Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 31

Morgunblaðið - 29.08.2015, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Guðmunda fór í gegnum krabbameinsmeðferð árið 2010 og náði sér ótrúlega fljótt. Hún greindist aftur með krabbamein nú í ágúst og lést þann 15. ágúst, aðeins fjórum mánuðum eftir lát eiginmannsins, Ólafs Guðmunds- sonar. Það eru margir sem missa mik- ið við fráfall Guðmundu, börnin og fjölskyldur þeirra, bræður, skyld- fólk og vinir sem sjá á eftir ósér- hlífni, traustri og góðri konu. Margir hafa notið velvilja og um- hyggu Guðmundu og Óla, búið heima hjá þeim, verið velkomnir í mat og gistingu, fengið ýmsa fyr- irgreiðslu, þegið fallega handa- vinnu frá Guðmundu og margt fleira væri hægt að telja upp. Ég á eftir að sakna félagsskapar Guð- mundu mikið því við vorum búnar að ræða um kaffihúsaferðir, fara á námskeið hjá Sjávarleðri og fleira, eða þegar um hægðist eftir sumarið. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Guðmundu góða sam- veru og samstarf á liðnum árum. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Þórunn Bernódusdóttir. Stutt er síðan ég sat og rifjaði upp kynni mín af þeim heiðurs- hjónum Mundu og Óla, þá sat ég og skrifaði minningargrein um Óla skip. Aðeins rúmir fjórir mánuðir hafa liðið. Óli fór á undan, kom sér fyrir og undirbjó komu elskunnar sinnar. Hann var örugglega farinn að sakna hennar eftir þessa fjóra mánuði og hefur ákveðið að nú væri kominn tími til að sækja hana. Þau sitja nú saman og spjalla við ástvini um það sem á daga þeirra hafði drifið frá því þau hittust síðast. Munda var einstök manneskja. Fáum manneskjum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem eru eins hjálp- samar og bóngóðar. Hún var hús- móðir af lífi og sál og féll aldrei verk úr hendi, ef hún var ekki að elda, sauma, þrífa eða vinna önnur heimilisverk heima hjá sér var hún að þrífa fyrir aðra. Munda hafði mjög gaman af allskonar handavinnu og hand- verki og var snillingur í höndun- um. Ekki var óalgengt að kostgang- arar væru í mat og jafnvel gist- ingu á Sólarveginum og það er óhætt að segja að það jafnaðist á við margra stjörnu hótel að gista hjá Mundu og Óla. Mér er minnisstætt þegar ég var fyrstu áramótin mín á heimili þeirra hjóna, þar var margt um manninn, börn og tengdabörn. Húsmóðirin stóð í eldhúsinu allan daginn og reiddi fram hvern rétt- inn á fætur öðrum, hver og einn skyldi fá sinn uppáhaldsmat. Þetta þýddi að aðalréttirnir voru nokkuð margir. En Munda hafði gaman af og elskaði að hafa margt fólk í kring- um sig og stjana við það. Þegar þau Munda og Óli eign- uðust húsbílinn var lítið stoppað og keyrt um landið þvert og endi- langt, stundum vestur að hitta ættingja og vini, stundum bara að elta veðrið og sólina. Ferðalögin á húsbílnum voru áhugamál sem þau áttu sameiginlegt og höfðu mjög gaman af. Munda var amma eins og ömm- ur eiga að vera, elskaði barna- börnin sín skilyrðislaust og gerði allt fyrir þau. Hún gat setið enda- laust með barnabörnin og síðar langömmustrákana í fanginu og lesið hverja bókina á fætur ann- arri eða leikið við þau. Barnabörn- in sóttu mjög í heimsókn, gistingu eða að fá að fara rúntinn með afa og ömmu. Oft var farið í lengri ferðalög t.d. á húsbílnum og eitt- hvað af barnabörnunum tekið með. Ester og Munda amma voru alla tíð sérstakar vinkonur og þeg- ar yngri systurnar bættust í hóp- inn var oft ágætt að eiga skjól í ró- legheitunum hjá ömmu. Fastir liðir á veturna hjá stelp- unum mínum voru að fara til Mundu ömmu í frímínútum með vini sína með sér og þar beið kakó og bakkelsi af bestu sort. Ég veit að Munda saknaði þess þegar þær uxu úr grasi og kláruðu grunn- skólann. Mikill er missir ömmu- barnanna. Þau hjónin voru bæði mikið barnafólk og höfðu mikla ánægju af að hafa börn í kringum sig. Krakkar hændust mjög að þessari góðu ömmu í Mýrinni og var vinsælt að banka uppá hjá Mundu og kíkja í heimsókn. Missirinn að Guðmundu Sigur- brandsdóttur er mikill en hún var manneskja sem gaf svo miklu meira af sjálfri sér en flestum er unnt. Ég þakka Mundu góða vináttu og samfylgd. Minningin um ynd- islega ömmu, langömmu og vin- konu lifir. Aðstandendum og vinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Helga. Guðmunda starfaði hér í Leikskólanum Barnabóli um langt árabil, hér var hún vakin og sofin yfir velferð ungra vina sinna og ekki síst starfsfólksins sem með henni vann. Hér gekk hún í öll störf, gekk rösklega til verks og vann verk sín af dugnaði og eljusemi. Við hér á Barnabóli þökkum Guðmundu kærlega fyrir sam- fylgdina í gegnum árin, ástvinum hennar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við kveðjum Guðmundu með ljóðlínum Ómars Ragnarssonar um íslensku konuna: Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarr- andi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Hinsta kveðja frá samstarfs- fólki í Leikskólanum Barnabóli, Guðlaug Grétarsdóttir. ✝ Bergljót Þór-arinsdóttir fæddist á Hjarð- arbóli í Fljótsdal 7. desember 1950. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Dyngju, Egilsstöðum 20. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru Þórarinn Bjarnason, f. 7.8. 1922 í Reykjavík, d. 21.2. 1994 í Neskaupstað, bóndi á Hjarð- arbóli í Fljótsdal og Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 13.3. 1926 á Egilsstöðum í Fljótsdal, d. 24.7. 1990 á Egilsstöðum, hús- freyja. Maki Bergljótar er Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal, f. 18.11. 1948. Synir þeirra eru Gunnar, f. 10.7. 1984 og Egill, f. 4.10. 1988. Bróðir Bergljótar er Gunnar, f. 17.8. 1955, bóndi á Hjarð- arbóli í Fljótsdal. Bergljót ólst upp á Hjarðarbóli í Fljótsdal. Þar gekk hún í öll al- menn sveitastörf. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Al- þýðuskólanum að Eiðum vorið 1968 og samvinnuskóla- prófi frá Bifröst árið 1971. Að námi loknu starf- aði hún hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa á Egilsstöðum og var þar um skeið skrifstofustjóri. Árið 1984 fluttist hún í Egils- staði í Fljótsdal þar sem hún stundaði búskap með manni sínum, Gunnari. Bergljót sat í sveitarstjórn Fljótsdalshrepps 1990-1998 og í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa 2006-2010. Útför Bergljótar fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal í dag, 29. ágúst 2015, og hefst athöfnin klukkan 14. Allt er í heiminum hverfult. Samferðafólkið yfirgefur þessa jarðvist og lífið tekur breyt- ingum frá því sem að áður var. Í stað þess að hringja í kæra vinkonu mína, sest ég nú niður til að skrifa um hana fátækleg kveðju og minningarorð. Aðeins tveimur dögum fyrir andlátið heyrðumst við í síðasta sinn. Leiðir okkar Beggu, eins og hún var alltaf kölluð, lágu sam- an er við hófum nám við Sam- vinnuskólann að Bifröst haustið 1970. Síðari veturinn deildum við herbergi. Þægilegri félaga var vart hægt að hugsa sér, utan þess hve það fór í taugarnar á mér þegar að hún svaf bara í lestímunum, meðan að ég sat og reyndi að berja fræðin inn í hausinn á mér. Hún fékk þó alltaf góðar einkunnir. Þannig var Begga bráðgáfuð, traust og trygg. En þrátt fyrir að lítið færi fyrir henni hafði hún nú alveg sínar skoðanir á hlutunum og gaf sig ekkert með þær. Begga skrifaði greinar og ljóð í skóla- blaðið því að hún var frábær penni og hagyrðingur góður. Eftir að skólagöngu lauk, höf- um við haldið sambandi með heimsóknum og símleiðis, þó svo að stundum gæti maður haldið að símalínurnar í Fljóts- dalnum virkuðu aðeins í aðra áttina. Öllum er okkur úthlutað mis- munandi aðstæðum í lífinu. Að- stæðum sem að hver og einn bregst við eftir föngum. Fyrir allmörgum árum greindist Begga með illvígan sjúkdóm, sem að hún mætti af æðruleysi og dugnaði. Þrátt fyrir að lífið taki miklum breytingum, held- ur það vissulega áfram, og eftir lifir minningin um góða sam- ferðakonu sem hafði yfir mörgu að gleðjast. Tveimur sonum sem vegnar vel í lífinu, traustum og góðum maka, sem nú sér fram á aukið mannlíf í tengslum við Óbyggðasetrið á Egilsstöðum í Fljótsdal. Kæra skólasystir og vinur hvíl þú í friði. Gunnari og son- um ykkar sendum við Valdimar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þín vinkona, Rósa. Bergljót Þórarinsdóttir Í dag kveð ég góðan vin, Helga Hörð Jónsson, en hann andaðist þann 7. ágúst á Land- spítalanum í Fossvogi eftir þunga legu. Minningar sækja fram. Í byrjun 5. áratugar síðustu ald- ar geisaði síðari heimsstyrjöld- in, Ísland hersetið, húsnæðis- skortur í Reykjavík, sem að hluta til er leystur með ný- byggingum. Ný bæjarhverfi rísa. Miðtún- ið byggist, en þar mætast tveir snáðar, blanda geði, takast á, verða vinir. Leiksvæði þeirra er takmarkalaust, nær niður að Helgi Hörður Jónsson ✝ Helgi HörðurJónsson fædd- ist 14. maí 1943. Hann lést 7. ágúst 2015. Útför Helga fór fram frá Kópavogs- kirkju 28. ágúst 2015. Sökum misgán- ings vantaði upp á grein Þórarins E. Sveinssonar sem birtist hér í heild. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessu. sjó í norðurátt, í austur að Fúlalæk. Hætturnar víða, mógrafir, sjávar- ströndin, Fúlilæk- ur er markaði óbyggðar víðáttur í austri, en mögu- leg ævintýri í hverju spori. Í minningunni er endalaust sól- skin og þótt tekist væri á var það aðeins eðlilegt skref á þroskabrautinni, er styrkti vináttu okkar drengj- anna. Barnaskólanám var stundað í Laugarnesskóla og gengum við þrír félagarnir, Helgi, Gunnar og undirritaður, til skólans daglega. Í byrjun voru skrefin mörg enda ferðalagið langt, en stytt- ist í eftir því sem árin liðu. Nutum þar góðra bekkjar- félaga og kennslu Skeggja Ás- bjarnarsonar. Varð íslenskur sagnaheimur hluti tilveru okkar er leiddi m.a. til þess að við þrír drengir gengum undir jarðarmen, blönduðum blóði, sórumst í fóstbræðralag, skyldi eitt yfir okkur alla ganga. Vináttan eið- fest. Þannig var hluti daglegs lífs okkar þriggja sjö ára vina um miðja síðustu öld. Helgi var elstur þriggja bræðra, en foreldrar þeirra voru þau Margrét Pétursdóttir húsfrú og Jón Helgason rithöf- undur. Með þeim í Miðtúni 60 bjó faðir Jóns, Helgi Jónsson, áður óðalsbóndi að Stóra Botni. Var Helgi eftirlæti afa síns og al- nafna, en samband þeirra hef- ur vafalítið leitt til þess að Helgi bar hag svæðisins í botni Hvalfjarðar mjög fyrir brjósti. Faðir hans festi síðar kaup á hluta jarðarinnar Litla Botns, þar sem hann byggði fjölskyld- unni sumarhús. Var ættin þá komin aftur á heimaslóðir. Naut Helgi ver- unnar þar, var hann alla tíð mikill náttúruunnandi og vildi stuðla að friðun svæðisins eins og kostur væri, þannig að nátt- úran fengi haldist með sem minnstri íhlutun mannsins. Helgi var fagurkeri, naut góðra bókmennta, fallegra hluta og myndlistar. Átti hann létt með að tjá sig í rituðu máli og hafði þannig alla kosti góðs rithöfundar, auk þess að vera drátthagur umfram flesta. Á unglingsárum okkar þótti sjálfsagt að unnið væri með skólagöngu. Í byrjun menntaskólanáms sumarið 6́1 fengum við pláss á togara, veiðar stundaðar á Halamiðum og við Grænlands- strendur. Um haustið landað í Hull, stoltir, sigldir félagar við skólasetningu. Helgi kvæntist Gyðu Jó- hannsdóttur dósent í ágúst 6́4 og héldu þau síðan til náms í Kaupmannahöfn. Eignuðust þau synina Jó- hann Árna og Jón Ara, 7́1 og 7́3, en það ár fluttu þau heim. Hóf Helgi þá störf sem blaða- maður á dagblaðinu Tímanum til ársins 7́6, en þá varð Rík- isútvarpið starfsvettvangur hans. Ekki mun ég fjalla um störf hans þar enda aðrir betur til þess fallnir. Helgi er tvískilinn, en síðari kona hans var Helga Jónsdóttir lögfræðingur. Börn þeirra eru Oddný, Sólveig og Gunnlaugur. Helgi var í reynd gæfumað- ur í lífi sínu þótt síðastliðin fimm ár hafi verið honum þungbærari en flestir gerðu sér grein fyrir. Við Hildur færum börnum hans og bræðrum, Pétri Má og Sturlu, og fjölskyldum þeirra allra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Góðs vinar er saknað. „Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Þórarinn E. Sveinsson. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, áður til heimilis að Mánavegi 1, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fossheima fyrir góða umönnun og stuðning á erfiðum tíma. . Einar Sigurðsson, Vilborg Árný Einarsdóttir, Einar Hólm Ólafsson, Sigurður Kristinn Einarsson, Jarþrúður Einarsdóttir, Sigurbjörn Árnason, Margrét Einarsdóttir, Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, Hrafn Stefánsson og fjölskyldur. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall dóttur minnar, SÓLVEIGAR ANSPACH kvikmyndara. . Högna Sigurðardóttir Anspach og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.