Morgunblaðið - 29.08.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 29.08.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 mbl.is/askriftarleikur Fylgstu með og sjáðu hvað Morgunblaðið hefur að geyma fyrir heppinn áskrifanda 22. október þegar við drögum út vinning að verðmæti 5.440.000 kr. FRÉTTASKÝRING Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Hún var daprasta brúður sem ég hef séð á ævi minni,“ sagði ljósmynd- arinn Allison Joyce sem myndaði í síðustu viku brúðkaup hinnar fimm- tán ára gömlu Nasoin Akhter og hins 32 ára gamla Mohammad Hasamur Rahman, í borginni Manikganj í Bangladesh, en Joyce er með aðset- ur í höfuðborginni, Dhaka. Í Bangladesh er hæsta hlutfall barnabrúðkaupa í heiminum, á eftir Niger, Mið-Afríkulýðveldinu og Tjad, eftir því sem kemur fram í gögnum UNICEF. Á tímabilinu 2005-2013 voru 29% bangladeskra stúlkna gift fyrir fimmtán ára aldur og 65% fyrir 18 ára aldur. Þrátt fyr- ir fögur loforð ráðamanna um að fækka barnabrúðkaupum virðast þau vinsælli en nokkru sinni fyrr í landinu. „Samkvæmt hefðinni á brúðurin að vera feimin og hlédræg í brúð- kaupinu en ég tók eftir depurð, ótta og óvissu þegar hún var stödd í her- berginu sínu ásamt vinum sínum fyr- ir athöfnina eða á snyrtistofunni með systur sinni, sem var líka gift á sama aldri. Hún var hlédræg og þögul,“ sagði Joyce í samtali við The Wash- ington Post. Þó svo að brúðkaup Nasoin Ak- hter sé ólögmætt að nafninu til í Bangladesh, er lögum sem banna barnahjónabönd sjaldan framfylgt. Það vakti athygli Joyce, að fjöl- skylda stúlkunnar var alls ekki fá- tæk. „Það sem kom mér mest á óvart var að fjölskylda hennar er afar auð- ug. Oft er sagt að helsta orsök barna- brúðkaupa sé fátækt en faðir stúlk- unnar er auðugur kaupsýslumaður sem á fjölmörg tveggja hæða hús. Um tvö þúsund manns var boðið í brúðkaupið. Mörg hundruð kjúkling- um og tylft stórra kúa var slátrað til að fæða gestina,“ sagði hún. Ætlaði sér að verða kennari Joyce hefur myndað fleiri barna- brúðkaup í landinu. Ein brúðanna, hin fjórtán ára gamla Mousammat Akhi Akhter, hafði sagst vilja bíða með að giftast þar til hún yrði eldri, þegar hún var gift hinum 27 ára gamla Mohammad Sujon Mia í fyrra. Þrýstingur samfélagsins og hefðir hafa mikil áhrif og því ákváðu for- eldrar Mousammat að gifta hana strax eftir sjötta bekk grunnskóla. „Fyrir brúðkaup sitt áttu þær sér drauma. Þær elskuðu báðar að vera í skóla og höfðu væntingar um fram- tíðina. Eftirlætisfag Akhi var stærð- fræði og hún ætlaði að verða kenn- ari, eða þar til hún var gift þrettán ára að aldri,“ greinir Joyce frá og bætir við: „Hún sagði að faðir henn- ar hefði verið hlynntur því að hún fengi menntun. Móðir hennar sá ekkert að barnahjónaböndum enda væru þau hefð í þorpinu og samfélagi þeirra og því væri það best fyrir hana að giftast. Stúlkan sagði mér að hún væri hrædd, að hún væri ekki tilbúin til að giftast,“ segir Joyce. Rannsóknir hafa sýnt að stúlkur á aldrinum 10-14 ára eru fimm sinnum líklegri til að látast af barnsförum en mæður á aldrinum 20-24. Einnig hafa rannsóknir sýnt að því mennt- aðri sem bangladeskar konur eru, því ólíklegra er að þær giftist á unga aldri. Loks hefur verið sýnt fram á, að stúlkur sem eru giftar fyrir fimm- tán ára aldur eru mun líklegri til að upplifa ofbeldi af hálfu maka sína en konur sem giftast eftir 25 ára aldur. Þetta kemur allt fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar frá mars á þessu ári. Ljósmynd/Wikigender.org Barnabrúðkaup Rannsóknir sýna að stúlkur á aldrinum 10-14 ára eru fimm sinnum líklegri til að deyja af barnsfötum en 20-24 ára konur. Draumar verða að engu  „Daprasta brúður sem ég hef séð,“ segir bandarískur ljósmyndari sem myndar barnabrúðkaup  Fjórða hæsta hlutfall barnabrúðkaupa í heiminum í Bangladesh Nemandi í Ríkisháskólanum í Sav- annah í Georgíufylki í Bandaríkj- unum lést í gærmorgun af sárum sínum, en hann var skotinn í gær í nágrenni við húsakynni nemenda- félags skólans. Nemandinn hét Chri- stopher Starks, var tuttugu og tveggja ára, var frá Atlanta og hæfi- leikamaður í fótbolta. Hann mun hafa verið skotinn eftir rifrildi fyrir utan bar á vegum skólafélagsins. Hann var eina fórnarlambið í árás- inni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er en rannsókn stendur yfir. Kennsla hófst síðar en vanalega í gær og sál- fræðingur veitti nemendum áfalla- hjálp og ráðgjöf. Háskólanemi skotinn til bana Nemandi Christopher Starks. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjölmargra er leitað eftir að hita- beltisstormurinn Erika herjaði á Pú- ertó Ríkó í gær. Aurskriður eru sagðar hafa grandað fólkinu. Stormurinn var um 250 kílómetr- um suðaustur af Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu og færði sig í vesturátt á ógnarhraða, ef marka má frétt NY Times um málið. Vindstyrkur stormsins fór upp í 85 kílómetra á klukkustund þegar mest lét. Yfirvöld í Púertó Ríkó hafa lokað vegum á sumum svæðum af ótta við skriður og leitarsveitir leita nú fólks sem saknað er. brynja@mbl.is AFP Erika Vindstyrkur fór í 85 km/klst. Stormur í Púertó Ríkó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.