Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Síðasta vetur rak ég kvikmyndaklúbb viðannan mann í háskólanum mínum í Ed-inborg og voru tónlistarheimildar- myndir af margvíslegum toga á efnisskránni. Við sýndum sígildar myndir (Dont look back), nýlegar (The Punk Singer, sem fjallar um Kathleen Hanna, brautryðjanda í feminísku pönkrokki), skrítnar (Europe in 8 bits tekur á jaðarstefnu í tölvutónlist þar sem gamall vélbúnaður, svosem gamlar Nintendo leikja- tölvur eru nýttar til tónlistarsköpunar) og hömpuðum hinu óþekkta og alþekkta (við sýndum heimildarmynd um Simply Red. Eng- inn mætti). Einnig sýndum við nokkrar mynd- ir sem hafa verið að koma fram síðustu miss- eri og eiga sameiginlegt að brjóta upp hina hefðbundnu, ég vil segja stöðnuðu, frásagn- araðferð sem svona myndir styðjast einatt við. Raunsatt Þið þekkið venjulegu myndirnar. Þær samanstanda af „talandi hausum“ (vinir, hljómsveitarmeðlimir, blaðamenn), gömlum klippum af tónlistarmanninum á sviði eða í myndbandi og stillimyndum af ljósmyndum og blaðaúrklippum (sem þysjað er inn á). Myndin er svo leidd áfram í tímaröð og niðurstaðan alltaf sú að tónlistarmaðurinn hafi verið góð og gegn manneskja en vissulega uppfull af mótsögnum. Um snilligáfuna er ekki efast og hún er jafnan undirstrikuð með társtokknum, uppskrúfuðum athugasemdum undir restina. Er nema von að við séum orðin pínu þreytt á þessu? Þegar eitthvað er orðið full fyrirsjáanlegt er kominn tími á að hrista að- eins upp í forminu og það hafa nokkrir leik- stjórar verið að gera að undanförnu og hefur myndum þeirra verið hampað, oftast rétti- lega. The Devil and Daniel Johnston, mynd frá 2005 sem fjallar um samnefndan jaðartónlist- armann, er að einhverju leyti ákveðinn forveri þessarar bylgju. Þessi frábærlega unna mynd sló áður ókunnan tón þar sem teiknimynda- innskot og ljóðrænt flæði gaf umfjöllunarefn- inu meiri dýpt. Tónlistarmaðurinn var þá ekki settur í hetjulegt ljós heldur var leitast við að draga fram raunsanna mynd af viðfangsefn- inu. Bessaleyfi Og það er þessi sannleiksleit, ef við getum orðað það sem svo, sem hefur stýrt þessum síðustu afrekum. Ég nefni hér nokkrar mynd- ir sem dæmi. 20.000 Days on Earth með Nick glysmeðferðum í svona myndum og veit ekki hvernig á að snúa sér þegar ófullkomnunin fær líka að sjást. Ein er þá mynd sem er all- sérstök, The Possibilities Are Endless fjallar um þrautagöngu Edwyn Collins (Orange Juice) eftir lífshættulegt heilablóðfall. Upp- setning myndar er tilraunakennd, sem er áhugavert í sjálfu sér, en úrvinnsla ekki nægi- lega góð. Myndin er eiginlega leiðinleg, svo ég orði það bara eins og það er. Mér finnst eins og hin þrautleiðinlega þriggja tíma mynd Martin Scorsese um George Harrison, þar sem Harrison var látinn líta út fyrir að vera hálfguð, hafi verið ákveð- inn endapunktur hvað „glansmyndirnar“ varðar. Ég hlakka því til að sjá fleiri myndir í nýja stílnum. Nóg er af viðfangsefnunum. Hinn „raunverulegi“ Jim Morrison, einhver? Lengst inn í kviku Aldrei séns Amy Winehouse var mikil hryggðarmynd síðustu æviárin eins og sést glögglega í heimildarmyndinni um söngkonuna. Cave tekur sér stórkostlegt bessaleyfi hvað form og frásögn varðar en með því, eins und- arlega og það hljómar, komumst við miklu nær Cave en ella. Montage of Heck (Kurt Cobain) og Amy (Amy Winehouse) hafa verið lofaðar mjög, þykja fara óþægilega nálægt sínu fólki á stundum en þær hafa líka verið settar niður. Faðir Winehouse er t.d. ekki sátt- ur og er það nema furða. Fólk er orðið vant » Tónlistarmaðurinn var þáekki settur í hetjulegt ljós heldur var leitast við að draga fram raunsanna mynd af við- fangsefninu.  Gróska og nýsköpun í tónlistarheimildar- myndum  Nick Cave, Kurt Cobain og Amy Winehouse njóta góðs af Cave Stilla úr 20.000 Days on Earth. Cobain Á veggspjaldi Montage of Heck. