Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
Hjartkær móðir okkar, systir, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur
frá Reyni í Mýrdal,
Vogatungu 26, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum 2. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
11. ágúst kl. 13.
.
Æsa Hrólfsdóttir, Ingi Hafliði Guðjónsson,
Hildur Björg Hrólfsdóttir, Ómar Imsland,
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Brynja, Arna og Hrólfur.
Elskulegur faðir minn,
SKARPHÉÐINN SKARPHÉÐINSSON,
Háagerði 23,
Reykjavík,
er látinn. Hann verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst
kl. 11.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Stefán Páll Skarphéðinsson.
✝ Þorgrímur Ein-arsson var fædd-
ur 30. desember
1973 í Hafnarfirði
og lést mánudaginn
27. júlí 2015.
Foreldrar Þor-
gríms eru Bryndís
Eysteinsdóttir,
fædd 17. október
1951, og Einar Þor-
grímsson, fæddur
30. september 1949.
Bræður Þorgríms eru Ey-
steinn Óskar Einarsson tölv-
unarfræðingur, fæddur 1976,
kvæntur Kristrúnu Úlfarsdóttur
og eiga þau þrjár dætur, og Vífill
fæddur 2001, móðir hans er Jóna
Stefaníudóttir.
Einar, grunnskólanemi, fædd-
ur 2005, móðir hans er Sara Ska-
alum Petersen.
Þorgrímur ólst upp í Norður-
bænum í Hafnarfirði og gekk í
Engidals- og Víðistaðaskóla og
lauk þaðan grunnskólaprófi.
Þorgrímur stundaði einnig nám
við Iðnskólann í Hafnarfirði og
Iðnskólann í Reykjavík.
Á grunnskólaárunum var Þor-
grímur mörg sumur í sveit á
Bíldsfelli í Grafningi þar sem
hann lærði vel til verka. Að því
veganesti bjó hann síðar þegar
hann fór ungur að vinna á al-
mennum vinnumarkaði. Starfs-
vettvangur hans var fjölbreyttur
en hann starfaði þó að mestu sem
málari og sjómaður á togurum.
Þorgrímur verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í dag, mánu-
daginn 10. ágúst 2015, kl. 15.
Valdimarsson tölv-
unarfræðingur,
fæddur 1990. Börn
Þorgríms eru: Sig-
mundína Sara, há-
skólanemi, fædd
1992, í sambúð með
Guðna Siemsen
Guðmundssyni.
Móðir Sigmundínu
er Helena Þóra
Finnbogadóttir.
Breki Þór, fram-
haldsskólanemi, fæddur 1999,
móðir hans er Ólöf Þóra Hafliða-
dóttir og gekk Þorgrímur dóttur
hennar Kolfinnu Líf í föðurstað.
Viljar Máni, grunnskólanemi,
Fátt er erfiðara en að fylgja
barni sínu til grafar. Slíkt virðist
stríða gegn lögmálum lífsins.
Samt stöndum við foreldrar
hans í þeim sporum og syrgjum
drenginn okkar sem borinn verð-
ur til grafar í dag. Sorgin nístir
okkur öll sem elskuðum þennan
góða mann, nú þegar Þorgrímur
tiltölulega ungur maður, kveður
jarðneskt líf sitt án þess að hafa
getað klárað ýmislegt sem hann
þráði að koma í verk.
Hann fékk ótal hæfileika í
vöggugjöf; drenglyndi, ljúfa lund,
húmor og hafði sérstaka hæfi-
leika til að láta öðrum líða vel í ná-
vist sinni. Fólk gat talað við hann
um persónuleg vandamál sín, án
þess að óttast að hann segði öðr-
um frá – og veit ég til, að hann
hjálpaði mörgum út úr vanda-
málum sínum með því einfaldlega
að hlusta og benda á. Það vissu
ekki margir að hann var mjög til-
finninganæmur, eins og svo
margir í hans ætt, þar sem hann
sýndi sjaldan þá hlið sína, heldur
kom meira fram sem harðskeytt-
ur maður, óttalaus. Viðkvæm
lund hans gerði vissulega öðrum
gott, en trúlega leiddi hún hann
sjálfan út á viðsjárverðar brautir
á unga aldri. Hann byrjaði neyslu
sem leiddi til þess að hann fór í
meðferð 18 ára og hélt sér á beinu
brautinni, eins og sagt er, á annan
tug ára. Þau ár voru honum góð
og gæfurík og hann með sinni
edrúmensku lét ótal margt gott af
sér leiða.
En eitthvað gerðist og hann
missti fótanna. Hvað það var veit
ég ekki.
Nú er hann horfinn okkur í bili
til þeirrar hulduveraldar sem við
eigum öll eftir að sjá síðar.
