Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 26

Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Jörðin Efranes í Borgarbyggð Sala fasteigna frá Til sölu jörðin Efranes, 134858, í hjarta Borgarbyggðar með glæsilegri fjallasýn til allra átta. Stærð jarðarinnar er talin vera tæplega 200 hektarar, þar af er ræktað land talið vera um 40 hektarar. Landið er hólfað niður í beitarhólf fyrir hross með nýlegum girðingum. Landið liggur að hluta til meðfram Þverá. Veiðiréttur jarðarinnar í þeirri á, sem og í Kjarrá, gefur af sér árlega tekjur, á aðra milljón króna, í útborguðum arði. Jörðin er skammt frá þjóðavegi (um 3-4 km), og í góðu vega sambandi. Gefur þessi staðsetning jörðinni ákveðna kyrrð frá umferð, sem að margra mati er kostur. Heitt vatn frá félagsveitu er á jörðinni og öll hús kynt með heitu vatni. Kalt vatn er tekið úr sérstæðum og fallegum hlöðnum brunni skammt frá íbúðarhúsinu. Íbúðar- hús og fleiri byggingar eru á jörðinni. Upplýsingar gefur Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. Sími 588 9090. Guðmundur Kjartanssonsigraði á skákmótinu í Panevezys í Litháen semlauk um síðustu helgi. Með sigrinum sló Guðmundur tvær flugur í einu höggi: vann mótið og náði lokaáfanga að stór- meistaratitli. Nú þarf hann aðeins að bæta við stigatölu sína til að hljóta útnefningu hjá FIDE; stiga- tala hans stendur nú í 2.474 Elo- stigum en markið er 2.500 Elo- stig. Guðmundur, sem varð Ís- landsmeistari í fyrra, hefur átt misjöfnu gengi að fagna undan- farið en hrökk í gang í Litháen. Árangur hans mælist upp á 2.661 Elo-stig, en hann hlaut ½ vinningi meira en til þurfti. Margir þekktir meistarar voru með í mótinu en lokastaðan varð þessi: 1. Guð- mundur Kjartansson 7 v.(af 9) 2. Maxim Lugovskí (Rússland) 6½ v. 3. Titas Stremavcius (Litháen) 6 v. 4. Normund Miezes (Lettland) 5 v. 5.-6. Tapani Sammalvuo ( Finn- land) og Lukasz Jarmula (Pólland) 4 v. 7.-8. Andrei Maksimenko ( Úkraína ) og Ottomar Ladva ( Eistaland) 3½ v. 9. Ilmars Staro- tits (Lettland) 3 v. 10. Roland Lötcher (Sviss) 2½ v. Meðal næstu verkefna Guðmundar er „Milljón dollara mótið“ í Las Vegas. Aftur tapar Magnús Carlsen fyrir Topalov Helsti skákklúbbur Bandaríkj- anna um þessar mundir er í St. Louis í Missouri-ríki en þar stend- ur nú yfir stórmót sem ber nafnið Sinquefield-bikarinn. Kostn- aðarmaður mótsins og klúbbsins er bandaríski auðjöfurinn Rex Sin- quefield, sem jafnframt rekur þar frægðarhöll skákarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem þetta mót fer fram. Árið 2013 sigraði Magnús Carlsen en á mótinu í fyrra vann Fabiano Caruana fyrstu sjö skákir sínar og sigraði með yfirburðum. Sem fyrr beinist athyglin að Magnúsi Carlsen, sem aftur hóf stórmót með því að tapa fyrir Ve- selin Topalov. Hann vann svo heppnissigur yfir Caruana í 2. um- ferð og skákir sínar í þriðju um- ferð og fimmtu umferð og er greinilega staðráðinn í að berjast um efsta sætið. Staðan eftir fimm umferðir: 1. -2. Aronjan og Carl- sen 3 ½ v. 3. - 4. Topalov og Giri 3 v. 5. - 6. Nakamura og Vachier Lagrave 2 ½ v. 7. - 8. Caruana og Grischuk 2 v. 9. - 10. So og Anand 1 ½ v. Armenar hafa lengi bundið mikl- ar vonir við sinn fremsta mann, Levon Aronjan, en hann hefur fall- ið í skuggann af yngri mönnum og á erfitt uppdráttar þegar hann teflir við Magnús Carlsen. En hann hefur teflt manna best í St. Louis, sbr. glæsilega sigurskák hans í 4. umferð: Wesley So – Levon Aronjan Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 c5 5. d5 O-O 6. e4 d6 7. Rge2 a6 Í þessu vinsæla afbrigði hefur áður verið reynt að leika 7. … b5. Aronjan lætur sér nægja að hóta þeim leik. 8. a4 Ba5 9. Bd2 exd5 10. cxd5 Rh5 11. g3 Rd7 12. Bg2 b5 13. g4?! Vafasamur leikur sem Aronjan er fljótur að refsa. 