Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 Leyndardómar garðanna í Laugar- dalnum eru ekki öllum ljósir. Á því verður ráðin bót annað kvöld, þriðju- daginn 11. ágúst kl. 18, en efnt hefur verið til Garðagöngu um Laugardal- inn og næsta nágrenni. Gangan er skipulögð í samstarfi Garðyrkjufélags Íslands, Grasagarðs Reykjavíkur, Borgargarða í Laugardal og Íbúasamtaka Laugardals. Frá Aðalinngangi Grasagarðsins verður gengið í gegnum trjásafn garðsins meðfram tjörnunum þar sem gróskan er mikil á þessum árs- tíma, segir í tilkynningu. Þaðan held- ur hópurinn vestur að Þvottalaug- unum í Laugardalnum þar sem sumarblómabeðin eru til mikillar prýði, ný runnabeð hafa verið skipu- lögð og finna má fallegan nestisbekk úr laugdælskri ösp. Þar stendur einn- ig silfurreynir sem staðist hefur ýmis áföll í gegnum árin. Frá Þvottalaugunum liggur leið áfram í vesturátt og fjölbreytt gróðurfar dalsins er kynnt, bæði það sem er ræktað og náttúrulegt. Að endingu er förinni heitið upp í Sigtún, þar sem göngunni lýkur í kaffi í garðinum við Ásmundarsafn sem hefur að geyma bæði einstakar höggmyndir Ásmundar Sveinssonar og merkileg tré. Þátttaka er öllum ókeypis og er mæting við aðalinngang Grasagarðs klukkan sex síðdegis á morgun. Ganga um garða, tré, blóm og höggmyndir Morgunblaðið/Jim Smart Gras Gangan hefst hjá Grasagarðinum, sem skartar sínu fegursta á sumrin, heldur áfram inn í Laugardal og endar við Ásmundarsafn í kaffi og spjalli. Garðaganga í Laugardalnum Um þessar mundir eru margirað mæta til vinnu eftirsumarfrí. Fyrir marga eru fyrstu dagarnir í vinnu eftir frí erf- iðir, þrátt fyrir að hafa átt gott sum- arfrí með fjölskyldunni, góðar sam- verustundir, hlaðið batteríin og öðlast ró í sinni. Margir kannast við vinnuna sem streituvaldandi þátt og fólk getur því upplifað streitu undir lok sumarfrís- ins aðeins við þá tilhugsun að fyrsta vinnuvikan sé framundan. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að bregðast við til þess að halda streitueinkennum í lágmarki og ná tökum á ástandinu. Streita er ástand sem getur varað í skemmri eða lengri tíma. Streita til skemmri tíma getur virkað hvetjandi með þeim hætti að við leggjum harð- ar að okkur og erum líklegri til að ná settu marki. Sem dæmi um þetta má nefna að sumir vinna vel undir pressu, þá fyrst fara hjólin að snúast. Langvarandi streita vinnur ekki með okkur á sama hátt, heldur dreg- ur úr frammistöðu okkar smám sam- an og hefur neikvæð áhrif á velferð okkar og heilsu. Einkenni streitu eru margvísleg, m.a. höfuðverkur, svimi, einbeitingarskortur, svefntruflanir, skapsveiflur. Það er einstaklings- bundið hve viðkvæm við erum fyrir streitu og álagi en mikilvægt er að fólk þekki líkama sinn vel og sé á varðbergi gagnvart streitueinkenn- um. Til þess að koma í veg fyrir of mik- ið álag og til að halda streituvaldandi þáttum í lágmarki má gera ýmsar ráðstafanir áður er komið er til vinnu eftir sumarfrí. Gagnlegt er að nota síðustu dagana í fríinu til þess að koma rútínu á svefntíma og halda föstum svefntíma sem hentar vel. Regla á matartímum hjálpar líka til sem og dagleg hreyfing. Allt er þetta mikilvægt fyrir heilsuna og stuðlar að góðu andlegu jafnvægi. Þegar komið er til vinnu að sumar- fríi loknu er gott gefa sér tíma til að forgangsraða verkefnum sem bíða, gera raunhæfar áætlanir – verk- efnalistinn