Bændablaðið - 09.07.2015, Page 34

Bændablaðið - 09.07.2015, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Franski vélaframleiðandinn Renault setti sína fyrstu dráttarvél á markað 1918 en þá hafði fyrirtækið verið brautryðjandi í bifreiðaframleiðslu í tuttugu ár. Dráttarvélaframleiðsla Renault er í góðum gír. Tæknimenn Renault höfðu gert tilraunir með smíði traktora í rúm tíu ár áður en fyrstu vélarnar voru settar á markað. Frumgerðirnar voru með drifi á öllum fjórum dekkjum eða beltavélar. Fyrirtækið var því í góðri stöðu þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og hóf framleiðslu á léttum skriðdrekum fyrir franska herinn. Reyndi metangas Fyrsti Renault traktorinn sem fór á markað var fjögurra strokka, þriggja gíra og 30 hestafla beltavél sem gekk fyrir bensíni. Fyrirtækið gerði tilraunir með vél sem ganga átti fyrir metangasi að áeggjan franska landbúnaðarráðuneytisins en sneri sér síðan eingöngu að dísilolíu. Árið 1920 sett fyrirtækið svo á markað traktor sem kallaðist GP, HO og var á stálhjólum en að öðru leyti eins og beltavélin. Næsta týpa kom svo á markað 1927 og kallaðist PE. Hönnuðir Renault duttu loksins ofan á dísilvél sem hentaði þeim og árið 1931 hófst framleiðsla á VY týpunni sem var fyrsta franska dráttarvélin og þótti tiltölulega stór vél á þess tíma mælikvarða. Þjóðnýtt í lok heimsstyrjaldarinnar seinni Renault var þjóðnýtt árið 1945 til að taka þátt í uppbyggingu landbúnaðar í Frakklandi eftir heimsstyrjöldina síðari og árið 1947 framleiddi fyrirtækið 7500 dráttarvélar. Vélin sem um ræðir fékk heitið 3040 og þótti nýtískuleg og vel búin aukabúnaði. Tíu árum seinna uppfærði Renault framleiðslu sína og setti á markað hina svokölluðu D týpu. Loft- og vatnskælda dísilvél með nýrri gerð af gírkassa sem var hægt að læsa. D týpan var í framleiðslu til ársins 1965. Renault hélt framþróun sinni áfram og árið 1974 setti fyrirtækið á markað nýja týpu af dráttarvélum með nýju útliti sem voru á bilinu 30 til 115 hestöfl. Gírkassinn þótti nýstárlegur og þannig að mun auðveldara var að skipta úr áfram og afturábak. Traktor á fjöðrum TX cap kom á markað 1981. Sú vél var með farþegasæti og stærri gluggum og útsýni bílstjóra því betra en áður hafði þekkst úr vélarhúsinu. 1987 árgerðin af TX cap var með gormafjöðrum sem mýktu vélina við vinnu og juku þægindi ökumannsins til muna. Vélarnar seldust hægt í fyrstu enda talsvert dýrari en fjaðralausir traktorar. Flaggskip Renault frá 1990 til 2001 kallaðist Atles. Class keypti 51% og ríkjandi hlut í Renault 2003. Þremur árum seinna jók Class hlut sinn í 80% og frá þeim tíma hafa Renault traktorar verið framleiddir undir heiti Class sem yfirtók fyrirtækið að fullu 2008. Renault á Íslandi Eitthvað mun hafa verið flutt inn af Renault dráttarvélum til Íslands og voru þeir kallaðir Renó. Ein þeirra mun hafa verið að Reykjalundi í Mosfellssveit árið 1952. Á heimasíðu Ferguson-félagsins segir að ekki sé ólíklegt að Oddur yfirlæknir Ólafsson hafi fengið traktorinn því hann var með gulrófnarækt suður í Höfnum á Reykjanesi. „Hafi hann orðið innlyksa þar þarf ekki að spyrja að endalokunum því þar ryðgar allt í sundur sem ryðgað getur.