Bændablaðið - 09.07.2015, Side 45

Bændablaðið - 09.07.2015, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júlí 2015 Lesendabás Eitt af forgangsverkum í byrjun sumars hjá mjólkur framleið- endum ætti að vera ráðstafanir gegn skordýraplágu í fjósum og mjólkurhúsum. Flugur þe. sk húsflugur ( Musca domestica) og aðrar minni sem oft fylla fjós og skepnuhús eru bæði hvimleitt ágangsfyrirbæri og síðast en ekki síst bæði sóðaplága og sýklaberar. Þær skíta á allt sem þær setjast á og bera í sér aragrúa af sýklum og óhreinindum sem valdið geta sjúkdómum í mönnum og skepnum Fyrir utan sóðaskapinn af slíkum kvikindum sem oft eru í þúsunda tali og jafnvel tugþúsunda tali í fjósum og öðrum skepnuhúsum þá fljúga þær oft í og setjast að á mjólkurtönkum og áhöldum við mjólkurframleiðslu og rata býsna oft ofaní mjólkina í mjólkurtanknum sé tankurinn opin gerð, og kvikindin skapa þannig tilheyrandi ólystilegheit og ekki síst óþrif og sýklaferli. Mikil flugnaplága í fjósum veldur því að allt er undirlagt af flugnaskít sem erfitt er að þrífa og mengar allt umhverfið sem á að heita matvælaframleiðslustaður. Einnig verður óþefur í flugnaplágu mikill og slíkt er ekki eingöngu hvimleitt heldur er mjólk afar sækin á lyktarmengun og tekur í sig óbragð af ólyktinni. Skynsamlegast er að reyna að þrífa vel á stöðum sem flugur eru að vaxa en síðan að eitra ef þörf er á, en ítreka, það ætti að þvo vel áður því hreinn flötur þarfnast minna magn eiturs ef farin er sú leið. Best er að nota álímispjöld eða penslunarspjöld vegna þess að ekki ætti að úða eitri um allt vegna hættu á að menga mjólkina og ef skepnur eru inni veldur eiturúðun vanlíðan. Dvalarstaður ungfluga og lirfa flugunnar er oft neðan í haughúslofti og neðan í stéttum í fjósi, en einnig undir flórristum og þarf því að úða eitri af kunnáttu og vandvirkni á þá staði enda ekki hægt að koma þar fyrir spjöldum til þess að árangur náist. Skylda er samkvæmt mjólkurreglugerð að sjá til þess að halda flugum og meindýrum í skefjum í fjósum og mjólkurhúsum og því ættu allir að gera ráðstafanir gegn flugu á vorin þegar hún er að byrja að kvikna. Tvennt er það sem flugum er meinilla við en það er hreinlæti og lágt hitastig eða kuldi. Því er áríðandi forvörn að hafa eins hreint og unnt er í fjósum og mjólkurhúsum og ekki síst, vel loftræst og eins kalt og mögulegt er. Og ef flugnaplága hefur herjað og búið er að drepa hana niður, þrífið þá og þvoið flugnaskítinn burt, sér í lagi af mjaltakerfinu og mjólkurtönkum því eins og áður sagði, hrein fjós eru illa liðin af flugunni og óþefurinn af flugnaskítnum er ótrúlegur. Látið ævinlega fagmenn um eitrun og eins og áður sagði bíðið ekki eftir því að flugan klekist út og fylli fjósin og skíti á alla hluti, eitrið áður! Í raun er ekki fráleitt að halda því fram að flugnaplága (mikill ágangur flugu) geti orsakað eða a.m.k. viðhaldið lakara júgurheilbrigði mjólkurkúa þar sem flugnagerið herjar á kýrnar, angrar þær og pirrar á allan hátt þannig að viðkomandi gripir verða taugastrekktari og þar með veilli fyrir sjúkdómum s.s. júgurbólgu því þekkt er að góð líðan kúa eykur á hreysti þeirra og eiginleika til að takast á við sýkingar með eigin ónæmiskerfi. Pirraðar kýr með aragrúa flugna sveimandi og skríðandi yfir og á eru því ákjósanlegt skotmark sýkla sem valdið geta júgurbólgu. Það er því áríðandi að klippa kýrnar því annars svitna þær meira og verða skítugri og af leiðir meiri ágangur flugna og skordýra. Kristján Gunnarsson ráðgjafi Bústólpa ehf. Flugnaplága = sýklaplága Í ár hefur vorað heldur seint og snjór verið mikill í fjöllum. Í byrjun júní var farið að benda okkur sauðfjárbændum á að gróður tæki seint við sér af þessum sökum. Eflaust var ekki vanþörf á að gera okkur þetta ljóst þar sem við erum ekki sérlega glögg og eigum ekki gott með að fylgjast með tíðarfari eða gróðurframvindu. Þrátt fyrir þessa vondu tíð hefur nú hlýnað og í dag, 2. júlí, fóru allmargir bændur héðan úr Biskupstungum með vélar sínar og tæki inn á afrétt til að dreifa áburði á vegum Landgræðslufélags Biskupstungna. Að þessu sinni var dreift með fimm áburðardreifurum og gekk dreifingin vel. Vonast er til að á mánudaginn 6. júlí verði gróðurfar metið til að taka ákvarðanir um hvenær óhætt er að fara með fé á afréttinn. Það er nefnilega þannig að við, sauðfjárbændur í Biskupstungum, höfum kappkostað að fylgja þeim reglum sem við höfum sett okkur um nýtingu afréttarins. Við erum líka að græða hann upp eftir bestu getu. Og við erum sannarlega stolt af árangrinum. Sveitarstjórn Biskupstungna- hrepps, nú Bláskógabyggðar, hefur alla tíð staðið að afréttarmálunum með miklum sóma og verið áfram um uppbyggingu og ræktun þar innfrá, enda eru afréttir á forræði sveitarfélaga. Kjalvegur liggur um Biskups- tungna afrétt og er fjölfarinn. Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti sveitarfélagið ríðandi ferðamönnum reglur um umgengni á þessari leið, m.a. að fóðra ferðahesta á heyi í áningarstöðum í stað þess að beita þeim á viðkvæman gróður og einnig voru skorður settar við umferð hrossahópa um ákveðin svæði. Þessar reglur hafa haldið mis vel svo að sumarið 2013 þótti ástæða til að árétta reglur þessar og var það gert með bréfi til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila sem ferðast um Biskupstungnaafrétt. Þetta bréf hangir meðal annars í forstofu þjónustuhússins í Árbúðum þar sem kirfilega er tekið fram að EKKI MÁ RÍÐA EFTIR SVARTÁRTORFUM. Árbúðir eru áningarstaður við nefndar Svartártorfur og torfur þessar hafa verið varðar með gríðarmikilli uppgræðslu á vegum Landgræðslufélags Biskupstungna. Í dag, örugglega viku áður en okkur verður heimilað að flytja eina einustu kind á þennan afrétt, fór 130 hrossa hópur á vegum Íshesta yfir þessar torfur, sem öllum má vera ljóst að ekki er leyfilegt. Þessi hópur var á suðurleið. Í norðurferðinni nokkrum dögum FYRR, var hópurinn EKKI NEMA 100 hross. Þá var þeim líka hleypt yfir Torfurnar. Og þetta er alltaf svona. Það er alveg sama hvaða reglur eru settar til að vernda þetta land, það virðist enginn þurfa að fara eftir þeim nema sauðfjárbændur. Uppgræðslurnar á Svartártorfum eru langt í frá eina gróðurlendið sem hestaferðirnar leika svona grátt. Það þykir sjálfsagt að víkja útaf brautunum og ríða uppgræðslurnar við áningarstaðina, svo sem í Svartárbotnum og innan við Árbúðir. Grasbletturinn við braggann í Sultarkrika er traðkaður í hverri hestaferð. Þar er lagt á hrossin, þar standa þau kyrr því í sumum ferðum eru tvær rúllur látnar duga í 100–130 hross í hverjum náttstað. Í Skálunum, sem eru gróðurlendi sunnan í Bláfellshálsi, eru leiðtogar hestaferðanna búnir að dúndra hrossaflotunum niður alla bolla og skera þá í sundur með djúpri reiðgötu. Þarna fossar vatn í rigningum öll haust. Hvað í ósköpunum er hægt að gera við svona framferði? Síðastliðinn vetur kom út Tillaga til kynningar landsskipulagsstefnu 2015–2026 á vegum Skipu- lagsstofnunar. Þar var m.a. fjallað um skipulag á miðhálendi Íslands. Í þessu riti um skipulagsstefnu birtist glögglega sá skilningur að aðeins BEIT geti valdið gróður- og jarðvegsskemmdum. Öll umferð manna, gangandi, ríðandi, akandi eða af völdum mannvirkjagerðar, virðist ekki geta haft áhrif á gróður eða jarðveg. Og það er einmitt þessi tegund af skilningi sem blasir við okkur sauðfjárbændum oft á ári. Gróðurleysið er alfarið á okkar ábyrgð, okkur að kenna og það er okkar mál að færa það til betri vegar. Engra annarra. Ég er ekki að fara fram á að ríðandi fólk sæti sömu ofsóknum og sauðkindin hefur þurft að þola, ég fer aðeins fram á sanngirni og réttlæti. Málflutningur þeirra sem telja sig hafa vit á gróðurfari er oftast ansi einhliða og til þess fallinn að styggja síður þá sem betur mega. Stundum sýnist mér jafnvel að fólki sé nákvæmlega sama um þessi strá, svo lengi sem einhver nær að koma böndum á hið lítilsiglda líf rollubóndans. Þessi pistill er annar í röðinni, á eftir greininni – Hefjum tösku hátt á loft. Sigríður Jónsdóttir Arnarholti. Myndir /Sigríður Jónsdóttir. Ólíkt hafast menn að Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undan- tekning. Auk þess hefur það verið mjög kalt eins og oft er raunin. Mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari sagði gamall og lífsreyndur smali um daginn. En oft er það gott er gamlir kveða eins og þar stendur. Spekingarnir í Heita pottinum á Þingeyri láta ekki að sér hæða. Um daginn var verið að ræða um sauðkindina og hvernig henni reiðir af án hinnar einu varnar sem náttúran hefur gefið henni. Semsagt ullarlausri með tvö og þrjú lömb. Þá sagði ein frúin: „Hvernig ætli hefði farið fyrir léttadrengnum á Brekku ef honum hefði nú verið sleppt út úr fjárhúsinu allsberum í því ógnarlega vatns- og slydduveðri sem var í vikunni?“ Ekki stóð á svari: „Hann hefði króknað úr kulda, nákvæmlega eins og ullarlausar ærnar í tuga- eða hundraðatali um daginn hér fyrir vestan.“ Menn voru algjörlega sammála um að það sé nákvæmlega sama lögmálið, hvort sem um mannskepnuna er að ræða eða sauðkindina. Nema hvað sauðkindin er harðgerðari. Og nú þurfa sauðfjárbændur að athuga sinn gang. Þó fyrr hefði verið. Hallgrímur Sveinsson Vorharðindin fyrir vestan: Sauðkindin er varnarlaus í rigningar- slagviðrum og slyddu!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.