Þar eru góðar, vitrar sálir vina
og vandamanna, sem munu taka á
móti honum og hugsa vel um
hann og þar mun hann taka á
móti okkur, er okkar tími kemur,
með sitt fallega bros og vináttu.
Hann var afar stoltur af börn-
unum sínum fjórum sem syrgja
föður sinn innilega.
Við fjölskyldan og vinir þínir
munum aldrei gleyma þér Þor-
grímur minn og góðu minning-
arnar um þig munu lifa með okk-
ur öllum.
Góða ferð elskaði sonur,
Pabbi.
Við andlát Þorgríms Einars-
sonar frænda okkar, elsta sonar
systur okkar Bryndísar, vakna
minningar um ljúfan dreng, sem
var hvers manns hugljúfi og hinn
mesti gleðigjafi í fjölskylduboð-
um okkar. Við minnumst hans
sem drengsins, sem dansaði og
brosti til okkar heilu veislurnar á
enda.
Þorgrímur var duglegur, bæði
sem ungur drengur og eftir að
hann komst á fullorðinsár og var
t.d. aðdáunarvert að fylgjast með
honum breyta, mála og lagfæra
fyrstu íbúð sína, sem hann gerði
af miklum myndarbrag. Þrátt
fyrir alla þá góðu kosti sem Þor-
grímur var gæddur kom það því
miður ekki í veg fyrir að hann
villtist af þessu þrönga einstigi,
sem okkur er ætlað að feta. Allt
var reynt til að hjálpa honum og
aðstoða og á engan er hallað þeg-
ar við nefnum móður hans, sem
var vakin og sofin yfir velferð
hans og lagði allt í sölurnar, en
allt kom fyrir ekki.
Því miður takmarkaði lífs-
mynstur hans verulega samskipti
okkar, en þá og þegar við hitt-
umst á fjölskyldumótum, þá var
hann sami ljúfi drengurinn, sem
öllum þótti svo vænt um.
Við minnumst hans með gleði
og þakklæti fyrir allt það jákvæða
sem hann bar með sér og hugur
okkar er hjá Bryndísi systur,
börnum hans og bræðrum svo og
öðrum sem eiga um sárt að binda
vegna sviplegs fráfalls hans. Við
biðjum þess að björtu minning-
arnar verði það ljós sem lýsir.
Úlfar, Björn, Hildur
og Ólöf Edda.
Elsku Toggi minn, mikið er ég
heppin að hafa kynnst þér. Ég
man eins og það hafi gerst í gær
en ekki fyrir rúmum 20 árum.
Töffarinn á ruslabílnum, ég og
mínar vinkonur biðum spenntar
eftir því að sjá gæjann sem allar
stelpurnar voru að tala um og
urðum ekki fyrir vonbrigðum.
Við áttum góðar stundir í
Hringvali þegar þú vannst þar,
spjölluðum um lífið og tilveruna
og litlu dóttur þína sem þú varst
mjög stoltur af.
Þegar þú hættir í Hringvali þá
misstum við sambandið í nokkur
ár, en svo fannst mér ég sjá þig á
djamminu og labbaði upp að þér,
en þú kannaðist ekkert við mig,
enda varst þetta ekki þú heldur
Eysteinn bróðir þinn. Þarna stóð
ég fyrir framan framtíðareigin-
mann minn sem ég hefði aldrei
kynnst ef það hefði ekki verið fyr-
ir þig. Mikið þakka ég þér fyrir
það.
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar í gegnum tíðina, elsku
Toggi minn, mikið á ég nú eftir að
sakna þín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín mágkona,
Kristrún Nanna H
Úlfarsdóttir (Krissa).
Þorgrímur
Einarsson
HINSTA KVEÐJA
Fallinn í valinn er frændi
minn góður,
fallegur vinur er unni ég
heitt.
Nú geislar af gleði því
léttur er róður,
til himins í hvíld þá sem
öllum er veitt.
Anna föðursystir.
Okkar elskaði eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI BJARNASON,
löggiltur endurskoðandi,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði
þann 1. ágúst. Hann verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15.
.
Alma Thorarensen,
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir,
Helga Hrefna Bjarnadóttir,
Stefán Örn Bjarnason, Sigrún Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Sigrún Guðna-dóttir Fjeld-
sted fæddist á
Siglufirði 7. júní
1921. Hún lést 23.
júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Arndís Guðbrands-
dóttir og Guðni
Stígsson. Sigrún
var næstelst sjö
systkina. Systkini
Sigrúnar eru Guðbjörg, lést í
barnæsku, Lára, f. 1922, Þór-
laug Svava, f. 1924, d. 2001,
Friðrik, f. 1927, d. 1983, María,
f. 193, d. 2006, Haukur Haf-
steinn, f. 1933, d. 1968. Hálf-
bróðir, sammæðra Guðmundur
Jónsson, f. 1914, d. 1999. Fóst-
ursystir Sveinsína Baldvins-
dóttir, f. 1911, d.
