Bændablaðið - 09.07.2015, Síða 31

Bændablaðið - 09.07.2015, Síða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Mynd komin á landsliðið Landslið Íslands í hestaíþróttum er að taka á sig mynd fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Herning í Danmörku dagana 3.–9. ágúst næstkomandi. Fimm knapar tryggðu sér sæti í liðinu í gegnum úrtökumót í júní; Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla, urðu efstir í fimmgangi (F1), Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi sem sigraði í fjórgangi (V1), Sigurður Sigurðarson og Arna frá Skipaskaga urðu efst í tölti (T1), Gústaf Ásgeir Hinriksson og Geisli frá Svanavatni unnu fimmgang (F1) ungmenna og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Týr frá Skálatjörn, sem urðu efst í fjórgangi (V1) ungmenna. Einnig hefur Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri valið Eyjólf Þorsteinsson á Oliver frá Kvistum í hópinn, en þeir félagar hafa verið að gera það gott á mótum í Svíþjóð núna í vor. Ríkjandi heimsmeistarar, þeir Jóhann R. Skúlason, Bergþór Eggertsson og hinn ungi Konráð Valur Sveinsson, eru einnig með keppnisrétt á mótinu til að verja sína titla. Enn eiga eftir að veljast sex íþróttaknapar í liðið, þrír fullorðnir og þrjú ungmenni, ásamt sex kynbótahestum sem munu koma fram fyrir Íslands hönd. Þá hafa þjálfarar landsliðsins verið kynntir, en þau Þórarinn Eymundsson, Elvar Einarsson og Hugrún Jóhannsdóttir verða liðsstjóranum, Páli Braga, til halds og trausts. /GHP Hluti af sveitastörfunumBílaþjónusta N1 Sími 440-1120 N1 er umboðsaðili Cultor landbúnaðardekkja á Íslandi. Cultor er undirmerki frá Mitas sem er einn stærsti framleiðandi landbúnaðar- og iðnaðardekkja í heiminum. Hagkvæmari kostur í dekkjum fyrir landbúnaðinn. www.n1.is facebook.com/enneinn ÍS L E N S K A S IA .I S E N N 7 37 20 0 3/ 15 Undir traktorinn, vagninn og allt þar á milli HROSS&HESTAMENNSKA Frábært fjórðungsmót − vel heppnuð hátíð hestamanna á Austurlandi Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir leggur Sif frá Syðstu-Fossum á glæsilegan Mynd / Jón Björnsson Fjórðungsmót Austurlands var haldið á Stekkhólma dagana 2.–5. júlí síðastliðinn. Kringum 200 hross komu þar fram í keppni og kynbótasýningum. Mótsgestir komu hvaðanæva að af landinu. Um 600–700 manns voru viðstödd Fjórðungsmót íslenska hestsins á Austurlandi. Framkvæmd mótsins var í höndum hestamannafélagsins Freyfaxa en um 70 sjálfboðaliðar lögðu sitt af mörkum á hátíðinni. Bergur og Katla hlutskörpust í töltkeppni Háð var töltkeppni 18 keppnispara og urðu Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum hlutskörpust með einkunnina 8,11. Bergi var jafnframt veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi reiðmennsku við mótslok. Vilborg Smáradóttir á Þoku frá Þjóðólfshaga I fór með sigur af hólmi í töltkeppni áhugamanna, Fanndís Viðarsdóttir á Væntingu frá Hrafnagili í ungmennaflokki, Kristín Ellý Sigmarsdóttir á Sigurbjörgu frá Björgum í unglingaflokki og Kristján Árni Birgisson á Sjéns frá Bringu í barnaflokki. Sif frá Syðstu-Fossum sigraði í gæðingakeppni Keppt var í gæðingakeppni og sigraði Sif frá Syðstu-Fossum