Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Heilsa og hreyfing Appelsínur eru auðugar af C vítamíni sem er öflugt andox-unarefni. Þær innihalda líka kalíum sem getur hjálpað að lækka of háan blóðþrýsting og kalk sem er líkamanum nauðsynlegt. Svo eru þær líka sætar og góðar. Appelsínur hollar og góðar N ýtt alþjóðlegt æði í líkamsrækt hefur borist að ströndum Íslands. Fyrirbærið er kallað „movement improvement“ eða „movement culture“ eftir atvikum og mætti kannski íslenska sem „hreyfiflæði“. Ýmsum þáttum er blandað saman úr crossfit, fimleikum, brasilísku danslistinni kapúera og parkúr. Æfing- arnar snúast ekki eingöngu um styrk heldur stuðla einnig að meiri almennri hreyfigetu og liðleika. „Margir fara kannski í World Class og það eina sem þeir spá í er útlitsþátturinn. Þeir líta í spegil og hugsa: „Kannski þarf ég að æfa þennan eina vöðva til að líta betur út“. Nett útlitsdýrkun í gangi og það er hugarfar sem þarf að breytast,“ segir Margeir Steinar Ingólfsson, einnig þekktur sem DJ Margeir, í samtali við Sunnudagsblaðið, en hann er iðkandi og áhugamaður um hreyfiflæði. „Hérna er aðalmálið að geta hreyft sig á sem bestan máta en ekki endilega útlitið eða styrkur. Hreyfigetan er sett í fyrsta sæti.“ Vakning að eiga sér stað „Ég er búinn að ganga ákveðna þrautagöngu með líkamann á mér, út af ákveðnu stoðkerfisvandamáli sem ég hef glímt við í langan tíma, og ég hef prófað ýmislegt,“ segir Margeir. „Maður vill ekki vakna upp við vondan draum þegar maður er orðinn sextugur eða sjötugur og getur ekki labbað upp stiga eða fjall.“ Spurður hvernig æfingarnar fara fram segir Mar- geir: „Við gerum ýmsar skrýtnar æfingar. Við skríðum og við hoppum eins og apar. Við löbbum á höndum og gerum allt í miklu flæði, þannig að þetta er líka ótrúlega skemmtilegt. Þú getur farið úr handahlaupi niður í kollhnís, þaðan í kósakka og upp í handstöðu, svo ég taki svona einhver dæmi með þekktum æfing- um. Markmiðið er að auka liðleika og hreyfigetu, sem ég tel vera göfugt markmið með líkamsrækt. Auðvitað er hægt að fara í þessar hefðbundnu líkamsræktarstöðvar og ná þessum markmiðum með réttri þjálfun en að æfa á þennan hátt í góðum hópi finnst mér mun skemmtilegra. Ég held líka að ákveðin vakning sé að eiga sér stað um líkamsrækt þar sem við færumst fjær útlitsdýrkun og nær al- mennu heilbrigði og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Mér finnst þessir hreyfiflæðistímar og jóga vera mjög í takt við þá vakningu.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári & Heiðdís MOVEMENT IMPROVEMENT KOMIÐ TIL ÍSLANDS Hreyfigetan í fyrsta sæti MOVEMENT IMPROVEMENT EÐA HREYFIFLÆÐI ER NÝ AÐFERÐ TIL AÐ STUÐLA AÐ LÍK- AMLEGU HEILBRIGÐI. ÝMSAR ÆFINGAR ERU NOTAÐAR TIL AÐ AUKA HREYFIGETU LÍKAMANS. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Notast er við æfingar úr bardagalistum, jóga, fim- leikum og fleiru í bland. Hreyfigeta er aðalmálið, ekki líkamleg ásjóna.Margeir hefur prófað margt og kann vel við sig í hreyfiflæði. FYRSTI HÉRLENDI ÞJÁLFARINN Fékk delluna beint í æð „Þetta byrjaði þannig að Ido Portal, stórvinur minn, æfði kapúera þegar hann var ungur. Hann fann að hann langaði að stækka það og fór að blanda saman alls konar hreyfingum úr bardagalistum, fimleikum og fleiru og blandar þessu saman í eina hreyfilist,“ segir Einar Carl Axelsson, sem kennir fyrsta hérlenda námskeiðið í „movement improvement“. Hann segist hafa sótt námskeið hjá Ido Portal, sem sé eins konar upp- hafsmaður þessarar nýju hreyfilistar, og eftir það hafi ekki verið aftur snú- ið. „Þá fær maður náttúrlega delluna beint í æð og þá er ekki aftur snúið.“ Einar starfar sem nuddari og reyndi að eigin sögn að blanda því sem hann lærði hjá Ido Portal saman við nuddið. „Ég sá strax að árangurinn af þessu tvennu saman var miklu meiri en af nuddinu einu sér. Þegar ég fékk fólk til að styrkja sig, hreyfa sig og auka hreyfiferlana sína hurfu verkirnir.“ Einar byrjaði svo að kenna námskeið í tengslum við hina nýstárlegu hreyfilist og segir aðsókn vera mikla. „Þarna færðu styrk, brennslu og lið- leika allt á sama tíma. Maður er kófsveittur eftir hverja æfingu.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.