verður ekki unninn upp á fyrstu vikunni eftir fríið. Afar mikil- vægt er einblína á settan vinnutíma og virða þann tímaramma, forðast yf- irvinnu og óþarflega langa vinnu- daga. Nauðsynlegt er að taka sér hádeg- ishlé, stuttur göngutúr í hádeginu getur gefið okkur mikið, og aukið af- köst og bætt einbeitingu. Að grípa eitthvað fljótlegt í hádeginu og borða við skrifborðið og svara nokkrum tölvupóstum í leiðinni er ekki skyn- samlegt, og slíkt er ekki líklegt til að auka afköstin og bæta frammistöðu. Gefum okkur tíma til að komast í gang, hægt og rólega, án þess að allur dagurinn frá morgni til kvölds sé full- bókaður. Frítíminn á ekki að vera þéttsetinn af skyldum og verkefnum sem jafnvel sátu á hakanum í fríinu. Ef við komum hlutunum ekki í verk í fríinu, þá þola þeir að öllum líkindum alveg smábið til viðbótar. Tíminn er ekkert að hlaupa frá okkur, við erum ekki með veröldina í lúkunum eða alheiminn á herðunum. Leyfum okkur að finna taktinn, þann- ig að okkur líði sem best og höldum jafnvægi. Þannig má ná tökum á hversdagsleikanum og við njótum okkar betur. Hversdagsleiki án streitu Getty Images Heilsupistill Kristín Ósk Leifsdóttir sálfræðingur  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta var fínt. Rosalega gam-an og mikill heiður,“ segirÓlafur Aron Einarsson semer nýkominn heim eftir langt ferðalag, en hann var einn þeirra íslensku keppenda sem voru á alþjóðasumarleikum Special Olymp- ics í Los Angeles í júlí síðastliðnum. Alls fór fjörutíu og einn keppandi frá Íslandi, en Special Olympics fer fram fjórða hvert ár. Óli hafði aldrei áður komið til Los Angeles og þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt á svona stórum íþróttaviðburði, en þarna voru sjö þúsund keppendur alls staðar að úr heiminum. Óli er tuttugu og tveggja ára og keppti í lyftingum á leikunum og kom heim með tvo stóra brons-verðlauna- peninga um hálsinn. Hann náði þriðja sætinu í réttstöðu, tók þar 137, 5 kíló og þriðja sæti í heildina í sínum flokki, með samtals 300 kíló. Óli keppti í réttstöðu, hnébeygju og bekkpressu, og þeir voru þrír ís- lensku keppendurnir í lyftingunum en enginn þeirra var þó í sama flokknum, því þetta var getuskipt. Guðmundur Ásbjörnsson frá Selfossi var elsti keppandinn í lyftingunum, en hann er 59 ára. Vert er að taka fram að Óli lenti í fjórða sæti í hné- beygju og bekkpressu. Óli er hógvær en segir það vissu- lega hafa verið stóra stund að standa á verðlaunapallinum. „Ég gerði bara mitt besta, en var samt ekkert svo hissa þegar ég lenti í þriðja sætinu,“ segir hann og hlær. Fyrst eftir að íslensku keppend- urnir komu út til Los Angeles, gistu Líkamsstyrkur og íþróttaáhugi í blóðinu Ólafur Aron Einarsson gerði sér lítið fyrir og komst í tvígang á verðlaunapall á alþjóðasumarleikum Special Olympics í Los Angeles á dögunum. Hann keppti í lyftingum, enda hreystimenni mikið, einstaklega sterkur og með mikinn íþrótta- áhuga eins og hann á kyn til. Hann kom heim með brons fyrir réttstöðu og fyrir heildina í sínum flokki. Óla fannst gaman að kynnast nýju fólki á leikunum. Kátir lyftingakappar Þeir kepptu fyrir Íslands hönd, Óli, Guðmundur Ás- björnsson og Vignir Unnsteinsson kampakátir úti í Los Angeles. Stór stund Hér má sjá Óla sigurreifan á verðlaunapallinum í Los Angeles. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.