Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Ákvæði hegningarlaga um bann við guð-lasti var afnumið á alþingi í sumar.Ákvæðið hljóðaði svo: Hver, sem op- inberlega dregur dár að eða smánar trúar- kenningar eða guðsdýrkun löglegs trúar- bragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Þetta ákvæði þótti orðið „á skjön við ríkjandi viðhorf til mannréttinda hér á landi“; eins og það var orðað í lagafrumvarpinu sem þingmað- ur Pírata lagði fram. Í umræðum um málið var á það bent að ákvæðið stangaðist á við tjáning- arfrelsi manna. Þessu var ég sammála og greiddi atkvæði með því að fella niður bannið við guðlasti. Hins vegar tók ég eftir áhuga- verðum tvískinnungi í málflutningi þeirra sem ákafastir voru að fella niður guðlastsbannið. Eftir stendur nefnilega óraskað í hegning- arlögum ákvæði 233. gr. um bann við því að hæðast að og smána fólk með ummælum vegna tiltekinna þátta í þeirra fari. Ákvæðið 233. gr. er svohljóðandi: Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tján- ingu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 ár- um. Því hefur verið haldið fram 233. gr. sé ætl- að að stemma stigu við hvers kyns haturs- orðræðu. Á alþingi kom fram sú skoðun að grundvallarmunur væri á þessu ákvæði og því sem laut að banni við guðlasti. Ekki var það þó rökstutt nánar eða útskýrt í hverju sá grund- vallarmunur fólst. Af hverju kom það ekki til skoðunar að afnema líka 233. gr. hegning- arlaga? Tvennt tel ég umhugsunarvert í þessu sambandi. Annars vegar það að mörkin á milli guðs- lasts og þess sem áfram er bannað eru óljós. Er blaðagrein sem lýsir guðhræddu og kirkju- ræknu fólki sem barnalegum einfeldningum leyfilegt guðlast eða ólögmæt hatursorðræða? Er teikning sem sýnir íslenska múslima biðja til guðs síns með rassinn upp í loft og fing- urinn einnig en framan í samkynhneigða boð- leg mynd að lögum eða ekki? Hvort er hér ver- ið að hæðast að trúarkenningunni eða fylgisspektinni og fylgjendunum? Hitt er svo það, sem meira máli skiptir að mínu mati, að þegar menn hafa, góðu heilli, viðurkennt tjáningarfrelsið er einkennilegt að ætla að takmarka það með þeim hætti sem 233. gr. gerir. Það er létt verk og löðurmannlegt að vera umburðarlyndur í garð skoðana sem hreyfa ekki við manni. Tjáningarfrelsið nær hins vegar líka til þeirra sem hafa and- styggilegar skoðanir. Bann við guðlasti mögulega enn í lögum * Það er einkennilegtef barátta fyrir tján-ingarfrelsi á að takmark- ast við guðlast. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Mikil umræða hefur verið um stefnu Amnesty International um að afglæpavæða vændi. Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir skrifaði á Facebook: „Það væri áhugavert að vita hvað hafa margir vina minna sagt sig úr Íslands- deild Amnesty International síð- ustu daga? (svona í ljósi þess að formaðurinn segir afsagnir ekki fleiri en aðra daga en þrátt fyrir það hef ég hef lesið tugi yfirlýsinga hér á Facebook um að fólk sé að yfirgefa samtökin).“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson lét líka skoðun sína í ljós þar: „Aðal- atriðið um vændi er, hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er, þá er auðvitað ekkert á móti því, að þóknun komi fyrir blíðu. Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta at- vinnutækifæri, sé hvergi nein nauð- ung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu al- mennt á móti körlum?“ Bragi Valdimar Skúlason svaraði á sama vettvangi: „Ekki má gleyma því að vændi getur verið stórkostlegt atvinnutækifæri fyrir háskólaprófessora.“ Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson virðist vera nýjasti aðdá- andi bandarísku leikkonunnar Amy Schumer. „Hjálp, tók inn of stóran skammt af Amy Schumer. Er kom- inn með kaldhæðniseitrun. Held ég þurfi að fá einlægni í æð. #consch- umer.“ Einhverjir kunna ráð við þessu, en Snorri Sturluson svarar: „Jafn- stór skammtur af Kevin Costner er Perfect antidót“ og Óttar M. Norðfjörð stingur upp á bíómynd- um frá áttunda áratugnum. AF NETINU Aðdáendur hinna sígildu þátta Bay- watch hafa tilefni til að gleðjast, en Zac Efron og Dwayne Johnson, eða The Rock, ætla að klæðast rauðu sundskýlunum í væntanlegri kvik- mynd um strandverðina í Kaliforníu. Myndin hefur verið mörg ár í bígerð en nú loks virðist ætla að verða af henni og nýlega var upplýst að Seth Gordon myndi leikstýra myndinni, en hann leikstýrði Horrible Bosses. Eftir að Efron bættist í hópinn er líklegt að málin komist á skrið og tökur hefjist í febrúar 2016, að sögn Hollywood Reporter. Myndin segir frá strandverði sem tekur starf sitt og sjálfan sig mjög alvarlega (Johnson), en neyðist til þess að vinna með ungum og uppreisnargjörnum manni (Efron) í þeim tilgangi að forða ströndinni þeirra frá bráðri eyðileggingu af völdum olíurisa. Efron hefur verið á leið upp á við að undanförnu eftir að hafa tekist ágætlega til í kvikmynd- inni Neighbors, þar sem hann lék á móti Seth Rogan. Zac Efron fór úr að ofan í myndinni Neighbors. Zac Efron verður strandvörður Vettvangur Úttekt Vanity Fair á sambandsappinu Tinder og þar með stefnumótaheiminum og kynlífi ungmenna í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli en greinin birtist í sept- emberhefti blaðsins og er komin á netið. Í greininni er talað um Tinder í samhengi við endalok stefnumótamenningarinnar og rætt við fólk á þrítugsaldri. Alex, myndarlegur bankamaður á uppleið, segir í samtali við tímaritið að þetta sé keppni. „Þú ert alltaf að leita. Þú gætir talað við tvær eða þrjár stelpur á bar og svo valið þá bestu eða þú getur skoðað hundruð á dag, fjöldinn er svo miklu meiri í appinu. Það er hægt að stilla upp tveimur til þremur Tinder-stefnumótum á viku og það getur vel verið að þú sofir hjá öll- um þeirra og þannig endað á því að sofa hjá um hundrað stelpum á einu ári,“ sagði Alex en hann og vinir hans nota Tinder og önnur stefnumótaforrit mikið. Alex segir að hann hafi sofið hjá fimm „Tinderellum“ eins og og hann og vinir hans kalla stelpurnar á síðustu átta dögum. „Það er orðið svo auðvelt að redda sér kyn- lífi,“ segir John, 26 ára New York-búi sem vinnur í markaðsmálum. „Ég get farið í sím- ann núna og án efa fundið einhverja sem vill sofa hjá mér í kvöld, meira að segja fyrir miðnætti.“ Hann segist hafa fengið stefnumót eftir að hafa aðeins sent tákn (e. emoji) með pitsu- og bjórmyndum „án þess að hafa einu sinni þurft að eiga sam- tal, bara samtal með myndum.“ Ragnarök stefnumótanna Fólk notar Tinder í símanum til að finna maka.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.