13. … b4! 14. Rb1 Dh4+ 15. Kf1 Re5! Aldrei að víkja! 16. gxh5 er nú svarað með 16. … f5! með sterkri sókn eftir f-línunni. 16. Be1 Df6 17. gxh5 Rxf3 18. Bf2 Bg4 19. Dc1 Rd4 20. Rxd4 cxd4 21. e5?! dxe5 22. Rd2 Hac8 23. Db1 b3! 24. Rxb3 Eða 24. Re4 Df4 o.s.frv. 24. … Bb6 25. a5 Ba7 26. Kg1 Bf5 27. Be4 Dg5+ 28. Kf1 Df4! Laglegur lokahnykkur. Eftir 29. Bxf5 kemur 29. … d3! og eftir 30. De1 Hc2 er hvítur varnarlaus. So lagði því niður vopn. Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum á vefnum Chess24. Útsendingar hefjast kl. 18. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Guðmundur náði lokaáfang- anum í Litháen Ást til þjóðar sinnarvirðist öllum gefin ívöggugjöf. Líkt og mat- arhvöt og kynhvöt eru sterkar tilfinningar til að viðhalda lífi má kannski kalla það þjóð- ernishvöt að elska land sitt. Gagnstætt hvötum sem reka menn áfram til að viðhalda lífi þarf að rækta þjóðholl við- horf. Móðurást og föðurást eru af sömu rót og ættjarðarást. Þjóðhollusta er undirstaða margra annarra viðhorfa mannsins varðandi þjóðtengd verk, líkt og B- 12 vítamín er undirstaða annarra B- vítamína. Ef grunnurinn er ekki réttur verður byggingin skökk og þannig er það með hugtakið „þjóðhollur“, inntak merkingar þess er hugarfar sem hægt er að byggja á, hugsjón. Í gegnum árin hafa stjórnvöld lagt mikinn metnað í háskólanám og þjóð- inni verið talin trú um að það sé allra meina bót. Tímarnir breytast og mennirnir með og spurningar vakna. Af hverju er þjóðin að kosta háskóla- menntun fólks sem ætlar sér ekki að vinna á Íslandi og greiða skatta til samfélagsins eftir að hafa þegið af al- mannafé margra ára menntun og notið á meðan allra þeirra lífsgæða sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða? Þegar litið er til gamla tímans þegar menn sóttu sitt nám út fyrir land- steinana og komu svo heim til Íslands að námi loknu með þá hugsjón að geta hjálpað landi og þjóð og miðlað af sinni þekkingu má glöggt sjá við- horfsbreytinguna. Hinn þjóðholli flytur þekkinguna með sér inn í land- ið þó að viðkomandi fái lægri laun og meira erf- iði. Hann lítur til þeirra sem ekki fara í lang- skólanám en vinna og borga beina skatta til samfélagsins frá unga aldri. Viðkomandi gefur hugsjónabaráttu og þjóðrækni menntun sína. Menntun hefur alltaf verið metin til launa en ef stéttarfélög háskóla- menntaðra vilja gera menntun að hagfræðistærð þarf að reikna út eignarhluta ríkisins í hverju háskóla- prófi sem gefið er út og þau „próf“ sem flutt eru úr landi til frambúðar þarf að verðleggja og skuldfæra í rík- isbókhaldinu. Ef um afskriftir er að ræða á „útfluttum háskólamannauði“ þarf það að koma fram sem tjón til að ríkishagstjórnin sjái hver raunveru- legur ávinningur er í mannauðs- framleiðslunni. Þegar þjóðholl við- horf verða undir í samkeppninni við mammon gengur varla að þeir sem heima sitja og borga sín gjöld trú- fastlega til ríkisins blæði endalaust fyrir þá sem þiggja og segja svo bless þegar kemur að því að borga. Heim- ur knattspyrnunnar hefur fundið sín svör og viðurkennir rétt uppeldis- félags leikmanns að fá greiðslur þeg- ar atvinnumaður, uppalinn hjá félag- inu, er seldur á milli annarra félaga. Svona lausnir koma að gagni en þó aldrei í staðinn fyrir þjóðholl viðhorf í samfélagslegri ábyrgð. Unglingur með þau viðhorf að hann hafi engar skyldur við þjóð sína og að honum sé alveg sama hvar í heiminum hann elur aldur sinn er varla sá kálfurinn sem launar ofeldið. Orsökin er auðvitað sú að „því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“. Viðhorf unglinga eru reyndar í mótun og geta auðveldlega breyst, en til þess þarf almenna umræðan að taka jákvæða afstöðu til þjóðhollra viðhorfa en ekki að tala niður til þeirra. Veik og