Bændablaðið - 09.07.2015, Side 20

Bændablaðið - 09.07.2015, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Íslensk orkufyrirtæki hafa stundað þann leik síðan 2011 að selja erlendum orkufyrirtækjum íslensk hreinleika- eða upprunavottorð á raforku og hjálpað þeim þannig við að blekkja raforkukaupendur sína um raunverulegan bakgrunn eigin framleiðslu. Umfjöllun í síðasta Bændablaði um málið vakti gríðarlega athygli enda málið í hæsta máta fáránlegt. Allt er þetta þó gert í skjóli ESB-tilskipunar og laga sem Alþingi samþykkti einróma vorið 2008. Ísland og Íslendingar geta ekki lengur stært sig af þessari hreinu ímynd, þar sem orkufyrirtækin selja á hverju ári erlendum orkufyrirtækjum hreinleikavottorð í orkuframleiðslu í skiptum fyrir ávísun á orku sem ekki er framleidd á vistvænan hátt. Þetta má sjá á orkureikningum landsmanna þar sem nú er tekið fram að meirihluti af orkunni sé framleiddur með kjarnorku, olíu, kolum og gasi. Setur sæstrengsmálið í uppnám Vegna þeirrar stöðu sem landsmenn hafa nú verið upplýstir um er jafnframt ljóst að hugmyndir um sölu raforku frá Íslandi um sæstreng hljóta líka að vera komnar í uppnám. Dugar þar að vitna í orð iðnaðarráðherra hér að neðan um það ef af lagningu sæstrengs yrði; „… þá getum við ekki lengur sagt að við séum bara með hreina orku“. Allt er falt fyrir peninga − líka syndaaflausnir og blekkingar Þrátt fyrir að hér á landi séu hvorki kola- né kjarnorkuver til raforkuframleiðslu, þá geta Íslendingar sjálfir ekki fengið skráð hjá sér kaup á hreinni orku nema greiða orkufyrirtækjunum sérstaklega fyrir það. Það sem meira er, að framboðið á þessum hreinleikavottorðum fyrir Íslendinga sjálfa fer þverrandi vegna sölu til útlendinga. Á reikningi Orku náttúrunnar kemur fram að viðskiptalegur uppruni raforku ON eftir orkujöfnun árið 2013 sé endurnýjanleg orka 39% og jarðefnaeldsneyti 37% kjarnorka 24%. Vegna aukinnar raforkuframleiðslu með vatnsafli og heldur minni sölu hreinleikavottorða minnkaði kjarnorkuhlutfallið, hjá öllum orkufyrirtækjunum samkvæmt útreikningum Orkustofnunar, í 23% árið 2014 og jarðefnaeldsneytishlutinn í 32%. Sveinn A. Sæland, fyrr- verandi formaður Sambands garðyrkjubænda, lýsti áhyggjum garðyrkjubænda vegna málsins og greindi frá tilboði sem hann hafði fengið frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur , um að garðyrkjubændur gætu keypt sig frá sóðaskapnum fyrir 5,1 eyri á kílóvattstund. Málið snýst þó um miklu meira en hag og ímynd garðyrkjunnar, því öll hreinleikaímynd Íslands sem hamast hefur verið við að selja útlendingum á undanförnum áraum og áratugum er undir. Verður rándýrri markaðssetningu fórnað á altari blekkingarinnar? Hér hafa verið reist stór gagnaver, bæði á Keflavíkurflugvelli og í Hafnarfirði sem ganga nær eingöngu út á að selja notendum endurnýjanlega og hreina orku til að geyma tölvugögn sín. Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið af opinberum aðilum og einkafyrirtækjum í að auglýsa hreinleika landsins og að hér sé framleiðsla og notkun á hreinum orkulindum höfð í hávegum. Öll ferðaþjónustan byggir á að selja þessa sömu hreinu ímynd. Allt þetta hefur nú verið sett í uppnám með innleiðingu á reglugerð ESB og einróma samþykkt Alþingis sem heimilar sölu íslenskra orkufyrirtækja á hreinum blekkingum. Þar er ekki verið að selja neina hreina orku, einungis syndakvittun fyrir erlenda aðila um að þeir geti skreytt með íslenskum pappírum um hreina orku til að slá ryki í augun á sínum viðskiptavinum. Furðulegt má telja að hagsmunaaðilar, þar með talin samtök neytenda, hafi ekki frekar en þingmenn og aðrir gert athugasemd við lagafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi og heimilar þennan gjörning. Samt er hér verið að beita hreinum blekkingum Fokdýr markaðssetning hreinnar náttúru, íslenskra matvæla og hreinnar orku landsins hefur verið sett í voða: Sæstrengur mun líka gera íslenska raforku óhreina − samkvæmt mati iðnaðar- og viðskiptaráðherra í umræðum um sölu syndaaflausnarbréfanna en ráðherra bíður niðurstöðu stýrihóps Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Trúverðugleiki Íslands hvað varðar hreina náttúru, hreina matvælaframleiðslu og hreina orkuframleiðslu er í veði vegna sölu svokallaðra upprunavottorða. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur einnig bent á að sala raforku um sæstreng geti líka gert íslenska orku „óhreina“. Samkvæmt lögum er nú skylt að birta á íslenskum raforkureikningum hversu hátt hlutfall orku sem framleidd er með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti er V ið höfum ekki marga kosti vegna skuldbindinga okkar gagnvart EES. En eitt af því sem við höfum rætt er að ríkið sem eigandi beini þeim tilmælum til orkufyrirtækja í ríkiseigu að þau einfaldlega hætti sölu slíkra upprunaábyrgða og jafnframt að rætt verði við hin orkufyrirtækin um að gera það sama. Þ að er stýrihópur að störfum sem er að skoða hagkvæmni sæstrengs og eitt af því sem við þurfum að meta áður en endanlega afstaða er tekin til sæstrengs er einmitt þetta atriði. (Úr svari iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Bændablaðsins)

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.