Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 * Að elska er að gróðursetja og bíða, vökva ogbíða, reyta arfa og bíða og sjá svo alltblómstra og vita að maður eigi þátt í því. Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, á vefsetri sínu. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND HVAMMSTANGI Gengið hefur verið frá rá æmdastjór Selaseturs Íslands en Sigu on tekur við Unni Valborgu Hilmarsdót tóber. Sigurður er f ðastliðLækjamóti íVíðidal, en he ndúnum í 20 ár. Sí fjögur ár hefur hann verið ánarstöðu hj Expedia, stærsta ferðaþjónustufyrirtæki he eiddi hann m.a. farsællega til lykta flókið verkefni sem var á 20 tungumálum, í þremur heimsálfum, og kostaði rú illjarð króna. Sigurður er meðm le arapróf frá Arts Educational London School of Drama MA-gráðu í listastefnu og Ckn frá Birkbec ollegu e U nsluréttindi frá BLÖNDUÓS Sunnudaginn 16. ágúst kl. 14 hefjast nýju vinsælir fyrirlestrar Byggðasafnsað únvetninga og Strandamanna, seH m verða nú á Pottinum á Blönduósi. Sagnfræðingarnir Árni H. Kristjánsson ogVilhelmVilhelmsson segja frá spennandi og skemmtilegu fólki er bjó í austursýslunni á fyrri tíð. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Nú verður sagt frá Ísleifi Jóhannessyni frá Breiðavaði í Langadal og Jóni Bjarnasyni frá Þórormstungu í Vatnsdal. HÓLAR Í HJALTADAL Hólahátíð er haldin alla helgina. Á laugardeginum er pílagrímaganga frá Gröf heim að Hólum með biblíulestrum. Lagt er af tíma. Helgistund við h frá Enni klukkan 13 Vatnsleysu. Ennfre á öllum aldri og fjölsk hátíðinni og veitingast Byrðunni býður upp á með biblíumat á laugardag Hátíðarmessa verður klukkan 1 sunnudag í Hóladómkirkju. JÖKULSÁRLÓN Flugeldasýning verður á laugardagskvöldið 15. ág Flugeldasýningin er á í fimmtánda sinn se fenda hefuráhor undanfarin ár h ngnjóta sýni ar Upplýstir í flu ÁRBORG Ásta Stefánsdóttir, framkv afhenti Umhverfisverðlau Sigtúnsgarðinum um síðus við Sumar á Selfossi. Dæle fallegasti garðurinn, eigend Elísabet Ingvarsdóttir og G Ó J v f f v Velta þurfti við steinum ogfylgja ýtrustu lagni í öllumvinnubrögðum þegar æva- gamall brunnur við bæinn Tungu í Fljótshlíð var opnaður á dögunum. Þeim Sigurði Sigurðarsyni og Theodór Guðmundssyni sem báðir búa á Hvolsvelli og hafa tengsl við Tungu rann til rifja að gamall brunnur í bæjartúninu væri að týn- ast og gleymast og sáu að við svo búið mætti ekki standa. Tvö ár eru síðan þeir hófu endurreisnarstarfið sem lauk formlega á dögunum þeg- ar upplýsingaskilti við brunninn var afhjúpað. „Þetta var skemmti- legt verkefni og hér er sögunni sómi sýndur,“ sagði Theodór í sam- tali við Morgunblaðið. Eggjalag til styrkingar Brunnurinn í Tungu var eina mannvirkið þar á bæ sem stóð af sér Suðurlandsskjálfta vorið 1912. Bæjarhúsin féllu nær alveg og voru ný reist í þeirra stað nokkru ofar, þar sem útihús standa í dag. Raunar lagðist búskapur í Tungu af fyrir um aldarfjórðungi og þar býr enginn í nú. Jörðin er í eigu Skógræktarinnar og þar hafa þús- undir plantna verið settar í mold á síðustu áratugum og útkoman er myndarlegur dafnandi skógur. Rétt eins og kynslóðir koma og fara var farið að fyrnast yfir hvar brunnurinn gamli væri. „Ég var hér talsvert í gamla daga hjá ömmu minni og afa og vissi því nokkuð nákvæmlega hvar bera skyldi niður,“ segir Theodór. „Við Sigurður, maður Guðlaugar sem er dóttir þeirra Oddgeirs Guðjóns- sonar og Guðfinnu Ólafsdóttur sem lengi bjuggu í Tungu, fórum að bisa við þetta fyrir um tveimur ár- um. Opnuðum þá brunninn sem er rúmir fjórir metrar á dýpt og 75 sentímetrar á breidd, en sverari fyrir miðju. Slíkt eggjalag var haft til styrkingar sem sjálfsagt hefur átt sinn þátt í því að brunnurinn féll ekki saman í hamförunum á sínum tíma.“ Land hækkað mikið á öld Theodór segir að upp úr brunn- inum hafi bæði verið tínt grjót og mokuð kynstrin öll af mold. „Til þess fórum við ofan í brunninn með stiga og mokuðum í fötu sem hífð var upp með kaðli. Mikið af jarðvegi og grjóti, smáu og stóru, kom upp, stærstu steinarnir allt 100 kíló að þyngd. Voru þeir settir í strigapoka og þannig færðir upp. Hleðslan öll var óskemmd, nema efsta steinaröðin sem var lagfærð. Við þurftum að moka rúman einn metra af jafnsléttu niður að brunn- inum, svo mikið hefur landið þarna hækkað síðustu öldina. Af gróðri hvers sumars myndast jarðvegur – og hækkun lands á þessu tímabili er 75 sentímetrar.“ Ýmsar heimildir voru til um brunninn í Tungu, sem Oddgeir bóndi þar hélt vel til haga. Oddgeir var móðurbróðir Theodórs sem var aftur sonur Sigurlaugar sem var eitt fjögurra systkina frá Tungu sem öll björguðust úr jarðskjálft- anum árið 1912. Og svo vel var þeim borgið að öll náðust þau háum aldri eins og móðir þeirra Ingilaug Teitsdóttir, sem varð tæp- lega 105 ára. Sigurlaug lést 2010 þá 101 árs og Oddgeir 2009 og vantaði þá aðeins eitt ár í að fylla öldina. FLJÓTSHLÍÐ Björguðu brunninum FÓLKIÐ FRÁ TUNGU Í FLJÓTSHLÍÐ VILDI VARÐVEITA VATNSBÓLIÐ. ÞAÐ VAR GRAFIÐ ÚR GLEYMSKU OG MOLD OG ERU ÞVÍ NÚ GERÐ VERÐUG SKIL, RÚMLEGA ÖLD EFTR AÐ BRUNNUR ÞESSI NÁNAST HVARF Í LANDSKJÁLFTA. Sigurður Sigurðarson og Theodór Guðmundsson við skilti um brunninn, sem stendur á tungu sem myndar bæjarnafnið. Ljósm/Brynja Bergsveinsdóttir Íbúðarhúsið í Tungu í Fljótshlíð sem var reist í kringum 1950 er reisulegt. Bær- inn er farinn í eyði fyrir margt löngu en jörðin nýtt til skógræktar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.