brengluð fjölskylduímynd er að mínu mati æskufólki afleitt veganesti. Hefðbundinn hjúskapur karls og konu er sú ímynd sem Bibl- ían styður. Við þær aðstæður tileinka börnin sér þá móður- og föðurímynd sem lögmál náttúrunnar setur. Breytt fjölskyldumynstur þar sem ímynd karlmennskunnar er afbökuð og niðurlægð kemur sérstaklega illa við unga drengi og líka stúlkur. Kyn- in eru ekki eins og því þarf að halda til haga í uppeldinu. Þjóðholl viðhorf eiga rætur í móður- og föðurhlut- verkum. Hver fjölskylda er lítil þjóð, undirstaða þjóðfélags. Þau ósköp sem áttu sér stað á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn ættu að vera þjóðinni víti til varn- aðar. Ekki má líðast að heilög virðing almennings í árlegum hátíðahöldum, þar sem sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar er minnst, sé fótum troðin. Slíkt er smán við lýðveldið og vísar til óþjóðhollra viðhorfa. Ég man enn hvað hátíðahöldin á 17. júní, í minni sveit, voru hátíðleg og mér sem dreng mikill skóli að finna mig sem hluta samfélags íslenskrar þjóðar. Sjá fánana, fjallkonuna og meira að segja hlustaði maður sem barn með athygli á hátíðarræðuna. Börnin á Austurvelli 17. júní nú í sumar voru svipt þessari tilfinningu og það af fólki sem naut sjálft friðhelgi á 17. júní hátíðahöldum sem börn. Borgarstjórn sem ekki getur tryggt forsætisráðherra og fjallkonu hljóð til að flytja mál sitt er ekki hæf til að stýra þessum hátíðahöldum. Borgarstjórinn var tekinn tali af sjónvarpsfréttamanni út af uppá- komunni. Hann baðst ekki afsökunar á vangetu sinni til að halda uppi virð- ingu hátíðahaldanna og skipaði sér með því í raðir þeirra sem í skjóli trjáa sungu þjóðinni sinn sérkenni- legan þakkaróð. Á næsta ári þarf forsætisráðherra að halda hátíðaræðu sína í sveitar- félagi sem treystir sér til að halda uppi röð og reglu og tryggja hátíða- ræðu hans gott hljóð á 17. júní hátíða- höldum. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni aftur upp á svona nokkuð. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Óþjóðhollur? Eftir Ársæl Þórðarson » Viðhorf unglinga eru reyndar í mótun og geta auðveldlega breyst Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. Samkvæmt fréttum í útvarpi mánudaginn 24.8. hafa Píratar sam- einast um að stefnt skuli að því að allur fiskur fari á uppboð á markaði sama hvað. Ekki var skýrt frá til- ganginum, en ef hann snýst um fiskverð er einnig hægt að semja um það. Það fyrir- komulag sem er hefur gefið góða raun og því má spyrja hvort þurfi að gera við það sem er í lagi? Ef af þessu verður gætu afleið- ingarnar hins vegar orðið þær að út- gerðir misstu eignarhald á afla sínum t.d. til útlendinga og gætu ekki verkað og selt eigin fisk, sem er veidd- ur á skipum sem þær hafa fjárfest í og reka, hvort heldur um stór- útgerð eða minni fyr- irtæki er að ræða. Telja menn að það yrði þjóð- hagslega hagkvæmt? Sjóræningjar Þá vilja Píratar einnig að öll veiðileyfi fari í op- inbert uppboð. Það væri göfugt markmið í sjálfu sér að minnka pólitíska afskiptasemi af greininni en hugsanlega er til- gangurinn sá að ná sem mestu af öllu til ríkisins. Aukin gjaldheimta mun veikja rekstrargrundvöll og framtíð- armöguleika útvegsins annars vegar og hins vegar mun uppboð á veiði- heimildum leiða til þess að aðeins þeir sem að eru best fjármagnaðir muni fá og veiðileyfin þá færast á enn færri hendur. Væri það farsælt fyrir sjáv- arplássin? Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson »Uppboð á veiðiheim- ildum mun leiða til þess að aðeins þeir sem eru best fjármagnaðir munu fá og veiðileyfin þá færast á enn færri hendur Höfundur er fv. forstjóri og Hægri grænn. Er þetta hugsað til hlítar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.