Morgunblaðið - 29.08.2015, Síða 18
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru
á aðallista Kauphallarinnar skiluðu
samanlagt tæplega 3,4 milljarða
hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa
árs. Samanlagður hagnaður þeirra er
því rúmlega 100% meiri en yfir sama
tímabil í fyrra, en þá nam hagnaður
þeirra allra 1.671 milljón króna.
Félögunum hefur öllum gengið
betur að ávaxta bótasjóði sína það
sem af er ári miðað við það sem
reyndin varð í fyrra og hefur sú þró-
un leitt til aukins hagnaðar þrátt fyr-
ir aukinn tjónaþunga hjá þeim öllum
og aukinn rekstrarkostnað í tilfelli
TM og VÍS. Sjóvá gat eitt félaga sýnt
fram á lækkun rekstrarkostnaðar
milli ára og dróst hann saman um lið-
lega 110 milljónir króna.
Fjárfestingar gengu vel
Fjárfestingatekjur jukust mest
hjá Sjóvá, en þær hækkuðu um rúm
676% frá árinu 2014. Í því sambandi
verður að taka tillit til þess að af-
koma félagsins var óviðunandi á sam-
anburðartímabilinu í fyrra. Nú
reyndust fjárfestingatekjurnar rétt
rúmir tveir milljarðar og fóru þær úr
257 milljónum árið 2014. Í tilfelli VÍS
fóru fjárfestingatekjurnar úr 663
milljónum í 2.065 milljónir, en það
samsvarar um 211% aukningu milli
ára. Fjárfestingastarfsemi TM hafði
skilað mestu á árinu 2014, eða rúm-
um 1.017 milljónum, en við uppgjör
fyrri hluta þessa árs reyndust tekj-
urnar 1.453 milljónir rúmar. Það fól í
sér aukningu um 43% milli ára.
Arnar Ingi Jónsson hjá hagfræði-
deild Landsbankans segir að þrátt
fyrir aukinn tjónaþunga hafi upp-
gjörin komið vel út.
„Sérstaklega verður þar að líta til
hagfelldrar þróunar á innlendum
hlutabréfamarkaði, en hann skilar
félögunum góðri ávöxtun og tryggir
gott uppgjör,“ segir Arnar Ingi.
Þá jukust iðgjaldatekjur hjá öllum
félögunum þremur. Eigin iðgjalda-
tekjur TM jukust um 8,6% milli ára.
Hjá VÍS nam aukningin um 4,2% og
hjá Sjóvá jókst hún um 5,4%.
Arðsemi eigin fjár á ársgrunni
kemur vel út hjá félögunum en er þó
sýnu lægri hjá TM en hinum tveim-
ur. Þannig reyndist arðsemin 18,7%
hjá VÍS og 16,7% hjá Sjóvá en 9% hjá
TM.
Tjónakostnaður eykst
Tjónakostnaður félaganna þriggja
jókst umtalsvert. Mest varð aukning-
in hjá TM, þar sem hann jókst um
tæpar 1.300 milljónir milli ára. Hjá
VÍS fór hann upp um 666 milljónir og
hjá Sjóvá um réttar 973 milljónir. Öll
hafa félögin vísað til þeirrar ótíðar
sem landsmenn fengu að kynnast í
vetur, en hún náði hámarki 14. mars
síðastliðinn þegar gríðarlega kröpp
lægð gekk yfir landið. VÍS hefur sér-
staklega gefið út að 3,7 prósentustig í
samsettu hlutfalli félagsins megi
rekja beint til þessa tiltekna óveðurs-
dags. Þá kom fram í máli Sigrúnar
Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra félags-
ins, á fundi með fjárfestum að félagið
greindi gríðarlega aukningu bílrúðu-
tjóna, sem mætti að öllum líkindum
rekja til slæms ástands vega víða um
landið.
Samsetta hlutfallið óhagstætt
Öll horfðu félögin upp á nokkra
hækkun samsetts hlutfalls, sem er
hlutfall rekstrar- og tjónskostnaðar
af þeim iðgjaldagreiðslum sem þau
innheimta. Engu þeirra tókst að
halda því undir 100%. Sjóvá komst
næst því; þar lá hlutfallið í 102,5% en
lækkun rekstrarkostnaðar hefur
komið í veg fyrir að það færi enn
hærra. Hjá VÍS var hlutfallið 104,5%
en hafði verið rétt innan við 100% á
viðmiðunartímabilinu í fyrra. Hjá
TM rauk hlutfallið hins vegar upp og
endaði í 111,5%.
Arnar Ingi telur að líkur standi til
að samsetta hlutfallið muni að nýju
leita í jafnvægi.
„Tjón á fyrri helmingi ársins voru
óvenju mikil og það er ekki endilega
að búast við svo háu hlutfalli á næstu
fjórðungum. Það má búast við því að
samsetta hlutfallið lækki á komandi
mánuðum,“ segir Arnar Ingi, sem
telur þó ósennilegt að þau muni ná
markmiðum sínum hvað varðar hlut-
fallið á þessu ári.
