Bændablaðið - 09.07.2015, Síða 41

Bændablaðið - 09.07.2015, Síða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Stykkishólmsbær hefur frá sumrinu 2010 látið slá lúpínu í landi sínu. Slegið er um mitt sumar, þegar lúpínan er í fullum blóma eða fljótlega þar á eftir, áður en lífvænleg fræ hafa myndast. Verkefnið er unnið í samvinnu við og með ráðgjöf Náttúrustofu Vesturlands. Árangur aðgerðanna er mikill og er graslendi nú smám saman að taka við af lúpínubreiðum. Vegna mikils fræforða í jarðvegi er þó nauðsynlegt að halda aðgerðum áfram, því annars mun lúpínan fljótt ná sér á strik að nýju, segir á heimasíðu Náttúrufræðistofu Vesturlands. Viðráðanlegt verkefni Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir fáum árum að Stykkishólmur eigi ekki mikið land og aðgerðir gegn ágengum plöntutegundum því enn viðráðanlegar. Komust höfundar að því að útrýming allra ágengra plöntutegunda í bænum væri æskileg og vel framkvæmanleg. „Það væri því vel við hæfi að Stykkishólmsbær yrði fyrst íslenskra sveitarfélaga til að útrýma ágengum plöntutegundum og fylgja þeim árangri eftir með því að verða fyrsta sveitarfélagið í Evrópu til að setja reglugerð um takmörkun þessara tegunda. Slíkt verkefni yrði að líkindum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni eins og raunin hefur orðið með önnur umhverfisverkefni bæjarins,“ segir í umræddri skýrslu um ágengar plöntur í Stykkishólmi. /MÞÞ Stykkishólmur: Góður árangur af lúpínuslætti Mikill árangur er af aðgerðum í Stykkishólmi sem miða að því að halda lúpínu í bæjarlandinu í skefjum. Á fundi sveitarstjórnar Hval- fjarðar sveitar sem haldinn var 23. júní 2015 var tekið fyrir mál, Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli. Var gerð eftirfarandi bókun: Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi bókun og sendi til MAST með afriti á ráðherra og sveitarfélög sem málið varðar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnagirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsness og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir menn og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman. Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áðurnefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áðurnefndrar girðingar innan MAST. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar: Ástand varnagirðinga með öllu óviðunandi Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu. Myndir / Esther Ösp Gunnarsdóttir. Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðaskógi: Lárus Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn Fjölmenni lagði leið sína í Hallormsstaðaskóg á dögunum í tilefni af Skógardeginum mikla. Veðrið lék við gesti sem nutu dagsins í einmuna blíðu. Fjöldi viðburða var á dagskrá. Íslandsmeistaramótið í skógar- höggi er einn aðalviðburður Skógardagsins mikla á hverju ári og hefur sannarlega fest sig í sessi. Keppnin var spennandi og skemmtileg í ár eins og ávallt áður en skógarbóndinn og skógræktarráðunauturinn Lárus Heiðarsson á Droplaugarstöðum bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta var í sjötta sinn sem Lárus hampaði Íslandsmeistaratitlinum og greinilegt að hann heldur sér vel við í greininni. Í öðru sæti varð Ólafur Áki Mikaelsson og Hörður Guðmundsson í því þriðja. Þá var einnig keppt í skógarhlaupi. Í karlaflokki skógarhlaupsins komst Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark á tímanum 1.05.10 en í kvennaflokki sigraði Hjálmdís Zoëga á 1.10.50. Í öðru sæti urðu Jón Jónsson og Guðrún Helga Tryggvadóttir og í því þriðja Magnús Guðmundsson og Sigurlaug Helgadóttir. Þess má geta að sigurvegarinn í karlaflokki, Hjalti Þórhallsson, er skógarhöggsmaður á Hallormsstað. Skógarmenn stóðu því sannarlega fyrir sínu á Skógardeginum mikla 2015 segir á vef Skógræktar ríkisins. /MÞÞ Veitingar voru á boðstólum eins og vera bera á fallegum skógardegi. Fjölmenni var í Hallormsstaðaskógi á vel heppnuðum skógardegi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.