Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Æðarvarp var nokkru seinna á ferðinni í vor en venja er til, um viku til 10 dögum að jafnaði á flestum landsvæðum. Miðað við hversu útlitið var dökkt um tíma má segja að þó nokkuð vel hafi ræst úr málum og segja æðarbændur að dúntekja verði sennilegast þegar upp verður staðið nálægt meðallagi. „Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur, eins og fram kemur á forsíðu blaðsins. „Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra,“ sagði Salvar. „Það má orða það svo að betur hafi farið en á horfðist,“ segir Björk Pétursdóttir á Hraunum í Fljótum. Vargur gerir æðarbændum lífið leitt, en ref hefur á flestum svæðum fjölgað umtalsvert og gerir hann oft og iðulega skráveifu í varpinu. Þess eru dæmi að ágangur refs sé svo mikill að hann hafi hreinlega rústað heilu vörpunum. Þegar svo háttar til sitja bændur uppi með fjárhagslegt tjón sem ekki fæst bætt, þeir verða bara að bíta í þetta súra epli. Eins og ekki síður er oft um tilfinningatjón að ræða, kraftaverk þarf til að kollur snúi á ný í varp sem vargur hefur farið ránshendi um. Refurinn sækir í sig veðrið og hefur sem dæmi gert sig heimkominn á láglendi í Skagafirði, svæði þar sem hann sást á árum áður ekki. /MÞÞ/HKr. Æðarvarp seinna á ferðinni í ár en vanalega vegna kuldatíðar: Bændur berjast við varginn en dæmi eru um að refur hafi rústað heilu vörpunum Skagafjörður: Ref fjölgar gegndarlaust og gerir æðarbændum lífið leitt Sigurður Guðmundsson, formaður Æðarræktarfélags Skagafjarðar, segir öll kurl ekki komin til grafar með hvernig dúntekja ársins komi út, niðurstöður úr vigtun liggi ekki fyrir. Sýnist honum sem æðarbændur hafi heldur minna upp úr krafsinu í ár en vanalega. „Mér virðist þetta vera í minna lagi. Menn hallast að því að veðrinu í vetur geti verið um að kenna, vetrarveðrið hefur verið fuglinum erfitt, það var mikið um óveður, rok og bleytu, sem gerir að verkum að fuglinn á erfitt með að finna æti og þar með að fita sig,“ segir Sigurður. Í vor hafi á hinn bóginn viðrað ágætlega í Skagafirði, ekki mikið rok og þurrkur allan varptímann. Fjárhagslegt og sálrænt tjón Sigurður segir ref hafa fjölgað mjög á svæðinu og sæki hann í auknum mæli niður á láglendið, en slíkt var óþekkt á árum áður. „Okkur stóð engin ógn af refnum hér áður fyrr, en nú er annað upp á teningnum, hann er hér vaðandi um allt og gjarnan stórtækur í varpinu. Ég veit til þess að eitt varp hér í Skagafirði hefur algjörlega hrunið vegna þessa ágangs. Það er bæði fjárhagslegt tjón fyrir viðkomandi bændur sem engar bætur fá en ekki síður sálrænt. Æðarvarp byggist upp á löngum tíma og kynslóð eftir kynslóð hefur sinnt því af kostgæfni. Það þarf kraftaverk til að kollan snúi aftur á slóðir, það er mjög erfitt að byggja upp að nýju.“ Er að þurrka upp allt fuglalíf Sigurður segir að refagreni hafi verið í námunda við sitt varp í vor, karldýrið náðist fljótlega og kvendýrið og fjórir yrðlingar nokkru síðar. Það hafi bjargað sínu varpi. Að líkindum séu aðstæður í náttúrunni refnum hagstæðar og skýri fjölgun í stofninum, en eins hafi áherslur í tímans rás breyst þegar að refaveiðum kemur, menn hafi nú aðra sýn á þau mál en áður var. „Ref fjölgar gegndarlaust, framboð á fæðu virðist vera með besta móti. Það er ekki bara að hann leggist á kollurnar, heldur sýnist mér hann vera að þurrka upp allt fuglalíf á stórum svæðum,“ segir Sigurður. Hann segir að minkur hafi aðeins látið á sér kræla eftir lægð sem kom í stofninn í kjölfar veiki sem á hann herjaði fyrir fáum árum. „Ég var að vona að þessi veiki myndi ganga frá honum, en því miður virðist hann á ný vera að sækja í sig veðrið.