Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. Áklæði Basel Torino Roma Yfirborðshiti er 20 til 40 gráður  Ný gervitunglamynd sýnir hita hraunsins við gosstöðvar Holuhrauns Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Enn leynist hiti í hrauninu við gos- stöðvarnar í Holuhrauni en í gær birti Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands LANDSAT 8 gervitungla- mynd frá USGS og NASA. Myndin birtist á Facebook-síðu stofnunar- innar og á myndinni má sjá fyrrver- andi hraunár og hita hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjalla- fræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ, segir að hraunið sé allt að 15 til 20 metra þykkt. Það kólni mjög hægt þar sem það er þykkast og mun það taka hraunið 10 til 15 ár að kólna niður í hundrað gráður í kjarna hraunsins. „Það eru sprung- ur á hrauninu þar sem menn verða varir við þennan hita. Hraunið er kalt á yfirborðinu og maður getur gengið á því þó svo að það komi frá því ylur,“ segir Ármann en yf- irborðshiti hraunsins er á milli 20 og 40 gráður. Ekki langt að sækja í hita Ármann segir að ekki þurfi að sækja langt í meiri hita, en hitastig einn til tvo metra inni í hrauninu er á bilinu sjö til átta hundruð gráður. „Lækkar með varmaleiðni og varmaleiðni bergsins er svo lág,“ segir Ármann. Ekki hefur áður birst samskonar mynd af hrauninu og segir Ármann að hún gefi vísindamönnum ýmsar vísbendingar sem komi að gagni fljótlega þegar farið verður í mæl- ingar á hrauninu. „Við ætlum að mæla hraunið í bak og fyrir. Við erum að bíða eftir flug- vél frá breska flughernum,“ segir Ármann en meðal þess sem vís- indamenn vita nú er þykkt hrauns- ins. Stefnt er að því að fara í mæl- ingar á hrauninu í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu en bresku flugvélarinnar hefur nú verið beðið í þrjár vikur. Gervitunglamyndin sem Jarðvís- indastofnun HÍ birti er tvenns konar hitamæling og myndin því samsett. Annars vegar sýnir hún rennsli hraunsins og má sjá það með því að skoða ljósu svæði myndarinnar. Hins vegar sýnir myndin með rauða litnum hita hraunsins. LANDSAT 8 gervitunglamynd frá USGS og NASA Holuhraun Sjá má hvernig hraunið rann og hitastig þess í dag á gervi- tunglamynd sem Jarðvísindastofnun HÍ birti á Facebook-síðu sinni. „Formaðurinn getur ekki skorast undan ábyrgð en ég lýsi ekki yfir van- trausti á hann eða stuðningi við Heiðu á þessu stigi og vona að okkur takist að hugsa þetta á ferskan hátt og lenda ekki í hefðbundnum for- mannsslag eins og maður sér í öðrum flokkum,“ segir Brynhildur Péturs- dóttir, þingmaður Bjartrar framtíð- ar, spurð um viðbrögð sín við um- mælum Heiðu Kristínar Helgadótt- ur, varaþingmanns og fyrrverandi stjórnarformanns flokksins, í út- varpsþættinum Vikulok á Rás 1 síð- astliðinn laugardag. Þar sagðist Heiða vera reiðubúin að taka við formennsku innan Bjartar framtíðar af Guðmundi Steingríms- syni alþingismanni væri vilji fyrir því á meðal flokksmanna. „Hún hefur þessa skoðun, segir hana og við verð- um að vera fólk sem getur tekið þá umræðu,“ bætir Brynhildur við. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, vildi ekki tjá sig um ummæli Heiðu þegar í hann náðist í gærdag, eða óánægju annarra flokksmanna með for- mennsku hans. Þingflokksformaður flokksins, Róbert Marshall, lét ekki ná í sig í gær. Fylgistapi getur fylgt ótti Páll Valur Björnsson, þingmaður flokksins, segir ummæli Heiðu hafa komið sér í opna skjöldu og ekki sé óeðlilegt að Guðmundur taki sér tíma til umhugsunar. „Ég átti alls ekki von á þessu, en það segir sig sjálft að þeg- ar flokkur tapar fylgi í hverri skoð- anakönnuninni á fætur annarri að það fer eitthvað af stað, einhver ótti kannski, og hlutirnir fara að gerjast,“ segir hann. Betra hefði þó verið ef Heiða hefði rætt málið innan flokks- ins í stað þess að fara fram svo op- inberlega. „Ég veit ekki hvort það er heilla- vænlegt að skipta um formann,“ en hann sé þó opinn fyrir öllu sem komi flokknum og samfélaginu vel. Það sé hans skoðun að formaðurinn eigi að vera meira út á við, skýra stefnuna og tala. laufey@mbl.is „Formaðurinn getur ekki skorast undan ábyrgð“  Heiða Kristín tilbúin að taka við formennsku í flokknum Nokkrir ófeimnir lundar sátu fyrir hjá ferðamönnum í góða veðrinu við Látrabjarg um helgina en háhyrningar létu einnig sjá sig skammt undan landi. Markús Örn Antonsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, tók myndina en hann segir að þrátt fyrir bágborið ástand vegarins við sunnanverðan Pat- reksfjörð að Látrabjargi hafi fjöldi ferðafólks komið í bílum, stórum og smáum af ýmsum gerðum, á svæðið við Bjargtanga, vestasta odda landsins. „Þar spókuðu lundarnir sig á bjargbrúninni og gáfu kost á myndatöku sem fjölmargir nýttu sér. Skammt undan landi voru háhyrningar á ferð og niðri í flæðarmálinu nutu nokkrir selir veðurblíðunnar. Allt þetta sjónarspil vakti að vonum mikla hrifningu ferðalanganna,“ segir Markús Örn. Lundar spóka sig í góða veðrinu við Látrabjarg Ljósmynd/ Markús Örn Antonsson. Þjófar stálu töluverðum fjármunum í Húnabúð á Blönduósi á laugardag. Bæði var stolið peningum úr búð- arkassa verslunarinnar sem og peningaveski verslunareigandans. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Blönduósi voru þjófarnir að minnsta kosti tveir. Lögregla biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart þjófunum sem beita þeirri aðferð að annar villir um fyrir einstaklingum á meðan hinn laumast og stelur. Eins virðist sem þeir leggi ekki bílum sínum við búðirnar. Lögregla veit hvernig þjófarnir líta út en þeir eru af erlendu bergi brotnir samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Rændu úr búðar- kassa og veski Björgunarsveit- irnar Jökull og Hérað á Austur- landi voru kall- aðar út um há- degisbil í gær vegna manns sem hafði slasast við Hengifoss á Fljótsdalshéraði. Óttast var að maðurinn væri fótbrotinn. Björgunarmennirnir fóru á staðinn, hlúðu að manninum og var hann borinn niður í björg- unarsveitarbíl niður á þjóðveg þar sem sjúkrabíll ók honum á sjúkra- hús til frekari skoðunar. Maður slasaðist á fæti við Hengifoss Björgunarsveitir sóttu manninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.