1988.
Sigrún giftist
Sigurjóni V. Fjeld-
sted pípulagninga-
meistara, f. 10. maí
1898, d. 2. ágúst
1977 og bjuggu
þau allan sinn bú-
skap við Veghúsa-
stíg í Reykjavík.
Dætur þeirra eru
Vigdís, gift Óttari
Snædal Guðmundssyni, Mar-
grét, ekkja Gísla Ingvars Jóns-
sonar, Sigrún, gift Geirarði
Geirarðssyni og Anna, gift Arn-
aldi Indriðasyni. Barnabörnin
eru 11 og barnabarnabörnin 17.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 10. ágúst
2015 og hefst athöfnin kl. 13.
Mamma var ekki stór, en hún
hafði stórt hjarta, sem rúmaði svo
vel okkur öll. Þegar vantaði vitn-
eskju um gömlu Reykjavík, Ís-
lendingasögur, ættfræði og svo
mætti lengi telja, hringdum við í
hana. Ég sakna löngu símtalanna
um allt og ekkert. Alls annars líka.
Það verður ekki auðvelt að fara í
Andakílinn og geta ekki hringt í
hana til að lýsa veðri og fegurð,
hún elskaði þann stað. Sagt er að
maður komi í manns stað, en ekki
er auðvelt að sjá einhvern koma í
hennar. Við eigum eftir að sakna
hennar og biðjum að hún sé loks-
ins búin að hitta pabba aftur, hann
Sigurjón sinn, sem hún hugsaði
um dag hvern öll árin, sem þau
hafa verið aðskilin. Við biðjum
Guð, sem hún trúði á og treysti, að
blessa minningu þeirra beggja.
Við, Díú og Geiri, þökkum fyrir
allt.
Sigrún og Geirarður.
Einu sinni fór Sigrún með yngri
systur sinni í bæinn að skipta nýj-
um skóm sem þær höfðu fengið
fyrir jólin en pössuðu ekki. Þær
voru á barnsaldri. Þegar þær
lögðu af stað aftur úr bænum
versnaði veðrið og þær óttuðust
að komast ekki heim til sín en þær
bjuggu í Vatnsmýrinni í litlu húsi
sem hét Breiðaból. Sigrúnu var
hætt að lítast á blikuna þegar
ókunnugur maður mætti þeim og
spurði þær að nafni og hvar þær
ættu heima og fylgdi þeim síðan
að Breiðabóli. Urðu þar fagnaðar-
fundir því óttast var um stúlkurn-
ar í veðrinu.
Maðurinn kom nokkru síðar að
vitja um systurnar og bar með sér
gjafir handa krökkunum á Breiða-
bóli. Eitthvað var Rúna litla stúrin
á svipinn þegar hún sá það sem
bjargvætturinn hafði fært henni,
ómerkilegt egg, létt í hendi, holótt
og skorið úr tré. Maðurinn sá hik-
ið á litlu stúlkunni og sagði við
hana: Á meðan þú átt þetta egg
verður þú gæfukona í lífinu.
Sigrún Guðnadóttir Fjeldsted
gætti eggsins upp frá því og óhætt
er að segja að sú gæfa sem bundin
var við það hafi komið fram. Hún
lifði farsælu lífi í næstum heila öld,
eignaðist ung eiginmann sem bar
hana á höndum sér og hún unni
hugarástum, átti fjórar dætur
með honum og sá urmul barna-
barna og barnabarnabarna vaxa
úr grasi. Hún bar ríkar tilfinning-
ar til afkomenda sinna og fylgdist
með sístækkandi hópi þeirra vaxa
og dafna. Velferð fjölskyldunnar
skipti hana alla tíð höfuðmáli og
hún vakti yfir henni fram á síðustu
daga.
Þótt líkaminn hafi smám saman
gefið sig á efri árum var hún alla
tíð stálminnug og í hugsun og tali
eins og átján ára stúlkan sem
kynntist Sigurjóni sínum og eign-
aðist með honum heimili á Veg-
húsastíg. Hún var ekkert fyrir
óþarfa flandur og ríkti þar í 68 ár.
Minningin um Sigurjón, sem fór
áratugum á undan henni, var afar
sterk og Rúna var dugleg að halda
henni á lofti. Það sem hún átti eftir
ólifað blakti kertalogi framan við
ljósmynd af honum í stofunni.
Kynslóð Sigrúnar lifði í raun
margar aldir svo örar og ótrúlegar
voru breytingarnar næstum frá
einum degi til annars. Bílaöld.