A-flokk gæðinga. Knapi Sifjar er Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir. Klerkur frá Bjarnanesi og Kári Steinsson sigruðu B-flokk gæðinga. Gæðingakeppnin var æsispennandi og munaði aðeins brotabroti á efstu keppendum. Yngri knapar öttu kappi í gæðingakeppni. Fyrrnefnd Fanndís Viðarsdóttir á Væntingu frá Hrafnagili sigraði í ungmennaflokki, Agnar Ingi Rúnarsson á Siglu frá Gunnarsstöðum í unglingaflokki og Kristján Árni Birgisson á Sjéns frá Bringu fóru mikinn og tryggðu sér annan bikar í barnaflokki. Kristján Árni hlaut FT-fjöðrina, viðurkenningu fyrir fallega reiðmennsku, frábært samspil, lipurð og léttleika við mótslok. Þá var Guðmundur Þorleifsson heiðraður fyrir ævistarf sitt í þágu hestamannafélagins Freyfaxa en hann hefur verið viðloðandi hestamannafélagið síðan um miðja síðustu öld. Höskuldur Jónsson sigraði á Gleði í 100 metra flugskeiði Höskuldur Jónsson á Gleði frá Sámsstöðum sigraði í keppni í 100 metra flugskeiðið en þau þutu út brautina á Stekkhólma á 8,22 sekúndum. Keppnin þótti almennt spennandi en allar niðurstöður og úrslit má nálgast á heimasíðu hestamannafélagsins Freyfaxa. Þá hlutu rúm 30 hross kynbótadóm á mótinu. Edda frá Egilsstaðabæ hlaut hæstu aðaleinkunn þeirra, 8,55. Hún hlaut 8,14 fyrir sköpulag og 8,83 fyrir kosti. Edda er 7 vetra undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Yrju frá Skálmholti. Hún hlaut m.a. einkunnina 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Sýnandi hennar var Guðmundur Björgvinsson. Næsthæstu einkunn hlaut Bylgja frá Sauðárkróki, 8,47. Hún hlaut 7,93 fyrir sköpulag og 8,83 fyrir kosti. Bylgja er 6 vetra undan Blæ frá Hesti og Glóblesu frá Skelfisstöðum. Hún hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Sýnandi Bylgju var Tryggvi Björnsson. Endurskoða þarf heildarstefnu hestamannamóta „Endurskoðunar er þörf í heildar- stefnu hestamannamóta á Íslandi. Það þarf að gæta þess að mót hafi ekki neikvæð áhrif á hvað annað, því við megum ekki við því. Það þarf að endurskoða dagsetningar á Íslands- og Fjórðungsmótum þau ár sem heimsmeistaramót eru haldin. Þannig fundum við fyrir því að knapar sáu sér ekki fært að fara á Fjórðungsmót vegna Íslandsmótsins sem byrjar nokkrum dögum síðar,“ segir Bjarki Sigurbjartsson, formaður hestamannafélagsins Freyfaxa. /GHP Fallegt og vel við haldið 161,8 fm einbýli með bílskúr á fallegum útsýnisstað við Fjarðarveg, Þórshöfn Langanesi Forstofa og hol sem er opið inn í eldhús og bjarta stofu. Til hægri er stórt eldhús með upprunalegri innréttingu og búri. Úr holi er svo komið inn á gang þar sem er bað og þrjú herbergi. Parket er á gólfum hússins nema forstofu, baði og þvottahúsi. Þvottahús með útgengi út í bakgarð og góð geymsla. Búið er að skipta um stóran hluta af gleri í húsinu. Einangrað geymsluloft er yfir öllu húsinu. Húsið og bílskúr var klætt að utan árið 2007 með álklæðningu. Bílskúr er frístandandi með innkeyrslu og inngöngudyrum. Máluð gólf, rafmagn og kalt vatn. Frekari upplýsingar veitir Kristín Sigurey löggiltur fasteignasali sími 820-8101 eða kristin@101.is Verð -19 millj

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.