnihluti telur áhættuna of mikla Lilja Rafney Magnúsdóttir VG skilaði minnihlutaáliti þar sem segir m.a.: „Minnihlutinn telur að mikil áhætta felist í því fyrir íslenskan landbúnað að flytja inn erfðaefni, hvort sem um er að ræða fósturvísa eða sæði. Telur minnihlutinn að ekki eigi að taka slíka áhættu enda mikil hætta á smitsjúkdómum hjá íslensku búfé sem hefði ófyrirséðan skaða í för með sér. Minni hlutinn telur brýnt að fram fari lýðræðisleg umræða um efni frumvarpsins sem sérfræðingar, bændur og fulltrúar Bændasamtaka Íslands taki þátt í.“ /HKr. Með skrúfu í eyra Þeir deyja ekki ráðalausir kúabændur á norðausturhorni landsins þótt töng týnist þegar verið er að merkja gripina sem fæðast í þennan heim með löggiltu númeri. Það vakti mikla kátínu í nautalógun á Sláturhúsi Vopn- firðinga þann 30. júní þegar skoðað var eyrnamerki á einum nautgripnum sem verið var að slátra. Þá kom í ljós að eigandinn hafði ekki dáið ráðalaus þótt hefðbundin verkfæri og búnað vantaði þegar hann var að festa eyrnamerkin á. Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki það sem ekki fæst hefur ráðagóður eigandi þessa grips greinilega hugsað. Hefur hann því gripið ryðfría stjörnuskrúfu og skrúfjárn og einfaldlega skrúfað númerið í eyra gripsins eins og sjá má á þessari mynd sem Ágústa Skúladóttir á Refsstað í Vopnafirði sendi okkur. Lög voru samþykkt í desember sem gera verndun afurðaheita mögulega: Unnið að því að íslensk afurðaheiti njóti verndar í Evrópu − enginn hefur sótt um að fá sínar vörur skráðar hér á landi Holdanautgripir í Kerlingardal skammt austan við Vík í Mýrdal. Mynd / HKr. Í lok desember 2014 samþykkti Alþingi ný lög um vernd afurðaheita þar sem heimilað er að vísa sérstaklega til uppruna þeirra afurða sem slíkrar verndar njóta, þess svæðis sem þau koma frá eða hefðbundinnar sérstöðu þeirra. Þar hefur verið rætt um fjölmörg möguleg matvöruheiti, eins og skyr og vestfirskan harðfisk, Hólsfjallahangikjöt og fleira. Þótt lögin hafi nú verið í gildi í hálft ár, hafa enn ekki borist neinar umsóknir um skráningu á íslenskum afurðaheitum samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Hlýtur það að teljast nokkuð sérstakt, þar sem mikil umræða hefur farið fram um það á liðnum árum að nauðsynlegt væri fyrir Íslendinga að tryggja sér matvælaheiti eins og skyr. Hefur sú umræða líka sprottið upp í kjölfar auglýsinga mjólkurrisans Arla í Bretlandi á eigin skyri fyrirtækisins og jógúrt þar sem sérstaklega er reynt að höfða til upprunans á Íslandi. Greinilega er þó verið að beita ákveðinni blekkingu um upprunann á framleiðslu fyrirtækisins og nota hreinleikaímynd Íslands sem þykir sterk. Er þeta auglýst með orðunum „Icelandic Style“. Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu átt í viðræðum við Evrópusambandið um að tiltekin afurðaheiti sem fengið hafa slíka vernd innan Evrópusambandsins muni einnig njóta slíkrar verndar hér á landi. Stjórnvöld leggja nú mat á hvort af slíku verður, en drög að samningi um þessi mál voru lögð fram 18. júní síðastliðinn. Samkvæmt lögunum sem sett voru á síðasta ári er heimilt að veita afurðaheiti, sem vísar til uppruna, vernd á grundvelli skráningar samkvæmt lögum þessum ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt: a. ef afurðin er upprunnin á tilteknu svæði, stað eða landi, b. ef rekja má gæði eða eiginleika afurðar, verulega eða að öllu leyti, til staðhátta, að meðtöldum náttúrulegum og mannlegum þáttum, og c. ef framleiðsla, vinnsla og tilreiðsla afurðar fer fram á hinu skilgreinda landsvæði. Markmið laganna er að veita þeim afurðum sem uppfylla þær kröfur og þau skilyrði sem sett eru um slíkar vörur nauðsynlega lagalega vernd auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Með lögunum er íslenskum framleiðendum gert mögulegt að sækja um sérstaka vernd fyrir afurðir sínar á grundvelli eins eða fleiri fyrrgreindra atriða. Slík vernd afurða er nýlunda hér á landi en hefur tíðkast um árabil í nágrannalöndum okkar og munu margir kannast við sérmerkta osta frá Frakklandi eða skinku frá Spáni svo dæmi sé tekið. Áður en fallist er á vernd erlendra heita samkvæmt milliríkjasamningi skal Matvælastofnun auglýsa lista yfir þau afurðaheiti sem verndar munu njóta auk upplýsinga um hvar nálgast megi afurðalýsingu fyrir viðkomandi matvæli. Matvælastofnun hefur því auglýst eftir andmælum gegn því að heiti þau sem listuð eru á heimasíðu stofnunarinnar (http://www.mast. is/frettaflokkar/frett/2015/06/30/ Ny-log-um-vernd-afurdaheita-/) öðlist vernd á Íslandi. Andmæli skulu vera skrifleg og berast Matvælastofnun, Austurvegi 64, 800 Selfossi, fyrir 31. ágúst 2015. /HKr. ARLA − „Icelandic style yougurt“. Haukur Þórðarson við vitann á Fonti. Vitinn á Fonti. Haukur á tröppunum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.