“ Eftirtektarvert þótti hér á landi hversu hratt Renault traktorarnir komust. /VH Renault − franskur brautryðjandi Utan úr heimi Samkvæmt skrá sem kallast IUCN (International Union for the Conservation of Nature) Red List fer villtum gaupum og selum víða fjölgandi en það sama er ekki hægt að segja um stofna 23.000 annarra dýra- og plöntutegunda sem samkvæmt fyrrnefndum lista fer fækkandi og eru margar þeirra í útrýmingarhættu. Á listanum er meðal annars að finna sjaldgæfa stofna ljóna, krabba og sæljóna. Kannanir sýna að tegundum dýra og plantna fækkaði 100 sinnum hraðar á tuttugustu öldinni og á öldunum þar á undan. Góðu fréttirnar eru að með verndun hefur stofn Íberíu-gaupa fjölgað úr 52 dýrum árið 2002 í 156 árið 2013. /VH Náttúruvernd: 23.000 tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu - þar á meðal ljón, hellakrabbar og sæljón Sameinuðu þjóðirnar og Unesco krefjast þess að námuvinnsla og skógarhögg, sem stunduð hafa verið, verði tafarlaust stöðvað á landsvæði í Tasmaníu sem er á heimsminjaskrá Unesco. Í Tansaníu eru um 1,5 milljónir hektara lands á heimsminjaskrá Unesco og þar af eru 20 prósent landsins í þjóðareigu. Í kröfunni er farið fram á að námuvinnsla og skógarhögg verði tafarlaust stöðvað á svæðinu og að stjórnvöld í landinu endurhugsi hvernig nýta megi landið með friðun þess í huga. Stjórnvöld í Tansaníu viðruðu nýlega þá hugmynd að veita leyfi til skógarhöggs á um 200.000 hekturum lands á svæði sem er á heimsminjaskrá Unesco. Þar af er 12 prósent landsins þjóðareign. Innan svæðisins er að finna fornminjar, frumskóga, vötn og ár auk búsvæða frumbyggja landsins. Einnig eru uppi hugmyndir um að opna önnur svæði fyrir ferðamönnum með því að leggja vegi og byggja hótel til að örva efnahag landsins. Í greinargerð vegna kröfunnar segir að stjórnvöldum í Tansaníu hafi gersamlega mistekist að standa vörð um svæðið sem er á heimsminjaskrá Unesco og að verði svæðið opnað fyrir auknu skógarhöggi og námuvinnslu verði um stórfellda eyðileggingu á sameiginlegum menningar- og náttúruminjum mannkyns að ræða. Á síðasta ári gerðu yfirvöld í Ástralíu tilraun til að taka 70.000 hektara út af heimsminjaskránni með það í huga að hefja námuvinnslu á svæðinu. Beiðninni var alfarið hafnað. /VH Ólöglegt skógarhögg á landi á heimsminjaskrá: Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi Síðustu tveir geirfuglarnir við Ísland voru drepnir í Eldey 3. júní 1844. Samkvæmt lista IUCN sást síðasti geirfuglinn á Nýfundnalandi árið 1852. Bein kameldýra sem fundust í Kanada kunna að varpa nýju ljósi á þróun kameldýra og hvers vegna þau dóu út í Norður- Ameríku fyrir um 13.000 árum. Námuverkamenn í norðvestur- hluta Kanada fundu fyrir skömmu bein kameldýra sem uppi voru á ísöld eða fyrir um 13 þúsund árum. DNA í beinunum kunna að gefa vísbendingar um hvers vegna dýrin dóu út. Fram til þessa hefur verið talið að kameldýr sem lifðu í árdaga í Norður Ameríku hafi verið skyld lamadýrum á Suður-Ameríku. Kjarnasýrur úr fyrrnefndum beinum benda aftur á móti til að kameldýrin hafi verið skyldari kameldýrum í Asíu en lamadýrum Suður-Ameríku. Forndýrafræðingar hafa verið gjarnir á að flokka dýr eftir því hvort þeir telja að þau hafi lifað í Norður-Ameríku, Arabíu, Asíu og Afríku en verið tregir við að tengja þau skyldleikaböndum. Hugmyndir af þessu tagi hafa verið að breytast með auknum rannsóknum á DNA beinaleifa. Rannsóknir á beinum kanadísku kameldýranna benda til að þau hafi einangrast frá nútíma ættingjum sínum í Asíu fyrir um 10 milljón árum og þróast á sinn hátt. Talið er að stærstur hluti dýranna hafi lifað í sunnanverðri Norður-Ameríku og ráfað norðar á hlýindaskeiðum. /VH 13 þúsund ára gömul bein: Kameldýr í Kanada

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.