Bændablaðið - 09.07.2015, Qupperneq 42

Bændablaðið - 09.07.2015, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Síðustu árin hefur mjaltaþjónum fjölgað mikið á Norðurlöndunum og um síðustu áramót voru slík mjaltatæki á 16,3% af öllum norrænum kúabúum. Áætlað er að heildarframleiðsla þessara búa standi undir 28,7% mjólkurframleiðslunnar. Einnig að 27,8% af öllum mjólkurkúm Norðurlanda hafi verið mjólkaðar með mjaltaþjónum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í yfirliti frá tæknihópi NMSM og byggir m.a. á upplýsingum innflytjenda mjaltaþjóna allra Norðurlandanna. NMSM Afurðastöðvarnar í mjólkur iðnaði á Norðurlöndunum starf rækja samstarfsvettvang fagfólks á sviði mjólkur gæða, mjaltatækni og dýraheilbrigðis sem kallast NMSM (Nordiske Mejeriorganisationers Sam arbejds udvalg for Mælke- kvalitets arbejde). Á MS á Íslandi aðild að þessu samstarfi. Markmiðið með samstarfinu er að efla faglega þekkingu og miðla reynslu, þvert á landamæri, innan framangreindra þriggja faggreina sem eiga nokkra sérstöðu á Norðurlöndum. Enda eiga þau það sameiginlegt að leggja áherslu á dýravelferð, tækninýjungar í mjólkurframleiðslu og á framleiðslu á hágæðamjólk. Tæknihópur NMSM sér m.a. um að safna árlega upplýsingum um útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum. Hefur það verið gert á hverju ári frá því að fyrstu mjaltaþjónarnir litu dagsins ljós í Danmörku árið 1996. Er þetta gagnasafn einstakt í heiminum, en hvergi annars staðar getur vísindafólk komist í viðlíka upplýsingar. 1.376 mjaltaþjónabú í Noregi Eins og sést við lestur töflu 1 þá hafa norskir kúabændur tekið þessari mjaltatækni opnum örmum. Á hverju ári eykst verulega útbreiðsla mjaltaþjónanna þar í landi. Á sama tíma fækkar búum með mjaltaþjóna í Danmörku en skýringin á því er talin felast í því að dönsk mjólkurframleiðsla býr við mikla samkeppni á heimsmarkaði þar sem um tveir af hverjum þremur lítrum fara til útflutnings. Framleiðslukostnaður með mjaltaþjóna er hæstur pr. lítra. Gefur því auga leið að ef mikið er framleitt af mjólk með þeirri tækni, Mjólkurframleiðsla á Norðurlöndum: Nærri þriðji hver mjólkurlítri frá mjaltaþjónabúum Utan úr heimi Vínrækt: Skandinavísk léttvín Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna. Bændur í Danmörku og á Skáni í Svíþjóð eru þegar farnir að prófa sig áfram með þrúgur og þar sem best gengur eru þeir farnir að framleiða rauð- og hvítvín. Nyrsta vínrækt í Evrópu telst núna vera á býli sem er skammt utan við Malmö í Svíþjóð þar sem er að finna um 20.000 vínviðarplöntur í ræktun. Heimilisfólk á bænum segir að samkvæmt skráningum hafi mánuður bæst við ræktunartímabilið hjá þeim síðustu fjörutíu árin og það hafi gert þeim kleift að hefja vínviðarræktun fyrir fimmtán árum. Mælingar sýna að hitastig á Skáni hefur hækkað um 2° Celsíus frá þarsíðustu aldamótum. Vínrækt er einnig talsverð í suðurhéruðum Bretlands, Kent og Sussex, þar sem er framleitt talsvert af freyðivíni. /VH Matvælaframleiðsla: Mjólkurverðsstríð í breskum stórmörkuðum Breskir stórmarkaðir hafa undanfarið keppst hverjir við aðra við að lækka mjólkurverð. Samtök mjólkurframleiðenda í Bretlandi segja verðið undir framleiðslukostnaði. Undanfarið hafa stór- markaðir í Bretlandi eins og lágvöruverslanirnar Aldi og Lidl lækkað útsöluverð á lítra af mjólk um tæpar 30 krónur. Matvælakeðjan Sainsbury hefur nú bæst í hópinn og lækkað mjólkurlítrann hjá sér um sömu krónutölu og býður mjólk á lægra verði en Tesco, Asda og Morrisons sem að öllu jöfnu bjóða lægra verð en Sainsbury. Samtök mjólkurframleiðenda í Bretlandi segja að verð á mjólk í landinu hafi verið lágt áður en verðstríðið hófst en að nú sé verið að selja mjólk á verði sem er undir framleiðslukostnaði. Í yfirlýsingu frá Sainsbury segir að þrátt fyrir lækkunina ætli fyrirtækið ekki að lækka innkaupsverð til bænda og sjálft að taka á sig kostnaðaraukann. Bresku bændasamtökin segja að þrátt fyrir yfirlýsingu Sainsbury sýni reynslan að svona lækkanir endi alltaf hjá framleiðendum og mjólkurverðsstríð stórmarkaðanna hafi leitt til gjaldþrots fjölda mjólkurbúa undanfarin ár. /VH Nytjar og náttúruvernd: Rottur hafsins Lagt hefur verið til að nytjar á loðsel við strendur Suður- Ástralíu verði hafnar á ný. Áætlaður fjöldi loðsela í einum flóa á svæðinu er um 100.000 og að sögn sjómanna eru selirnir að éta upp allan fisk á stórum hafsvæðum og kalla þeir þau „rottur hafsins“. Að sögn heimamanna hefur fjölgað gríðarlega í loðselastofninum eftir að hann var friðaður fyrir nokkrum árum og er hann nú allt of stór og hann farinn að auka útbreiðslusvæði sitt verulega. Selirnir éta fisk úr netum sjómanna eða bíta þá þannig að þeir verða ósöluhæfir. Þeir eru einnig sagðir farnir að ganga á sjófuglastofna við suðurströnd álfunnar og þá sérstaklega mörgæsir. Þingmaður frá Suður- Ástralíu hefur lagt fram tillögu á ástralska þinginu um að nytjar á loðselastofninum verði leyfðar á ný og stofninn þannig grisjaður. /VH Þróun útbreiðslu mjaltaþjónabúa á Norðurlöndunum. Eins og sjá má er heldur farið að draga úr fjölguninni í Svíþjóð sem er í samræmi við væntingar í ljósi aukinnar samkeppni sem kúabú þar í landi búa við sem og vaxandi meðalbústærð. Heildar mjólkurframleiðsla, millj. kg. 5.113 2.347 134 1.509 2.932 12.045 Áætlað mjólkurmagn frá mjaltaþjóna-búum, milljónir kg. 1.303 2.357 45 485 1.024 3.453 Reiknað hlutfall mjaltaþjónamjólkur af heild (%) 25,5 25,3 33,7 32,1 34,9 28,7 Heildarfjöldi kúa (þúsundir) 551 283 25 195 344 1.398 Áætlaður fjöldi á mjaltaþjónabúum (þúsundir) 141 65 8 66 108 389 Áætlað hlutfall kúa á mjaltþjónabúum (%) 25,7 23,1 32,6 33,6 31,5 27,8 Meðalfjöldi kúa á hverju kúabúi 162 34 38 21 78 53 Meðalfjöldi kúa á hverju kúabúi án mjaltaþjóns 158 29 32 16 71 46 Meðalfjöldi kúa á hverju kúabúi með mjaltaþjón(a) 172 72 64 48 102 91

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.