Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015 TWIN LIGHT GARDÍNUR Láttu sólina ekki trufla þig í sumar Betri birtustjórnun Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það var árið 2007, krónan var kóngurinn og það datt engum í hug að fara frá Íslandi. Við vorum jú besta land í heimi, eða alla vega næstbest samkvæmt einhverjum al- þjóðlegum lista Sameinuðu þjóð- anna. Noregur var hins vegar best- ur. Svo auðvitað var rökrétt að fara þangað,“ segir Tryggvi Gunnarsson, leikari og leikstjóri. „Um leið og ég steig niður fæti í Noregi fór auðvitað Ísland fram úr og var orðið besta land í heimi,“ seg- ir hann og hlær. „En það var ekki ástæðan fyrir því að ég flutti. Ég fann einfaldlega skóla sem hentaði mér afskaplega vel. Ég hafði baslað við að komast inn í leiklistadeildina hér heima, en ekkert gekk því ég var hreint út sagt ömurlegur í að leika realískt. Þykjast að leikhúsið væri voða alvöru og tilfinningin væri ekta.“ Námið í Noregi hentaði Tryggva betur, skólinn var mun opnari og megináherslan var lögð á að gera til- raunir og setja upp eigin verk að hans sögn. „Norðmenn eiga svo afskaplega mikið af olíupeningum að þeir gátu ráðið topplistamenn hvaðanæva úr heiminum til að kenna okkur. Við það opnaðist algjörlega nýr heimur. Þessir listamenn litu eiginlega á það sem frí að koma til okkar. Kenna nokkra tíma á dag og rölta svo um skógana kringum Fredrikstað, en þar er skólinn, sötra rauðvín og svara öllum tölvupóstunum sem staflast höfðu upp yfir árið. Þetta skilaði sér í því að maður hitti ótrúlega hæfi- leikaríka listamenn frá öllum heims- hornum í hverri viku. En auðvitað reyndust fæstir þeirra, og því miður, vera góðir kennarar svo ég endaði eiginlega á því að þurfa að kenna mér sjálfur eftir þeim fyrirmyndum sem að manni voru réttar.“ Risarotta og hústökugallerí Ísland var þó ekki lengi efst á lista yfir bestu lönd í heimi því rúmu ári eftir að Tryggvi flutti til Noregs fór bankakerfið á hliðina, krónan féll og landið var lokað í gjaldeyr- ishöftum. Noregur tyllti sér aftur í efsta sætið en það gerði lítið fyrir Tryggva sem sat með fulla vasa af íslenskum krónum sem enginn vildi í landi sem að jafnaði er talið jafn- dýrt og Ísland. „Mér var reglulega klappað á axl- irnar og fólk horfði á mig samúðar- augum eins og ég hefði misst ná- kominn ættingja eða verið svikinn á brúðkaupsdaginn. Meira að segja afgreiðslufólkið í bakaríinu gaf mér afslátt því ég var Íslendingur. Það var eiginlega fallegt og góð lexía í því að minna mann á hversu gott maður hafði það.“ Tryggvi dó þó ekki ráðalaus og segir þetta bara hafa verið spurn- ingu um að borða hafragraut í öll mál og segja upp leigunni. „Ég fann yfirgefna verksmiðju í útjaðri borgarinnar, fékk að leggja eina framlengingarsnúru í rétt- ingaverkstæðið hinum megin við göt- una og bjó þar fram á vor, ásamt ein- um flækingskettlingi og rottu, sem var stærri en kötturinn, svo okkur kom öllum vel saman. Og verk- smiðjan var stór með mörgum stórum sölum svo ég og bekkjar- félagar mínir breyttum henni eig- inlega í litla listamiðstöð og héldum myndlistarsýningar og pönktónleika. Eftir á að hyggja var það frekar heimskulegt að vera svona virk því auðvitað vakti þetta athygli og á endanum var okkur hent út.“ Kötturinn fékk þó gott heimili að sögn Tryggva en hann og félagar hans héldu eitt lokaskrall til að styrkja köttinn og var ágóðinn not- aður í að ormhreinsa hann, ör- merkja og kaupa ársbirgðir af katta- mat. „Við fundum á endanum gott heimili fyrir hann og ég sá hann síð- ast fyrir tveimur árum, spikfeitan og alsælan. En þetta var skemmti- legur tími og ég þakka fyrir það að þetta var mildur vetur. Hafði ekki viljað vera þarna næsta vetur þegar frostið var -20 í rúma tvo mánuði. Maður hefði endað sem litli dreng- urinn með eldspýturnar.“ Sálfræðin, leikstjórnin og Sómi þjóðar heima á Íslandi „Fljótlega eftir að ég kom heim gerði ég eina sýningu með þá ný- stofnuðum leikhóp mínum, Sóma þjóðar. Sýningin hét Gálma, og vakti mikla athygli innan leiklistarheims- ins. En fyrir utan hann, og fjöl- skyldu mína, held ég að kannski fjórar manneskjur hafði séð hana. Sú sýningin var gerð fyrir ekkert fjármagn en ofboðslega mikið hjarta.“ Tryggva krossbrá því þegar hon- um var tilkynnt að hann hefði fengið stóran styrk í Noregi til að setja upp samnorræna sýningu sem hét Punch, hvað átti hann að gera við alla þessa peninga? „Ég fékk leikfélag Akureyrar til að hýsa mig, en það voru gríðarlega spennandi hlutir að gerast þar undir stjórn Ragnheiðar Skúladóttur. En staðsetningin þýddi líka að ég dró alla Skandinavana mína norður und- ir heimskautsbaug um miðjan vetur. Við sáum varla til sólar. Kannski skein hún, veit það ekki. Við vorum svo upptekin að stara á jörðina til að renna ekki á rassgatið á því skauta- svelli sem allur bærinn var á meðan við vorum þarna.“ Reynsluleysið minnt strax á sig en fjarlægðin frá ástvinum og ætt- ingjum reyndist hópnum erfiðast. „Við vorum öll mjög óreynd og öll áttum við kærustur eða kærasta heima fyrir og samböndin liðu fyrir vinnuálagið, myrkrið og fjarlægðina. Á daginn var ég leikstjórinn og á kvöldin sálusorgari. Þrátt fyrir allt var sýningin frábær tilraun sem ég læt öðrum eftir að dæma hvort hafi heppnast eða ekki. Eina sem ég veit er að mér leið ekki vel á sálinni. Ég hugsaði með mér að þetta hefði ver- ið miklu skemmtilegra þegar ég gerði þetta fyrir enga peninga í verksmiðjunni í Noregi. Það var ekki fyrr en við hittumst öll aftur og túruðum um Noreg að þetta small og ég áttaði mig á því hversu vænt mér þótti um samstarfsfólkið mitt.“ Ástríðan fyrir leikhúsinu Tryggvi hefur verið duglegur að setja upp eigin verk og fer sínar eig- in leiðir í listsköpun sinni. Hann er gagnrýninn á leikhúsið og óhræddur að fara nýjar og óhefðbundnar leið- ir. „Leikhúsið er í eðli sínu svifaseinn miðill sem á erfitt um vik að bregð- ast hratt við. Sérstaklega ef verk eru sett upp innan stofnanaleikhús- anna. Kannski er leikhúsið einfald-  Tryggvi Gunnarsson vinnur að lág- menningaróperunni Björninn  Sýn- ingin veður sett upp á Players í Kópavogi „Tónlistin er stórkostleg, en það er óhætt að segja að söguþráðurinn sé það ekki“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.