“ /MÞÞ Reykhólahreppur: Dæmi um að vargurinn leggi æðarvarp í rúst „Það var kalt hér framan af vori og varpið var því heldur seinna á ferðinni en vant er,“ segir Eiríkur Snæbjörnsson, æðarbóndi á Stað í Reykhólahreppi. Nýliðin varptíð einkenndist af baráttu við varg líkt og oft áður, en Eiríkur segir að á sínum slóðum séu það einkum refur og örn sem geri æðarbændum lífið leitt. Mikið sé um hvoru tveggja og dæmi um mikla eyðileggingu af þeirra völdum. „Verstu dæmin sem við höfum hér af svæðinu eru að æðarvarp hafi gjörsamlega verið lagt í rúst og það er alveg afleitt. Þetta er svolítið misjafnt milli svæða, en víða virðist vera mikið um ref, mér sýnist að honum fari fjölgandi og það sama má segja um erni, þeir eru mun fleiri en maður hefur áður séð. Það er gríðarleg vinna við að verja varpið fyrir þessum ágangi og ekki annað til ráða en vera mikið á ferðinni í varpinu,“ segir Eiríkur. /MÞÞ Eiríkur Snæbjörnsson. Mynd / HKr. Hraun í Fljótum: Fór betur en á horfðist − útlitið var alls ekki gott, segir Björk Pétursdóttir Björk Pétursdóttir á Hraunum í Fljótum segir veðrið hafa sett strik í reikninginn og fyrir vikið hafi varpið verið seinna á ferð en í meðalári. Snjór var yfir öllu frá því í kringum 20. apríl og fram í miðjan maí, en eftir það tók við kuldatíð. „Það er eins og kollurnar geti beðið með að verpa, hér fór varp ekki almennilega í gang fyrr en í kringum 20. maí, sem er um tíu dögum seinna en vani er. Það má segja að ekki hafi komið bati í þetta og kollur ekki farið að setjast upp fyrr en seint í maí,“ segir Björk. Í slöku meðallagi í Fljótum Útlitið hafi því alls ekki verið gott, en miðað við væntingar megi segja að sæmilega hafi til tekist, „það má orða það svo að þetta sé í slöku meðallagi. Heldur minna en vant er, en þó nokkuð gott miðað við það sem við héldum að yrði úr, þetta gekk betur en á horfðist, því satt best að segja leist mér ekkert á útlitið á tímabili,“ segir Björk. Búið er að þurrka dún og grófhreinsa, fínhreinsun og vigtun er ekki lokið. Aðstaða til þurrkunar og hreinsunar á Hraunum er með besta móti en nægt heitt vatn er á staðnum. /MÞÞ Sólveig Bessa Magnúsdóttir, æðarbóndi í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, segir líkt og aðrir að varpið hafi verið mun seinna á ferðinni en í meðalári, þetta viku til 10 dögum, „ætli kollurnar hafi ekki lesið norsku langtímaveðurspána og frestað varpi vegna kuldatíðar,“ segir hún. Nú í ár var síðasta dúntekjuferð í varpið farin þegar komið var fram í júlí en vanalega er farið í endaðan júní. Sólveig Bessa segir kollur vel þola kulda, en kuldatíð var ríkjandi í maí og fram í júnímánuð. Hins vegar hafi aldrei verið blautt og það sé af hinu góða. „Ég hugsa að þegar upp er staðið verði dúntekja í meðallagi hjá okkur,“ segir hún. Öflugar tófuvarnir Lítið er um tófu í varpinu í Innri- Hjarðardal og þakkar Sólveig Bessa það öflugum vörnum og átaki í að halda henni í skefjum, varnir hafi skilað árangri í sínu varpi. Töluvert sé þó um tófu vestra. Gestir af skemmtiferðaskipum Farþegar á skemmtiferðaskipum koma gjarnan og skoða varpið og þykir mikið til koma. Sólveig Bessa segir að draumurinn sé að byggja upp góða aðstöðu fyrir ferðalanga, „en það er enn í bígerð, bara enn þá í kollinum á okkur, góðir hlutir gerast hægt,“ segir hún. Eitthvað sé þó búið að lagfæra aðgengi fyrir ferðafólk, sem til að mynda geta fylgst með forhreinsun á dún við góðar aðstæður. /MÞÞ Innri-Hjarðardalur í Önundarfirði: Ætli kollurnar hafi ekki lesið norsku veðurspána? Sólveig Bessa Magnúsdóttir. Björk Pétursdóttir. Mynd / HKr. Sólveig Sigurðardóttir hlúir að einni kollunni í æðarvarpi föður síns. Æðarkolla með blikanum sínum. Afkoma þessara nytjafugla hefur verið nokkuð misjöfn eftir landsvæðum á þessu sumri, en í heildina er staðan víðast hvar mun betri en á síðasta ári. Mynd / Sigurður Ingi Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.