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Pierce Brosnan segir það alls ekki útilokað eða óeðlilegt að í framtíðinni eigi kvikmyndagestir eftir að sjá samkyn- hneigðan James Bond. „Að sjálfsögðu, af hverju ekki? Reyndar veit ég ekki hvernig það myndi virka og ég er ekki viss um að Broccoli myndi vilja hafa Bond samkynhneigðan en það væri svo sannarlega athyglisvert,“ segir Brosnan en Broccoli er framleiðandi Bond-myndanna. Orðrómur hefur farið á kreik að Idris Elba verði fyrsti þeldökki leikarinn til að taka að sér hlutverk James Bond. Það var í viðtali við Details-tímaritið sem Brosnan var spurður um orðróminn og möguleikann á samkynhneigð- um Bond. „Byrjum á því að fá frábæran leikara til að leika Bond. Idris Elba hefur vaxtarlagið, persónuleikann og nærveruna en ég held að Craig ætli að vera þarna í nokk- ur ár í viðbót,“ sagði Brosnan í viðtalinu. Bond? Idris Elba hefur vaxtarlagið, persónuleikann og nærveruna fyrir hlut- verkið, að mati Brosnan . Samkynhneigður Bond? Síðasta bók rithöfundarins Terry Pratchett er komin út í Bretlandi, tæpu hálfu ári eftir andlát hans. Pratchett þekkja flestir aðdáendur fantasíubóka en hann skapaði Discworld-sagnabálkinn og er nýjasta bókin sú fertug- asta og fyrsta í röðinni. Bókarinnar, sem heitir The Shepherd’s Crown, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og höfðu fjölmarg- ir aðdáendur Pratchett safnast saman við verslanir í London, Oxford og í Newcastle nóttina áður en bókin fór í sölu. Pratchett lést í mars á þessu ári en hann hafði lengi glímt við alzheimers-sjúkdóminn. Eftir hann liggja yfir sjötíu bækur en hann lauk við síðustu bókina síðasta sumar áður en sjúkdómurinn náði lokastigi sínu. Rob Wilkins, vinur höfundarins, sagði í samtali við BBC að erfitt hafi reynst að ljúka við bókina þar sem heilsu Pratchetts hafi hrakað verulega síðustu mánuðina og hafi hann ekki náð að fínpússa söguna eins og hann hefði viljað. Hann hafi þó enn notið þess að skrifa og eftir hann liggi margar sögur sem hann hafði byrjað á en ekki lokið við. Síðasta bók Pratchett komin út í Bretlandi Afkastamikill Pratchett skrifaði yfir 70 bækur. Hljómsveitin Retro Stefson heldur afmælistónleika á Kex hosteli í kvöld kl. 21. Hljómsveitin fagnar tíu ára afmæli sínu á árinu. Lítið hefur farið fyrir sveitinni síð- ustu mánuði, hún aðeins haldið örfáa tónleika, og er ástæðan sú að hún vinnur nú að fjórðu breiðskífu sinni, Scandinavian Pain. Eitt laga plötunnar hefur fengið að óma í útvarpi frá því í mars sl., „Malaika“. Tónleikarnir eru í raun tvöfaldir afmælistónleikar því að bassaleikarinn Logi Pedro Stefánsson á 23 ára af- mæli í dag. „Hljómsveitin mun leggja allt að veði til þess að gleðja afmælisbarnið og að sjálf- sögðu fá tónleikagestir að njóta þess,“ segir í tilkynningu um tón- leikana. Aðgangur er ókeypis. Afmæli Retro Stefson á tónlistarhátíð- inni Innipúkanum í byrjun mánaðar. Retro Stefson 10 ára og Logi 23 ára Morgunblaðið/Eggert Frami, nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynj- arsson sem einnig leikstýrir því, verður frum- sýnt í dag kl. 17 í Smiðjunni í Listaháskóla Ís- lands, Sölvhólsgötu 13. Sýningin er á dagskrá Reykjavík Dance Festival og Lókal leiklist- arhátíðar. Verkið fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi og baráttu hans við sjálfan sig, mann sem er á skjön við samfélagið og nærir biturð sína gagnvart farsælasta lista- manni Íslands ásamt því að vera heltekinn af eigin líkamsvexti, eins og segir í tilkynningu. Leikari í verkinu er Kolbeinn Arnbjörnsson. Sviðsverkið Frami frumsýnt í dag Björn Leó Brynjarsson STRAIGHTOUTTACOMPTON 4, 7, 10 ABSOLUTELY ANYTHING 4, 6, 8, 10 THE GIFT 8, 10:20 MINIONS - ENS TAL 2D 6 SKÓSVEINARNIR 2D 1:50, 4 FRUMMAÐURINN 2D 1:50 INSIDE OUT 2D 1:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 1:50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.