Þotuöld. Geimöld. Tölvuöld. Ís-
land þeyttist inn í nútímann og
lagði að baki hið fátæka bænda-
samfélag. Sigrún var borgarbarn
og leikvöllur hennar Vatnsmýrin
löngu fyrir daga flugbrauta. Tóm-
as orti um Reykjavíkurstúlkur
eins og hana og hún unni borginni
alla tíð og var okkur mikilvæg
tenging við sögu hennar.
Hún bjó að léttri lund sem smit-
aði út frá sér og var óþreytandi að
segja okkur frá þeim gömlu dög-
um enda eru það ekki síst konur
eins og hún sem hafa haldið lifandi
hinni frjósömu íslensku sagna-
hefð. Sumar sögur, eins og þessi
hér að ofan, voru slungnar töfrum
fallegu ævintýranna, aðrar svo
skemmtilegar að árum síðar skell-
ir maður upp úr þegar minnst var-
ir. Hún trúði á þann guð sem hún
átti ein með bænum sínum og
aldrei heyrði ég hana blóta þótt
ekki væri hún skaplaus. Helst að
hún segði Gvendur minn! ef mikið
lá við. Hún stóð alla tíð þétt við
bakið á okkur tengdasonunum,
hélt með strákunum hans Matt
Busbys í enska boltanum og það
var ekki sama hver söng Hamra-
borgina.
Allt hefur sinn tíma. Löngu og
farsælu lífi er lokið og okkur er
þungt fyrir brjósti þegar við
kveðjum Sigrúnu en fögnum um
leið því lífi sem hún lifði og er okk-
ur fyrirmynd. Við ætlum að varð-
veita eggið góða og seint mun
deyja út loginn sem stúlkan frá
Breiðabóli kveikti í lífi okkar. Þar í
Vatnsmýrinni bíða nú grösin
hljóðlát sólarlagsins.
Arnaldur Indriðason.
Elsku amma, það er sárt að
kveðja þig.
Þú hefur alla tíð verið til staðar
fyrir mig og fyrir samveru okkar
verð ég ævinlega þakklátur.
Ég mun alltaf varðveita minn-
ingar um þig. Þær eru margar og
góðar. Allur tíminn sem þú leist
eftir mér á Bollagörðum, sum-
arbústaðaferðir, heimsóknir og
margt fleira. Einna vænst þykir
mér þó um tímann sem við áttum
saman þegar við Mayra bjuggum
fyrir ofan þig á Veghúsastígnum.
Þar áttum við svo margar góðar
stundir.
Mér þótti mjög vænt um hve
vel þið Mayra náðuð saman. Sá
kærleikur sem var á milli ykkar
gerði fjarlægðina frá fjölskyldu
hennar mun bærilegri. Einnig
gleðst ég mjög yfir því að Viktor
skyldi kynnast þér. Hann mun
njóta góðs af því, það er ég viss
um.
Amma, við munum sakna þín
og minnast þín. Hvíl í friði.
Þinn,
Sigurjón Fjeldsted.
Í dag kveð ég ömmu Rúnu.
Þrátt fyrir háan aldur þá kom ekki
til greina hjá henni að flytjast á
elliheimili eða í ellilífeyrisþega-
íbúð. Hún vildi búa ein og sjá um
sig sjálf þó síðasta árið hafi verið
orðið erfiðara. Þrátt fyrir að lík-
aminn væri aðeins farinn gefa sig
þá var hugurinn enn skýr og hún
fylgdist vel með og alveg sérstak-
lega með því hvað barnabarna-
börnin hennar voru að gera.
Amma hafði sterkar skoðanir
og stóð yfirleitt fast á þeim en
gerði þó stundum undantekningar
ef það snerti hennar nánustu. Eitt
sem ég man vel eftir er að henni
var nú einhverra hluta vegna ekk-
ert sérstaklega vel við Akureyr-
inga en þegar ég kynntist mann-
inum mínum sem ættaður var frá
Akureyri þá var nú annað uppi á
teningnum.
Amma passaði okkur systkinin
oft og það var alltaf gott að koma
til hennar. Hún var þó engin
venjuleg amma. Hún var ekkert
fyrir það að baka og átti sjaldnast
eitthvað með kaffinu en þegar við
komum í heimsókn þá rétti hún
okkur pening og bað okkur að
Sigrún G.
Fjeldsted
HINSTA KVEÐJA
Til minningar um elsku
langömmu okkar
Já, þannig endar lífsins sólskins-
saga.
Vort sumar stendur aðeins fáa
daga.
En kannske á upprisunnar mikla
morgni
við mætumst öll á nýju götuhorni.
(Tómas Guðmundsson)
Þín,
Lára, Agla, Viktor
Andri og Ása.