Tryggingafélögin högnuðust um
3,4 milljarða á fyrri hluta ársins
Hagnaður félaganna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs og í fyrra
Heimild: Árshlutauppgjör félaganna
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
120%
100%
80%
60%
40%
20%
0%
6 m. 2014 6 m. 2015 Samsett hlutfall á hægri ás
1.419
104,5% 102,5%
111,5%
1.380
554
milljónir
451
205
1.015
Hagnaður Sjóvár og VÍS eykst en dregst saman hjá TM Samsett hlutfall versnar
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
!"!
#!$
###
# "
%#"
"$!
!##
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!!
!
$#
$%
##%
#%
% %%
"
! $
#%
!
$$
#%
#"
#%
% $
"$
!"
#$#
$%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hækkun vaxtaálags í Evrópu vegna
óróa á mörkuðum hefur leitt til hækk-
unar vaxtaálags fyrirtækjaskuldabréfa í
krónum hér á landi. Þetta kemur meðal
annars fram í nýrri útgáfu frá IFS grein-
ingu um mat á vaxtaálagi fyrirtækja-
skuldabréfa sem gert er út frá
lánshæfiseinkunnum Reitunar.
Í matinu segir að bjartsýni sé á að
hækkun vaxtaálagsins geti gengið til
baka og rúmlega það. Þá sé vænst
góðrar eftirspurnar á ný eftir sumarfrí
bæði í evrum og krónum sem setur
þrýsting til lækkunar. IFS greining er
með áform um að leggja reglulega mat
á vaxtaálag fyrir helstu einkunnarflokka
Reitunar.
Vænta lægra vaxtaálags
fyrirtækjaskuldabréfa
● Nýskráningum einkahlutafélaga síð-
ustu 12 mánuði fram til júlí á þessu ári
hefur fjölgað um 11% í samanburði við
12 mánuði þar á undan, samkvæmt
mælingum Hagstofu Íslands. Á tíma-
bilinu voru skráð 2.219 ný félög. Mest
fjölgaði nýskráningum í bygginga-
starfsemi og mannvirkjagerð, um 38%
á síðustu 12 mánuðum.
Gjaldþrotum einkahlutafélaga hefur
fækkað á sama tímabili um 15%, en
719 fyrirtæki voru tekin til gjald-
þrotaskipta.
Fjölgun í skráningu
einkahlutafélaga
STUTTAR FRÉTTIR ...
Hagnaður Samherja á síðasta ári var
rúmir 11 milljarðar króna, sem er
helmingur þess hagnaðar sem var
árið á undan. Rekstrartekjur félags-
ins drógust saman en þær voru rúm-
ir 78 milljarðar króna á síðasta ári í
samanburði við 89 milljarða árið á
undan. Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði var 16 milljarðar
króna, samanborið við 25 milljarða
árið á undan. Á vef félagsins kemur
fram að það ár hafi verið 8,1 millj-
arðs króna söluhagnaður og því sé
afkoma af reglulegri starfsemi svip-
uð og árið á undan.
Eignir í lok árs voru 116 milljarðar
króna. Skuldir voru 41 milljarður og
eigið fé því 75 milljarðar króna.
Eiginfjárhlutfall hækkaði og var
64,8% um áramótin í samanburði við
58,5% ári fyrr. Arðgreiðsla til hlut-
hafa verður 1,4 milljarðar króna
fyrir síðasta ár í samanburði við 3,3
milljarða króna arðgreiðslu vegna
ársins á undan.
Fjárfestingar ársins voru 9,4
milljarðar króna, meðal annars
vegna nýsmíði fiskiskipa fyrir 2,2
milljarða króna og kaupa á aflaheim-
ildum fyrir 2,1 milljarð.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir á vef fyrir-
tæksins að árið 2014 hafi farið illa af
stað og fyrri helmingur ársins hafi
ekki gefið tilefni til bjartsýni varð-
andi reksturinn en á seinni árshelm-
ingi hafi tekist að veiða og nýta vel
þær heimildir sem samstæðan hafi
yfir að ráða og afurðaverð hafi farið
hækkandi. „Rekstrarafkoma ársins
er því mjög sambærileg árinu áður
sem ég get ekki annað en verið
ánægður með.“
Á vef Samherja kemur fram að fé-
lagið greiddi 2,6 milljarða króna í
tekjuskatt og 900 milljónir í veiði-
leyfagjald vegna síðasta rekstrarárs.
Morgunblaðið/RAX
Samherji Þorsteinn Már Baldvins-
son er sáttur við rekstur síðasta árs.
Hagnaðist um 11
milljarða í fyrra
Rekstrartekjur
Samherja drógust
saman milli ára