Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 23
Listamaðurinn Eiríkur hefur tekist á við ýmsa stíla í myndlist sinni. hélt þangað í félagi við Benedikt Gunnarsson sem hann kynntist í Handíðaskólanum. Kennslan í Kaupmannahöfn var að mörgu leyti gamaldags en þeir félagar nýttu tímann vel, lásu mikið og stunduðu myndlistarsýningar. Einkum heilluðust þeir af straum- um sem bárust frá París og voru staðráðnir í að halda þangað þegar námi lyki hjá Bøyesen. Haustið 1950 voru þeir báðir komnir til Par- ísar, innritaðir í skóla og búnir að leigja sér vinnustofu. París var dýr- mætur skóli, þar mátti finna mörg helstu verk listasögunnar en einnig sjá sýningar á því nýjasta sem í boði var. Myndlistarferillinn Eiríkur kom heim síðari hluta árs 1951 og hófst þá í senn langur og margbreytilegur ferill. Hann hefur tekist á við ýmsa stíla innan málverksins og liggja eftir hann verk sem bera vitni um einstök tök á jafn ólíkum viðfangsefnum og strangflatarlist og tjáningarríku abstraktmálverki. Undir lok síð- ustu aldar varð hann einkum þekktur fyrir málverk þar sem maðurinn er gjarnan í forgrunni en landið og mannanna verk mynda magnþrungna umgjörð. Fjöldi verka listamannsins er varðveittur í Hafnarborg og stend- ur safnið reglulega fyrir sýningum á verkum hans. Í haust verður sýn- ing á verkum sem hann hefur unnið eftir 1982 jafnframt því sem út kemur rit sem gerir öllum ferlinum skil. Fluga Morgunblaðsins var á sýn- ingu Eiríks og má sjá myndir það- an á bls. 29 í blaðinu í dag. Fjölskylda Kona Eiríks er Bryndís Sigurð- ardóttir, f. 16.7. 1929, húsmóðir í Hafnarfirði. Foreldrar hennar: Sig- urður Jónsson, f. 9.4. 1905, d. 27.7. 1947, sjómaður í Hafnarfirði, og k.h. Jóna Jónsdóttir, f. 19.10. 1905, d. 17.2. 1959, húsmóðir. Börn Eiríks og Bryndísar eru Sóley, f. 14.6. 1957, d. 29.11. 1994, myndlistarmaður. Dóttir hennar: með Jóni Axel Björnssyni mynd- listarmanni er Brynja Jónsdóttir, f. 1990; Smári, f. 11.4. 1961, tónlist- armaður, bús. í Hafnarfirði. Kona hans er Birna Lísa Jensdóttir, f. 27.7. 1964. Dóttir Smára með Heiðu Hringsdóttur Jóhannesarsonar myndlistarmanns er Tinna Smára- dóttir, f. 1981. Dóttir Tinnu: Kol- finna Andradóttir, f. 2007. Hálfsystkini Eiríks, sammæðra: Benjamína Ingibjörg Ástvalds- dóttir, f. 5.5. 1927, húsmóðir; Sig- rún Ástvaldsdóttir, f. 6.6. 1929, d. 6.7. 1970, húsmóðir; Sigurður Gunnar Ástvaldsson, f. 11.9. 1930, d. 13.7. 1984, sjómaður; Ingveldur Gyða Ástvaldsdóttir, f. 7.9. 1931, d. 27.10. 1983, húsmóðir; Guðbjörg Ástvaldsdóttir, f. 13.11. 1933, d. 15.10. 1999, húsmóðir; Garðar Ást- valdsson, f. 22.9. 1936, d. 10.2. 2005, rafvirki. Foreldrar Eiríks: Finnbogi Rút- ur Kolbeinsson, f. 9.11. 1893 í Un- aðsdal í Snæfjallahreppi, d. 21.1. 1968, sjómaður, og Guðbjörg Sig- ríður Benjamínsdóttir, f. 6.11. 1896 á Syðri-Gegnishólum í Gaulverja- bæjarhreppi, Árn., d. 25.4. 