Morgunblaðið - 29.08.2015, Page 21

Morgunblaðið - 29.08.2015, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Reykjavíkurborg Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2016. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2016. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Styrkir Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir www.reykjavik.is Áwww.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir allajafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: Ungverska lögreglan handtók í gær fjóra í kjölfar þess að vörubíll fannst í fyrradag í Austurríki, nærri ungversku landamærunum, yfirfullur af líkum. Morgunblaðið fjallaði um lík- fundinn í gær en nýjustu fréttir herma að líkin séu 71 talsins, að öll- um líkindum af sýrlensku flótta- fólki, en réttarmeinafræðingar unnu alla aðfaranótt föstudags við að reyna að greina líkin. Þrír hinna handteknu eru Búlg- arar en sá fjórði er Afgani. Meðal fórnarlambanna voru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn. Eitt barnanna var stúlka á aldrinum eins til tveggja ára. Talið er að fólkið hafi verið látið í tvo daga þegar það fannst og að það hafi þegar verið látið þegar vöru- bíllinn fór frá Ungverjalandi til Austurríkis. Yfirvöld í Austurríki segja fólkið að öllum líkindum hafa kafnað inni í vörubílnum. Ferða- gögn sem fundust í bílnum benda til þess að fólkið hafi verið frá Sýr- landi. brynja@mbl.is Fjórir handteknir vegna líkfundarmáls AFP Til rannsóknar Vörubíllinn þar sem 71 lík fannst, á mörkum Austurríkis og Ungverjalands í fyrradag. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Óttast er um afdrif tvö hundruð manns eftir að tveir bátar sukku undan ströndum Líbíu sl. fimmtu- dag, yfirfullir af flóttafólki. Á öðrum bátnum voru um hundrað farþegar en 400 á hinum. Fulltrúi Rauða hálf- mánans í Líbíu sagði 82 lík hafa skol- að á land og 198 hefði verið bjargað. Um 200 manns er enn saknað, eftir því sem kemur fram í fréttum BBC um málið. Sukku bátarnir við strendur borgarinnar Zuwarah, en hún er brottfarastaður fjölmargra farand- og flóttamanna sem reyna að komast yfir Miðjarðarhafið í átt til Evrópu, yfirleitt í var haffærum bátum, í von um betra líf. Mannfallið sl. fimmtu- dag er sagt með því mesta í sumar. Yfir 300 þúsund manns eru sögð hafa reynt að komast yfir hafið í ár og um 2.400 hafa látist á leiðinni, eft- ir því sem kemur fram í gögnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Yfir 100 þúsund hafa kom- ið að landi á Ítalíu og 160 þúsund í Grikklandi. AFP Líbýa Hluti fólksins sem var bjargað undan ströndum Zuwarah. Yfirfullir bátar sökkva við Líbýu Fyrrverandi preláti í kaþólsku kirkjunni sem hafði verið sviptur kjóli og kalli vegna gruns um barnaníð fannst látinn í Vatíkaninu í gær, 67 ára að aldri. Hann hét Jozef Wesolowski og hafði verið í stofufangelsi á meðan beðið var eftir réttarhöldum í máli hans. Til stóð að réttað yrði yfir honum í Vatíkaninu þann 11. júlí sl. vegna gruns um barnaníð og vörslu gífurlegs magns af barnaklámi en þann sama dag var hann lagður inn á spítala vegna skyndilegra veikinda. Þá var réttarhöldunum seinkað og hann settur í stofu- fangelsi, þar til hann dó af eðlilegum orsökum. VATÍKANIÐ Meintur barnaníðingur finnst látinn Yfir þriggja vikna hátíðarhöld standa nú yfir í Indlandi til að fagna því að fimmtíu ár eru liðin frá sigri landsins í stríðinu við Pakistan. Forseti Indlands, Pranab Mukherjee, lagði í gær blóm- sveig við minnismerki píslarvotta í Delhí. Um svipað leyti var tilkynnt að átta óbreyttir borg- arar hefðu fallið í Kasmír-héraði þar sem Ind- verjar og Pakistanar skiptust á skotum. Bæði rík- in gera tilkall til héraðsins og því hafa deilur verið reglulegar í yfir 60 ár. INDLAND Indverjar fagna 50 ára stríðslokaafmæli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.