Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 1
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Maður lést og annar slasaðist þegar flugvél fórst í Barkárdal, sem liggur inn af Hörgárdal á Tröllaskaga, skammt vestan við Akureyri í gær. Sá sem komst lífs af er Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Atlanta og flugstjóri. Maðurinn sem lést er erlendur en ekki er hægt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. Var hann látinn þegar flug- vélin fannst. Lögðu menn- irnir tveir af stað frá Akureyri klukkan tvö eftir hádegi í gær og var lending flugvélarinnar áætluð á Keflavíkurflugvelli klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglu- stjóra var svo ræst klukkan 17.06 eft- ir að ljóst varð að flugvélin hafði ekki skilað sér til Keflavíkur. Spurðu bændur og ferðalanga Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit að vélinni þar sem lögregla, björg- unarsveitir og Landhelgisgæslan lögðust á eitt. Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi, Vesturlandi og Suður- landi voru kallaðar út, en alls var um að ræða 43 sveitir. Við leitina voru notaðar bifreiðir, jeppar og fjórhjól auk þess sem menn fóru fótgangandi um leitar- svæðin. Skimuð voru þau svæði þar sem líklegast þótti að flugvélina mætti finna. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann vélina um klukkan 20.30 innarlega í Barkárdal við Gíslahnúk en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var flak vélarinnar illa farið þegar það fannst. Erfitt er að komast að flakinu og er það aðeins aðgengilegt með hjálp þyrlu. Sigu stýrimaður og læknir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar að flak- inu til að komast að mönnunum. Arngrímur var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Ekki fengust upplýs- ingar um líðan hans í gærkvöldi. Vanar víðfeðmum leitum Leitin gekk hratt og örugglega fyrir sig að sögn Jónasar Guðmunds- sonar, verkefnastjóra Slysavarna- félagsins Landsbjargar. „Við skiptum niður á leitarsvæði og það gekk hratt og vel fyrir sveit- irnar að sækja út á svæðin,“ segir Jónas. Hann bætir við að björgunar- sveitir Landsbjargar hafi áður tekið þátt í álíka víðfeðmum leitum und- anfarin ár og að meðlimir björgunar- sveitanna séu vanir álaginu. Lögðu áherslu á Tröllaskaga „Þetta var fjölmennt og stórt við- bragð strax í upphafi, enda ástæða til. Lögð var áhersla á svæðið þar sem vélin fannst að lokum vegna þess að veðrið var þess eðlis á þeim slóð- um. Það var því talin ástæða til að leggja ákveðinn þunga á það en jafn- framt var leitað á öðrum svæðum.“ Flugvélin er af gerðinni De Havill- and Canada DHC-2 Beaver Mk1 og getur verið útbúin til að lenda á vatni jafnt sem landi. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var vélin lengi í eigu kanadíska hersins en vélarnar þykja jafnan sterkar og áreiðanleg- ar. Geirþrúður Alfreðsdóttir, formað- ur rannsóknarnefndar samgöngu- slysa, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að rannsóknarstjóri væri á leið á vett- vang. „Rannsókn á slysinu hefst um leið og hann kemur á staðinn,“ segir hún. Komst lífs af úr flakinu  Erlendur maður lést í flugslysi í Barkárdal  Annar var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur  Flugvélin lagði af stað klukkan tvö frá Akureyri  Fannst um klukkan 20.30 innarlega í Barkárdal Morgunblaðið/Þórður Á Reykjavíkurflugvelli Sjúkraflugvél Gæslunnar flutti Arngrím frá Akureyri til Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Ö x n a d a l u r Hö rg á r da l u r Akureyri B a r k á r d a l u r Flugvélin fannst við Gíslahnúk Gíslahnúkur Morgunblaðið/Ómar Flugvélin er af gerðinni De Havill- and Canada DHC-2 Beaver Mk1. Arngrímur Jóhannsson M Á N U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  185. tölublað  103. árgangur  SUMIR HÓPAR HUNSAÐIR Í AUGLÝSINGUM HEIM MEÐ TVÖ BRONS LÁGMENNINGAR- ÓPERA Á PLAYERS Í KÓPAVOGI LYFTINGAKAPPI 10 TRYGGVI GUNNARSSON 26VIÐSKIPTI 26 Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði í gær- kvöldi. Lögreglu barst hávaðatil- kynning seint í gær og fljótlega önnur ábending um að maður kynni að vera vopnaður en hvellur heyrð- ist frá íbúð. Í kjölfarið var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð á vett- vang og var viðbúnaður mikill seint í gærkvöldi. Skv. heimildum Morg- unblaðsins var talið að hleypt hefði verið af þremur riffilskotum. „Ég sá fullt af sérsveitargaurum hlaupa yfir hraunið að Kirkjuvöllum 7,“ sagði Kristín R. Friðriksdóttir sem býr í hverfinu. Íbúar í hverfinu voru margir hverjir mjög óttaslegn- ir og sköpuðust umræður um við- búnað lögreglu á Facebook-hópi íbúa hverfisins. Heyrði mjög hávært öskur „Lögregla gengur um og bankar á Bjarkavöllum F og G á fyrstu og annarri hæð,“ sagði Sveinn Dal Björnsson, íbúi í hverfinu. Maður í íbúð fyrir ofan íbúð meints byssu- manns sagði í umræðuþræði á Facebook að ekki væri um skot- hvelli að ræða heldur hefði meintur byssumaður, sem er góðkunningi lögreglunnar, slegið með járnstöng í grindverk svalanna og öskrað mjög hátt. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un um hálfeitt í nótt hafði sérsveitin ekki enn yfirbugað manninn heldur beið átekta fyrir utan íbúðina að sögn íbúans fyrir ofan. Mikill viðbúnaður sérsveitar á Völlunum Morgunblaðið/Þórður Lögregluaðgerð Mikill viðbúnaður hjá lögreglu og sérsveit ríkislögreglu- stjóra á Völlunum í Hafnarfirði vegna ábendingar um vopnaðan mann.  Töldu sig heyra byssuskot  Íbúum sagt að halda sig inni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.