1986, húsmóðir. »Myndir úr afmæli | 29 Úr frændgarði Eiríks Smith Eiríkur Smith Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Ósabakka Halldór Vigfússon b. á Ósabakka á Skeiðum, Árn. Ingibjörg Halldórsdóttir húsfr. á Syðri-Gegnishólum Benjamín Jónsson b. á Syðri-Gegnishólum Guðbjörg Sigríður Benjamínsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Sigríður Vigfúsdóttir húsfr. á Syðri-Gegnishólum í Flóa, Árn. Jón Jónsson sjóm. í Hafnahúsum í Grindavík Elísabet Björnsdóttir húsfreyja á Bæjum Jón Jónsson b. á Bæjum á Snæfjallaströnd Sigurborg Jónsdóttir húsfreyja í Unaðsdal Kolbeinn Jakobsson b. og hreppstj. í Unaðsdal á Snæfjallaströnd Finnbogi Rútur Kolbeinsson sjómaður og verkamaður, síðast bús. í Rvík Elísabet Þorleifsdóttir húsfr. á Tirðilmýri og Berjadalsá Jakob Kolbeinsson b. á Tirðilmýri á Snæfjallaströnd, N-Ís., síðar á Berjadalsá ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Merkir íslendingar 95 ára Anna Margrét Kolbeins- dóttir 90 ára Jón Ingibergur Herjólfsson 85 ára Katrín Árnadóttir Sólveig Jónsdóttir Sævaldur Runólfsson 80 ára Gestur Þorsteinsson Kristinn Jónas Steinsson Magnús Kristinsson Margrét B. Aðalsteinsdóttir Sólveig Gunnarsdóttir 75 ára Ásmundur Sigurðsson Halldór Valgarður Karlsson Jóhanna Garðarsdóttir Sigurður Kristinn Haraldsson 70 ára Árdís Maggý Björnsdóttir Bjarni Valgeirsson Finnur Guðmundsson Grétar G. Guðmundsson Hazer Krasnici Ingveldur Jóhannesdóttir Njáll Ölver Sverrisson Óskar Þorleifsson Sigríður Stefánsdóttir Ægir Sigurðsson 60 ára Ásbjörn Hagalín Steinarsson Bjarni Bjarnason Georg Magnússon Guðrún K. Þorsteinsdóttir Jenný Þóra Eyland Margrét Gunnarsdóttir Rósa Þórisdóttir Sesselja Erna Finnbogadóttir Sigrún Sigurðardóttir Örn Marelsson 50 ára Björn Svanur Víðisson Elías Már Hallgrímsson Guðrún Linda Helgadóttir Jolanta Kochanowska Karl Þráinsson Kristjana Erlen Jóhannsdóttir Magnús Örn Einarsson Ólafur Hjalti Erlingsson Rósa Harðardóttir Skjöldur Sigurjónsson Sævar Sigurjón Þórsson Þorsteinn Valur Ágústsson 40 ára Agnar Benónýsson Daníel Svavarsson Dragana Mladenovic 30 ára Adam Cegielko Aldís Ósk Sævarsdóttir Monika Branska Nopparat Boonlit Rose Ann Velasco Quijano Runólfur Jóhann Kristjánsson Til hamingju með daginn 30 ára Guðmundur ólst upp á Hallormsstað en býr í Reykjavík og er flug- maður hjá Air Atlanta. Maki: Arna Óttarsdóttir, f. 1985, vinnur í markaðs- deildinni í Bláa lóninu. Systkini: Þóra Elísabet, f. 1982, og Gunnar Kristinn, f. 1994. Foreldrar: Jón Guð- mundsson, f. 1954, tón- listarkennari, og Kristín Björk Gunnarsdóttir, f. 1955, grunnskólakennari. Guðmundur Ingvi Jónsson 30 ára Kjartan er frá Stöðvarfirði, býr í Reykja- vík og er forritari hjá CCP. Maki: Lovísa Ólöf Guð- mundsdóttir, f. 1986, verk- efnastj. hjá Vottunarstof- unni Tún. Börn: Hrönn, f. 2011, og Erna Jóhanna, f. 2014. Foreldrar: Albert Ómar Geirsson, f. 1950, þúsund- þjalasmiður, og Sigríður Katrín Júlíusdóttir, f. 1948, hjúkrunarfr. og vefari, bús. á Stöðvarfirði. Kjartan Árni Albertsson 30 