Morgunblaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2015
Helgi H. Jónsson,
fyrrverandi vara-
fréttastjóri Ríkis-
sjónvarpsins, lést
hinn 8. ágúst síðast-
liðinn, 72 ára að
aldri. Helgi fæddist í
Reykjavík hinn 14.
maí 1943 og var
hann sonur Jóns
Helgasonar, ritstjóra
og rithöfundar, og
Guðrúnar Margrétar
Pétursdóttur hús-
móður.
Helgi var blaða-
maður á dagblaðinu
Tímanum á árunum 1973-1976 en
að því loknu hóf hann störf sem
fréttamaður á Ríkisútvarpinu sem
var starfsvettvangur hans nær all-
ar götur síðan.
Helgi tók við starfi
varafréttastjóra Rík-
issjónvarpsins árið
1986 og starfaði einn-
ig um tíma sem
fréttastjóri. Enn-
fremur starfaði hann
að gerð margra út-
varps- og sjónvarps-
þátta.
Hann lét af störf-
um hjá Ríkis-
útvarpinu árið 2007.
Helgi var fráskil-
inn en kvæntist
tvisvar. Fyrri kona
hans var Gyða Jó-
hannsdóttir sálfræðingur. Seinni
kona hans var Helga Jónsdóttir
lögfræðingur. Börn Helga eru Jó-
hann Árni, Jón Ari, Oddný, Sól-
veig og Gunnlaugur.
Andlát
Helgi H. Jónsson
Sólveig Anspach
kvikmyndaleikstjóri
lést hinn 7. ágúst
síðastliðinn, 54 ára
að aldri. Banamein
hennar var krabba-
mein. Sólveig hafði
nýlokið tökum á
nýjustu bíómynd
sinni, Sundáhrifin
(L’effet aquatique),
á Íslandi og í
Frakklandi þar sem
hún bjó lengst af
ævinnar.
Sólveig fæddist í
Vestmannaeyjum
hinn 8. september 1960. Foreldrar
Sólveigar voru Högna Sigurðar-
dóttir arkitekt og Gerhardt Ans-
pach. Átti Sólveig eina systur,
Þórunni. Eftir dvöl í New York
settist fjölskyldan að
í París. Þar stundaði
Sólveig nám við kvik-
myndaskólann FEM-
IS og útskrifaðist
þaðan 1990.
Fyrstu árin gerði
hún heimildar-
myndir og hélt því
áfram alla sína tíð,
en 1999 sendi hún
frá sér sína fyrstu
bíómynd, Haut les
Couers! eða Hertu
upp hugann! Myndin
fjallaði um unga
konu sem greinist
með krabbamein en er jafnframt
barnshafandi. Sólveig byggði
myndina að nokkru á eigin
reynslu. Sólveig lætur eftir sig
dótturina Clöru.
Sólveig Anspach
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Viðtökurnar hafa verið með ólíkind-
um góðar. Ekki síst vegna þess að
verðið er svo hagstætt,“ segir Stein-
ar Berg Ísleifsson, ferðaþjónustu-
bóndi í Fossatúni í Borgarfirði, um
timburtjöldin sem hafa komið í stað
tjaldstæðisins sem áður var á svæð-
inu. „Við köllum þetta Podda, út frá
orðinu Camping pods, en margir
kalla þetta hobbitahús því þeim
finnst þetta hobbitalegt,“ segir
hann.
Tjaldstæðinu hefur verið lokað en
Steinar hafði byggt það upp og rek-
ið í tíu ár. „Það gekk ágætlega en
við ákváðum að staldra við eftir síð-
asta sumar og rýna í framtíðina,“
segir Steinar um rekstur tjaldstæð-
isins.
Niðurgreidd samkeppni
Steinari þótti ekki réttlætanlegt
að fjárfesta í frekari uppbyggingu
og rekstri tjaldstæðisins í Fossa-
túni þar sem samkeppnin við
sveitarfélög jókst með hverju
sumri.
„Sveitarfélög höfðu aukið þjón-
ustustig og reksturinn þar er nið-
urgreiddur,“ segir Steinar en úr
varð að hann festi kaup á fjórum
timburtjöldum, sem hvert um sig er
11 fermetrar að stærð.
„Þetta er ekki byggingarleyfis-
skylt með öllum þeim flækjustigum
og deiluskipulagi sem því fylgir. Þó
að við höfum fest timburtjöldin þá
eru þau færanleg, og þeim er stung-
ið í samband,“ segir Steinar og bæt-
ir við að þetta hafi leitt til þess að
hann geti boðið upp á hagstæða
gistingu. Nóttin kostar 7.500 krón-
ur, óháð því hversu margir gestirnir
eru.
Tímabilið frá
apríl til nóvember
Steinar segir að fyrst um sinn
hafi verið ákveðið að gistitímabilið í
timburtjöldunum sé frá 1. apríl fram
til 30. október og bætir við hann ætli
að bíða og sjá hvernig veturinn fari
með tjöldin.
„Þetta gengur vel og það stendur
til að bæta við. Það er ljóst að þessi
þróun mun halda áfram hér í Fossa-
túni,“ segir Steinar en húsin hafa
verið auglýst á bókunarvefjum á
borð við Airbnb og Booking.com.
Steinar segir að ákveðið hefði ver-
ið að fara rólega af stað með mark-
aðssetninguna þannig að hægt væri
að taka á móti einhverjum þeirra
gesta sem hygðust sækja tjaldstæð-
ið og vissu ekki að búið væri að loka
því.
„Það er slegist um þessi hús á
hverju kvöldi,“ segir hann en til
stendur að bæta við sex til átta hús-
um fyrir næsta sumar.
Íslendingarnir komu á óvart
Steinar segir fjölda Íslendinga
hafa komið sér skemmtilega á óvart.
„Við sáum þetta fyrst og fremst
sem valkost fyrir fólk sem er á bíla-
leigubílum og gistir á hótelum og
hostelum. En hingað koma Íslend-
ingar á öllum aldri; hjón með börn
og eldra fólk í leit að hagstæðri gist-
ingu,“ segir Steinar. Þeir láta vel af
þessu og finnst þetta sniðugur val-
kostur í stað þess að „draga á eftir
sér fimm milljóna króna græju,“
segir hann.
Ferðaþjónustubóndi í Fossatúni lokaði tjaldstæðinu vegna niðurgreiddrar samkeppni sveitarfélaga
Sex til átta tjöldum veður bætt við fyrir næsta sumar til að anna eftirspurninni sem hefur verið mikil
Tjöldin víkja fyrir timburtjöldum
Ferðaþjónusta Rekstri tjaldstæðisins í Fossatúni var hætt og fjárfest var í fjórum timburtjöldum í staðinn. Notaleg Húsin eru 11 fermetrar og þeim stungið í samband við rafmagn.
YOUR TIME IS NOW.
MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND.
Pontos Day/Date
Sígild en engu að síður nútímaleg
hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta.
Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir
vikudaga og dagsetningu. Einfalt
og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð.
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind