Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 ● Hagnaður Símans nam 1,3 millj- örðum króna á fyrri helmingi ársins, sem er sami hagnaður og fyrstu sex mánuðina í fyrra. Sala fyrirtækisins dróst saman á milli ára um 4,4% og skýrist það meðal annars af sölu á dótturfyrirtæki í Danmörku í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) nam 4,0 millj- örðum króna og breyttist lítið á milli ára. EBIDTA-hlutfall var 27,5%. Eiginfjárhlutfall Símans var 50,7% um mitt árið og eigið fé 31,2 milljarðar.Gert er ráð fyrir því að Síminn verði skráður í Kauphöllina á fjórða ársfjórðungi. Morgunblaðið/Golli Síminn Orri Hauksson er forstjóri Símans. Afkoma Símans svipuð á fyrri helmingi ársins Hagnaður Eimskipafélags Íslands var 5,5 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi, sem jafngildir um 804 milljónum króna. Þetta er 20% aukning miðað við annan fjórðung síðasta árs. Rekstr- artekjur voru 16,2% meiri á fjórð- ungnum en á sama árshluta í fyrra og námu þær 126,6 milljónum evra, eða sem samsvarar 18,5 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagsliði og skatta, EBITDA, nam 13,3 millj- ónum evra, en EBITDA-hagnaður var 11,0 milljónir evra á öðrum fjórðungi 2014. Flutningsmagn á öðrum fjórð- ungi jókst milli ára um 6,9% í áætlana- siglingum og um 20,5% í frystiflutn- ingum. Hagnaður Eimskips á fyrri helm- ingi ársins var samtals 7,0 milljónir evra, eða liðlega milljarður króna. Hagnaðurinn á fyrri helmingi síðasta árs var 3,8 milljónir evra og batnar af- koman því um 85% á milli ára. Rekstrartekjur á fyrstu sex mánuð- unum hafa aukist um 12,2% miðað við sama árshluta í fyrra og námu sam- tals 239,3 milljónum evra, eða tæp- lega 35 milljörðum króna. Ársáætlun endurskoðuð Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að rekstrartekjur og EBITDA á fjórðungnum séu þær hæstu frá end- urskipulagningu félagsins árið 2009. „Flutningsmagn í áætlunarsiglingum félagsins hefur vaxið umfram vænt- ingar það sem af er þriðja ársfjórð- ungi,“ segir Gylfi. „Rekstur félagsins tengdur Íslandi hefur verið góður það sem af er ári og er gert ráð fyrir áfram- haldandi vexti. Afkoma af starfsemi Eimskips í Noregi var undir vænt- ingum á fyrsta ársfjórðungi vegna veð- urfars og aflabrests en afkoman var mun betri á öðrum ársfjórðungi og er áfram gert ráð fyrir vexti.“ Stjórnendur félagsins hafa endur- skoðað ætlun um EBITDA-hagnað ársins 2015 og hefur hún verið hækk- uð úr 39-44 milljónum evra í 41-45 milljónir evra. Morgunblaðið/Ómar Eimskip Gylfi Sigfússon forstjóri segir rekstrarafkomu annars ársfjórð- ungs þá bestu á einum fjórðungi frá endurskipulagningu félagsins. Hagnaður Eimskips 85% meiri á fyrri árshelmingi  Flutningamagn jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi Ógagnsæ og óljós uppsetning verðskráa og vaxtataflna stóru við- skiptabankanna á íslenskum fjár- málamarkaði gerir það að verkum að erfitt er fyrir neytendur að leita að þeim upplýsingum sem þeir þurfa á að halda hverju sinni. Verðskrár og vaxtatöflur Arion banka, Íslands- banka og Landsbanka eru samanlagt 12 talsins og um 45 blaðsíður að lengd ásamt því að telja yfir fleiri hundruð liði. Þetta kemur fram í grein Þráins Halldórs Halldórssonar, sérfræðings á eftirlitssviði FME, í nýju tölublaði Fjármála. Í grein Þráins kemur fram að á meðan því fylgi kostnaður að afla sér upplýsinga verði svigrúm til aukinnar álagningar. Þá sé til staðar hvati fyrir fjármálafyrirtæki til að auka álagn- ingu sína, svo lengi sem hún haldist undir upplýsingakostnaði neytenda. Einnig kemur fram að með tilkomu þjónustugjalda sem áður voru óþekkt á íslenskum fjármálamarkaði sé lík- legt að þetta vandamál hafi stækkað. Verðskrár stærstu viðskiptabankanna Heimild: Fjármálaeftirlitið Verðskrá Vaxtatöflur Lengd Arion banki 3 2 17 bls. Íslandsbanki 3 1 15 bls. Landsbankinn 2 1 13 bls. Samtals 8 4 45 bls. Vaxtatöflur og verðskrár 45 síður TWIN LIGHT GARDÍNUR Láttu sólina ekki trufla þig í sumar Betri birtustjórnun Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum Allt í eldhúsið frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.