ára Lísbet er Ísfirð- ingur og er sjálfstætt starfandi húsamálari. Maki: Gunnar Jónsson, f. 1988, myndlistarmaður. Börn: Sara Emily, f. 2003, Hörður, f. 2005, Björt, f. 2012, og Fjóla, f. 2014. Foreldrar: Hörður Ing- ólfsson, f. 1958, fram- kvæmdastjóri og flug- maður, bús. á Akureyri, og Ólöf Davíðsdóttir, f. 1956, myndlistarkona í Brákarey í Borgarnesi. Lísbet Harðard. Ólafardóttir Þorsteinn B. Gíslason hefur varið doktorsritgerð sína við Háskólann í Gautaborg. Ritgerðin ber heitið: Fram- heilabilun hjá öldruðum, algengi, áhættuþættir og dánartíðni. Framheilabilun (frontotemporal de- mentia) er hrörnunarsjúkdómur, sem leggst á fremri hluta heilans, þ.e. á ennis- og gagnaugablöð. Framheila- bilun veldur ekki minnistapi eins og flestir aðrir heilabilunarsjúkdómar, heldur orsakar framheilabilun hæg- fara hnignun á dómgreind, samkennd og félagslegri færni. Á fyrstu stigum sjúkdómsins getur verið vandasamt að átta sig á því að um heilabilunar- sjúkdóm sé að ræða. Það er einnig nánast ógerlegt að greina sjúkdóminn nema upplýsingar fáist frá aðstand- endum. Fram til þessa hefur verið tal- ið, að framheilabilun komi fyrst og fremst fram hjá einstaklingum á aldr- inum 40-65 ára, og að framheilabilun sé mjög sjaldgæf eftir sjötugt. Þessi doktorsritgerð byggist á rannsókn, sem gerð var á úrtaki einstaklinga á aldrinum 70-95 ára í Gautaborg, Sví- þjóð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi, áhættuþætti og dánar- tíðni framheilabilunar í þessum aldurshópi. Allir þátttakendur fóru í ýtarlega læknis- skoðun og tekin voru greiningar- viðtöl við nána að- standendur til að greina framheila- bilun og aðra sjúk- dóma, sem valda heilabilun (t.d. Alzheimers-sjúkdóm). Í ljós kom, að framheilabilun meðal aldaðra var algengari en áður var talið (næstum 4% af öllum á aldrinum 80- 89 ára voru greindir með framheila- bilun). Einnig komu fram eftirfarandi áhættuþættir fyrir framheilabilun: misnotkun áfengis, heilablóðföll, höf- uðáverkar og vanstarfsemi skjaldkirt- ils. Jafnframt voru einstaklingar með framheilabilun oftar fráskildir en aðrir þátttakendur. Framheilabilun reyndist einnig stytta lífslíkur meir en aðrir heilabilunarsjúkdómar, þar með talið Alzheimers-sjúkdómur. Það er mikil- vægt að vekja athygli á þessum sjúk- dómi, því hann leggur þungar byrðar á herðar aðstandenda og styttir líf um- talsvert, jafnvel meira en aðrir heila- bilunarsjúkdómar. Þorsteinn B. Gíslason Þorsteinn B. Gíslason fæddist árið 1963. Hann lauk námi í læknisfræði við Há- skóla Íslands og stundaði framhaldsnám í geðlæknisfræði við Landspítala Há- skólasjúkrahús og Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Hann hefur á sl. árum m.a. unnið við öldrunargeðdeild Sahlgrenska sjúkrahússins. Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Stærðir eru: 12 S, 15 S, 18 S, 20 S, 25 S og 12 B, 15 B, 18 B, 20 B, 25 B 70 kr. stk. Nýt t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.